Allt það sem á sér stað inni í herbergjum Stefán Þór Hjartarson skrifar 22. september 2016 11:30 Kvikmyndin The Room er rómantískt drama sem kom út árið 2003 og er skrifuð, leikstýrt og framleidd af Tommy Wiseau sem leikur einnig aðalhlutverkið. Myndin var gerð fyrir mjög litla fjármuni eða um sex milljónir dollara. Myndin fjallar í afar stuttu máli um ástarþríhyrning þeirra Marks, Lisu og Johnnys – og dramað sem á sér stað í herbergjum heimsins. Þetta virðist nú kannski ekkert sérstaklega spennandi né óvenjulegt en The Room er samt sem áður ótrúlega vinsæl og er reglulega sýnd í sérstökum mánaðarlegum sýningum í bíóhúsum víða um heiminn. Ástæðan fyrir þessum vinsældum er mjög einföld en er samt svolítið mótsagnakennd – myndin er hræðilega léleg. Bókstaflega allt við myndina er algjört klúður – söguþráðurinn er mjög ruglingslegur, öll samtöl eru vægast sagt ósannfærandi og alls konar tæknilegum atriðum eins og talsetningu, greenscreen og öðru er klúðrað stórkostlega. Myndin verður hrærigrautur æðislegra mistaka og undarlegra smáatriða sem gera hana að sprenghlægilegri upplifun. Í fyrstu fékk The Room frekar dræmar viðtökur, áhorfendur gengu ítrekað út af henni og heimtuðu endurgreiðslu – svo oft raunar að þau fáu kvikmyndahús sem sýndu myndina voru farin að hengja upp skilti sem tóku fram að þau myndu ekki endurgreiða aðgöngumiðana. Michael Rousselet, einn af heilunum bak við grínhópinn 5secondfilms, mætti á eina sýninguna og var þá einn í salnum. Honum fannst The Room stórkostleg og hann og vinir hans mættu á fjöldamargar sýningar í kjölfarið. Í framhaldinu voru haldnar enn fleiri sýningar og hópur frægra leikara og grínista tók að mæta og mæla með myndinni. Fólk mætir í dag reglulega á sýningar þar sem það klæðir sig upp sem persónur úr myndinni og kastar plastskeiðum og fótboltum sín á milli – en það eru tilvísanir í nokkur undarlegustu atriði myndarinnar. Það sem gerir þessa lélegu mynd svo frábrugðna öðrum lélegum myndum er maðurinn á bak við hana, hinn dularfulli Tommy Wiseau, og hans óbrennandi barnslegi áhugi á því að koma sögunni sinni í eitthvert form. The Room átti upphaflega að vera leikrit – síðan breyttist handritið í 500 blaðsíðna skáldsögu sem Tommy greyið átti mjög erfitt með að fá gefna út og brá þá á það ráð að búa til kvikmynd upp úr handritinu. Tommy Wiseau þessi er afar sérvitur karakter – hann hefur yfir sér þessa áru sem gerir það að verkum að erfitt er að henda reiður á því hvort hann sé snillingur eða algjör fáviti. Í kjölfar vinsælda myndarinnar hefur hann sagt að The Room sé svört kómedía en samkvæmt Greg Sestero, sem leikur Mark, er það ekki rétt. Hann hefur skrifað bók um reynslu sína við gerð myndarinnar – The Disaster Artist – þar sem hann lýsir vináttu sinni við þennan dularfulla mann. Ekki er á hreinu hvaðan Tommy kemur, en hann talar með mjög undarlegum hreim sem er erfitt að staðsetja, ekki er heldur á hreinu hversu gamall hann er. Það sem er kannski það dularfyllasta við manninn er svo hvaðan hann fékk alla þessa peninga – en hann borgaði úr eigin vasa þær sex milljónir sem gerð The Room kostaði. Greg Sestero er á leiðinni til landsins í október þar sem hann mun tala um þessa stórkostlegu mynd sem verður síðan sýnd í Bíói Paradís í kjölfarið og því um að gera að fara að verða sér úti um plastskeiðar og amerískan fótbolta. Bíó og sjónvarp Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Hafdís leitar að húsnæði Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Kvikmyndin The Room er rómantískt drama sem kom út árið 2003 og er skrifuð, leikstýrt og framleidd af Tommy Wiseau sem leikur einnig aðalhlutverkið. Myndin var gerð fyrir mjög litla fjármuni eða um sex milljónir dollara. Myndin fjallar í afar stuttu máli um ástarþríhyrning þeirra Marks, Lisu og Johnnys – og dramað sem á sér stað í herbergjum heimsins. Þetta virðist nú kannski ekkert sérstaklega spennandi né óvenjulegt en The Room er samt sem áður ótrúlega vinsæl og er reglulega sýnd í sérstökum mánaðarlegum sýningum í bíóhúsum víða um heiminn. Ástæðan fyrir þessum vinsældum er mjög einföld en er samt svolítið mótsagnakennd – myndin er hræðilega léleg. Bókstaflega allt við myndina er algjört klúður – söguþráðurinn er mjög ruglingslegur, öll samtöl eru vægast sagt ósannfærandi og alls konar tæknilegum atriðum eins og talsetningu, greenscreen og öðru er klúðrað stórkostlega. Myndin verður hrærigrautur æðislegra mistaka og undarlegra smáatriða sem gera hana að sprenghlægilegri upplifun. Í fyrstu fékk The Room frekar dræmar viðtökur, áhorfendur gengu ítrekað út af henni og heimtuðu endurgreiðslu – svo oft raunar að þau fáu kvikmyndahús sem sýndu myndina voru farin að hengja upp skilti sem tóku fram að þau myndu ekki endurgreiða aðgöngumiðana. Michael Rousselet, einn af heilunum bak við grínhópinn 5secondfilms, mætti á eina sýninguna og var þá einn í salnum. Honum fannst The Room stórkostleg og hann og vinir hans mættu á fjöldamargar sýningar í kjölfarið. Í framhaldinu voru haldnar enn fleiri sýningar og hópur frægra leikara og grínista tók að mæta og mæla með myndinni. Fólk mætir í dag reglulega á sýningar þar sem það klæðir sig upp sem persónur úr myndinni og kastar plastskeiðum og fótboltum sín á milli – en það eru tilvísanir í nokkur undarlegustu atriði myndarinnar. Það sem gerir þessa lélegu mynd svo frábrugðna öðrum lélegum myndum er maðurinn á bak við hana, hinn dularfulli Tommy Wiseau, og hans óbrennandi barnslegi áhugi á því að koma sögunni sinni í eitthvert form. The Room átti upphaflega að vera leikrit – síðan breyttist handritið í 500 blaðsíðna skáldsögu sem Tommy greyið átti mjög erfitt með að fá gefna út og brá þá á það ráð að búa til kvikmynd upp úr handritinu. Tommy Wiseau þessi er afar sérvitur karakter – hann hefur yfir sér þessa áru sem gerir það að verkum að erfitt er að henda reiður á því hvort hann sé snillingur eða algjör fáviti. Í kjölfar vinsælda myndarinnar hefur hann sagt að The Room sé svört kómedía en samkvæmt Greg Sestero, sem leikur Mark, er það ekki rétt. Hann hefur skrifað bók um reynslu sína við gerð myndarinnar – The Disaster Artist – þar sem hann lýsir vináttu sinni við þennan dularfulla mann. Ekki er á hreinu hvaðan Tommy kemur, en hann talar með mjög undarlegum hreim sem er erfitt að staðsetja, ekki er heldur á hreinu hversu gamall hann er. Það sem er kannski það dularfyllasta við manninn er svo hvaðan hann fékk alla þessa peninga – en hann borgaði úr eigin vasa þær sex milljónir sem gerð The Room kostaði. Greg Sestero er á leiðinni til landsins í október þar sem hann mun tala um þessa stórkostlegu mynd sem verður síðan sýnd í Bíói Paradís í kjölfarið og því um að gera að fara að verða sér úti um plastskeiðar og amerískan fótbolta.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Hafdís leitar að húsnæði Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira