Jökull í Kaleo um EA Games: „Ekki eins mikill peningur í boði og margir halda“ Birgir Olgeirsson skrifar 21. september 2016 16:41 Fjögur íslensk bönd hafa átt lög í tölvuleikjum EA Games, Mínus, Of Monsters and Men, Jakobínarína og Kaleo, en Jökull í Kaleo segir kynningargildið vega þyngra en peninga. Vísir Það er ekki eins mikill peningur í boði fyrir að eiga lag í tölvuleik frá tölvuleikjaframleiðandanum EA Games og margir gætu haldið. Þetta segir Jökull Júlíusson, söngvari og gítarleikari Kaleo, í samtali við Vísi en Kaleo er eitt af fjórum íslenskum böndum sem hafa átt lag í leik frá EA Games. Jökull segir kynningargildi vega þyngra en peninga þegar kemur að því að heimila notkun á tónlist sinni í leikjunum. Árið 2004 fékk EA Games leyfi fyrir notkun á laginu Long Face með Mínus í Evrópukeppnisleiknum UEFA Euro 2004.Árið 2008 var lagið I´m a Villain með Jakobínarína notaði í FIFA 2009.Í fyrra voru svo lögin Crystals með Of Monsters and Men og Way Down We Go með Kaleo notuð í FIFA 2016. Kaleo tilkynnti síðan 4. ágúst síðastliðinn á vef sínum að lag þeirra Glass House verði að finna í Madden 2017 frá EA Games, en í Madden er spilaður amerískur fótbolti.Í ljósi umræðunnar um ákvörðun KSÍ að taka ekki 15.000 dollara boði EA Games fyrir að fá að nota íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu í FIFA 2017 lá Vísi forvitni á að vita hvaða forsendur liggja að baki ákvörðunar íslenskra hljómsveita um að leyfa EA Games að nota tónlist sína í leiki fyrirtækisins. Jökull Júlíusson segir að í bæði skiptin sem hljómsveitin hefur samþykkt notkun tónlistar hjá EA Sports þá hafi kynningin sem fylgir því að vera með lag í leikjum fyrirtækisins verið henni efst í huga. „Í bæði skiptin sem við höfum samþykkt notkun tónlistar hjá EA games (Madden í ár og FIFA í fyrra) þá hefur markaðssetning og kynning verið aðallega í huga enda er ekki eins mikill peningur í boði og margir halda,“ segir Jökull. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, sagði við fjölmiðla í gær að EA Games hefðu boðið Knattspyrnusamband Íslands 15.000 dollara fyrir að fá að nota íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu í FIFA 2017. Aðspurður hvort að svipaðar upphæðir fáist fyrir að leyfa notkun á tónlist sinni í leikjum frá EA Games segist Jökull ekki geta svarað því, útgefandi þeirra, Warner Brothers og Atlantic Records, sjái alfarið um þau mál, en líkt og hann sagði áður, þá eru ekki um háar fjárhæðir að ræða. Uppfært 22. september klukkan 10:26 Í allri þessari upptalningu gleymdist okkar allra besti Jónsi sem var með lag í FIFA 11 sem má heyra hér fyrir neðan: KSÍ Leikjavísir Tengdar fréttir KSÍ sagði nei takk við FIFA 17: Tilboð EA Sports nam um einni milljón króna „Þetta var mjög lág upphæð frá fyrirtæki sem græðir á tá og fingri er mér sagt.“ 20. september 2016 11:41 Gunnar Nelson brást öðruvísi við boði EA Sports: „Lítum á þetta sem þjónustu fyrir aðdáendur íþróttarinnar“ Bardagakappinn er í nýjasta UFC leiknum frá EA Sports en KSÍ neitaði fyrirtækinu um að nota íslenska landsliðið í FIFA 17. 21. september 2016 10:54 PES bauð hærra en EA Sports: „Það er ekkert verið að tala um neina tugi milljóna“ Íslenska landsliðið er í Pro Evolution Soccer en verður ekki í FIFA 17. 20. september 2016 14:45 Geir Þorsteinsson við BBC um stóra FIFA 17-málið: „Finnst að gagnrýnin ætti að beinast að EA Sports“ Sú ákvörðun KSÍ að hafna tilboði EA Sports um að hafa íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu með í tölvuleiknum FIFA 17 hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er fjallað um hana á öllum helstu fréttamiðlum heims. 20. september 2016 23:30 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Það er ekki eins mikill peningur í boði fyrir að eiga lag í tölvuleik frá tölvuleikjaframleiðandanum EA Games og margir gætu haldið. Þetta segir Jökull Júlíusson, söngvari og gítarleikari Kaleo, í samtali við Vísi en Kaleo er eitt af fjórum íslenskum böndum sem hafa átt lag í leik frá EA Games. Jökull segir kynningargildi vega þyngra en peninga þegar kemur að því að heimila notkun á tónlist sinni í leikjunum. Árið 2004 fékk EA Games leyfi fyrir notkun á laginu Long Face með Mínus í Evrópukeppnisleiknum UEFA Euro 2004.Árið 2008 var lagið I´m a Villain með Jakobínarína notaði í FIFA 2009.Í fyrra voru svo lögin Crystals með Of Monsters and Men og Way Down We Go með Kaleo notuð í FIFA 2016. Kaleo tilkynnti síðan 4. ágúst síðastliðinn á vef sínum að lag þeirra Glass House verði að finna í Madden 2017 frá EA Games, en í Madden er spilaður amerískur fótbolti.Í ljósi umræðunnar um ákvörðun KSÍ að taka ekki 15.000 dollara boði EA Games fyrir að fá að nota íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu í FIFA 2017 lá Vísi forvitni á að vita hvaða forsendur liggja að baki ákvörðunar íslenskra hljómsveita um að leyfa EA Games að nota tónlist sína í leiki fyrirtækisins. Jökull Júlíusson segir að í bæði skiptin sem hljómsveitin hefur samþykkt notkun tónlistar hjá EA Sports þá hafi kynningin sem fylgir því að vera með lag í leikjum fyrirtækisins verið henni efst í huga. „Í bæði skiptin sem við höfum samþykkt notkun tónlistar hjá EA games (Madden í ár og FIFA í fyrra) þá hefur markaðssetning og kynning verið aðallega í huga enda er ekki eins mikill peningur í boði og margir halda,“ segir Jökull. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, sagði við fjölmiðla í gær að EA Games hefðu boðið Knattspyrnusamband Íslands 15.000 dollara fyrir að fá að nota íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu í FIFA 2017. Aðspurður hvort að svipaðar upphæðir fáist fyrir að leyfa notkun á tónlist sinni í leikjum frá EA Games segist Jökull ekki geta svarað því, útgefandi þeirra, Warner Brothers og Atlantic Records, sjái alfarið um þau mál, en líkt og hann sagði áður, þá eru ekki um háar fjárhæðir að ræða. Uppfært 22. september klukkan 10:26 Í allri þessari upptalningu gleymdist okkar allra besti Jónsi sem var með lag í FIFA 11 sem má heyra hér fyrir neðan:
KSÍ Leikjavísir Tengdar fréttir KSÍ sagði nei takk við FIFA 17: Tilboð EA Sports nam um einni milljón króna „Þetta var mjög lág upphæð frá fyrirtæki sem græðir á tá og fingri er mér sagt.“ 20. september 2016 11:41 Gunnar Nelson brást öðruvísi við boði EA Sports: „Lítum á þetta sem þjónustu fyrir aðdáendur íþróttarinnar“ Bardagakappinn er í nýjasta UFC leiknum frá EA Sports en KSÍ neitaði fyrirtækinu um að nota íslenska landsliðið í FIFA 17. 21. september 2016 10:54 PES bauð hærra en EA Sports: „Það er ekkert verið að tala um neina tugi milljóna“ Íslenska landsliðið er í Pro Evolution Soccer en verður ekki í FIFA 17. 20. september 2016 14:45 Geir Þorsteinsson við BBC um stóra FIFA 17-málið: „Finnst að gagnrýnin ætti að beinast að EA Sports“ Sú ákvörðun KSÍ að hafna tilboði EA Sports um að hafa íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu með í tölvuleiknum FIFA 17 hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er fjallað um hana á öllum helstu fréttamiðlum heims. 20. september 2016 23:30 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
KSÍ sagði nei takk við FIFA 17: Tilboð EA Sports nam um einni milljón króna „Þetta var mjög lág upphæð frá fyrirtæki sem græðir á tá og fingri er mér sagt.“ 20. september 2016 11:41
Gunnar Nelson brást öðruvísi við boði EA Sports: „Lítum á þetta sem þjónustu fyrir aðdáendur íþróttarinnar“ Bardagakappinn er í nýjasta UFC leiknum frá EA Sports en KSÍ neitaði fyrirtækinu um að nota íslenska landsliðið í FIFA 17. 21. september 2016 10:54
PES bauð hærra en EA Sports: „Það er ekkert verið að tala um neina tugi milljóna“ Íslenska landsliðið er í Pro Evolution Soccer en verður ekki í FIFA 17. 20. september 2016 14:45
Geir Þorsteinsson við BBC um stóra FIFA 17-málið: „Finnst að gagnrýnin ætti að beinast að EA Sports“ Sú ákvörðun KSÍ að hafna tilboði EA Sports um að hafa íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu með í tölvuleiknum FIFA 17 hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er fjallað um hana á öllum helstu fréttamiðlum heims. 20. september 2016 23:30