Geir um stóra FIFA 17-málið: „Það getur vel verið að við höfum gert eitthvað klúður“ Birgir Olgeirsson skrifar 20. september 2016 16:53 „Ég nálgast þetta eins og viðskiptatækifæri og það getur vel verið að við höfum gert eitthvað klúður með markaðsnálgunina í þessu og útbreiðslu íslenskrar knattspyrnu,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, í Akraborginni á X-inu rétt í þessu þar sem Hjörtur Hjartarson ræddi við hann um ákvörðun Knattspyrnusambands Íslands að taka ekki tilboði EA Sports um að hafa íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu í FIFA 17. „Ég get hins vegar fullvissað alla um það að ég finn það að íslensk knattspyrna og hróður hennar hefur farið um víðan heim eftir þátttöku okkar á EM í sumar og ég held að þó að þetta hefði örugglega hjálpað okkur að kynna enn frekar íslenska landsliðið þá verður það að vera gert á réttum forsendum og í góðri sátt allra aðila. Þetta snýst ekki eingöngu um peninga, þetta snýst um að verja sín réttindi og fá eðlilega þóknun fyrir það sem við erum að láta af hendi,“ sagði Geir. „Þeir stilltu okkur upp við vegg“ Hann hefur greint frá því að EA Sports höfðu samband við KSÍ um mitt sumar, júlí/ágúst, eftir velgengni íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á EM í Frakklandi þar sem það náði í átta liða úrslit eftir frækinn sigur á Englendingum í sextán liða úrslitum. Móðurfélag EA Sports, Electronic Arts, hagnaðist á síðasta ári um 875 milljónir dollara, um hundrað milljarðar íslenskra króna, og er ávallt ofarlega á lista yfir stærstu tölvuleikjaframleiðendur heims. EA Sports buðu KSÍ að sögn Geirs á aðra milljón króna fyrir réttindin að íslenska liðinu. Geir sagði þá upphæð vera of lága og að KSÍ hafi á móti sent hugmyndir til EA Sports. „Ekki gagntilboð beint, heldur hugmyndir kannski um eitthvað sem væri tengt einhverjum árangri en þeir voru ekki til viðtals um það. Það náðust aldrei samningar. Við höfnuðum aldrei neinu og við höfum ekki hafnað þátttöku í einu né neinu, þeir hins vegar stilltu okkur upp við vegg og sögðu tíminn er að renna út, þið áttuð ekki að vera með en við erum að spá í að hafa ykkur með. Þannig að það var virtist ekkert vera gríðarlegur áhugi hinu megin frá,“ sagði Geir í Arkaborginni. Ræddi ekki við formenn annarra sambanda Hjörtur spurði Geir hvort hann hefði rætt þetta mál við formenn annarra knattspyrnusambanda. „Nei, ég ræddi það ekki sérstaklega. Þetta liggur ekki opinbert fyrir og og ég held að það hvíli leyndarhjúpur yfir þessum greiðslum, en ég hafði ekkert að fela og kom náttúrlega fram með það strax um hvaða upphæð er hér að ræða. En við verðum bara að fara mjög varlega með okkar réttindi og mér finnst það leitt að það bitni á íslenskum spilurum en það bitnar náttúrlega á spilurum úti um allan heim og við munum hafa nægan tíma á komandi mánuðum til að kynna okkur þessi mál betur og hvernig þetta er hjá öðrum knattspyrnusamböndum og vonandi verður bara íslenska karla og kvennalandsliðið í FIFA 18. Ég finn að það er gríðarlegur áhugi.“Mögulega mistök að ræða ekki við íslenska spilaraHjörtur benti á að Ísland hefði á tímum þurft að gefa eilítið eftir til að laða túrista til landsins. Þegar þeir loksins létu sjá sig var hægt að fara að rukka þá meira. Var Geir þá spurður hvort ekki hefði verið hægt að taka þessu tilboði því um frábæra auglýsingu hefði verið að ræða fyrir íslenska knattspyrnu? „Það kann að vera, ég ætla ekki að útiloka það. Ég nálgaðist þetta viðskiptatækifæri eins og öll önnur með hagsmuni knattspyrnusambandsins í huga. Kannski hefði mátt líta til hagsmuna íslenskra spilara og kannski hefði verið gott að eiga eitthvað samtal við þá. Það kunna að hafa verið mistök, ég segi það eins og er. En ég fer bara fyrir hagsmunum knattspyrnusambands Íslands og það er það sem ég er með í huga.“Eru þetta kannski nýir tímar sem þú kannt ekki nógu vel inn á?„Það kunna að vera mistök og að eiga ekki samtal við íslenska spilara. Ísland er mjög vinsælt núna og sumir segja að það hefði verið svo frábær auglýsing að við hefðum nánast afhent þessum stóra risa okkar réttindi frítt. Ég næ ekki alveg formúlunni en það sem liðið okkar gerði á knattspyrnuvellinum sjálfum, það er feikileg auglýsing fyrir Ísland. Það er alvöru knattspyrna og þar erum við að spila en við verðum auðvitað að bera virðingu fyrir ýmsum hliðarafurðum og ég vil vera með í því en það þarf bara sanngjarna og heilsteypta samninga.“ KSÍ Leikjavísir Tengdar fréttir Ísland ekki með í FIFA 17 Því miður. 18. september 2016 14:02 KSÍ sagði nei takk við FIFA 17: Tilboð EA Sports nam um einni milljón króna „Þetta var mjög lág upphæð frá fyrirtæki sem græðir á tá og fingri er mér sagt.“ 20. september 2016 11:41 Sýður upp úr vegna ákvörðunar KSÍ: „Ekkert annað en ævintýralegt markaðsklúður“ KSÍ hafnaði einnar milljón krónu tilboði tölvuleikjarisans EA Sports. 20. september 2016 12:09 PES bauð hærra en EA Sports: „Það er ekkert verið að tala um neina tugi milljóna“ Íslenska landsliðið er í Pro Evolution Soccer en verður ekki í FIFA 17. 20. september 2016 14:45 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
„Ég nálgast þetta eins og viðskiptatækifæri og það getur vel verið að við höfum gert eitthvað klúður með markaðsnálgunina í þessu og útbreiðslu íslenskrar knattspyrnu,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, í Akraborginni á X-inu rétt í þessu þar sem Hjörtur Hjartarson ræddi við hann um ákvörðun Knattspyrnusambands Íslands að taka ekki tilboði EA Sports um að hafa íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu í FIFA 17. „Ég get hins vegar fullvissað alla um það að ég finn það að íslensk knattspyrna og hróður hennar hefur farið um víðan heim eftir þátttöku okkar á EM í sumar og ég held að þó að þetta hefði örugglega hjálpað okkur að kynna enn frekar íslenska landsliðið þá verður það að vera gert á réttum forsendum og í góðri sátt allra aðila. Þetta snýst ekki eingöngu um peninga, þetta snýst um að verja sín réttindi og fá eðlilega þóknun fyrir það sem við erum að láta af hendi,“ sagði Geir. „Þeir stilltu okkur upp við vegg“ Hann hefur greint frá því að EA Sports höfðu samband við KSÍ um mitt sumar, júlí/ágúst, eftir velgengni íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á EM í Frakklandi þar sem það náði í átta liða úrslit eftir frækinn sigur á Englendingum í sextán liða úrslitum. Móðurfélag EA Sports, Electronic Arts, hagnaðist á síðasta ári um 875 milljónir dollara, um hundrað milljarðar íslenskra króna, og er ávallt ofarlega á lista yfir stærstu tölvuleikjaframleiðendur heims. EA Sports buðu KSÍ að sögn Geirs á aðra milljón króna fyrir réttindin að íslenska liðinu. Geir sagði þá upphæð vera of lága og að KSÍ hafi á móti sent hugmyndir til EA Sports. „Ekki gagntilboð beint, heldur hugmyndir kannski um eitthvað sem væri tengt einhverjum árangri en þeir voru ekki til viðtals um það. Það náðust aldrei samningar. Við höfnuðum aldrei neinu og við höfum ekki hafnað þátttöku í einu né neinu, þeir hins vegar stilltu okkur upp við vegg og sögðu tíminn er að renna út, þið áttuð ekki að vera með en við erum að spá í að hafa ykkur með. Þannig að það var virtist ekkert vera gríðarlegur áhugi hinu megin frá,“ sagði Geir í Arkaborginni. Ræddi ekki við formenn annarra sambanda Hjörtur spurði Geir hvort hann hefði rætt þetta mál við formenn annarra knattspyrnusambanda. „Nei, ég ræddi það ekki sérstaklega. Þetta liggur ekki opinbert fyrir og og ég held að það hvíli leyndarhjúpur yfir þessum greiðslum, en ég hafði ekkert að fela og kom náttúrlega fram með það strax um hvaða upphæð er hér að ræða. En við verðum bara að fara mjög varlega með okkar réttindi og mér finnst það leitt að það bitni á íslenskum spilurum en það bitnar náttúrlega á spilurum úti um allan heim og við munum hafa nægan tíma á komandi mánuðum til að kynna okkur þessi mál betur og hvernig þetta er hjá öðrum knattspyrnusamböndum og vonandi verður bara íslenska karla og kvennalandsliðið í FIFA 18. Ég finn að það er gríðarlegur áhugi.“Mögulega mistök að ræða ekki við íslenska spilaraHjörtur benti á að Ísland hefði á tímum þurft að gefa eilítið eftir til að laða túrista til landsins. Þegar þeir loksins létu sjá sig var hægt að fara að rukka þá meira. Var Geir þá spurður hvort ekki hefði verið hægt að taka þessu tilboði því um frábæra auglýsingu hefði verið að ræða fyrir íslenska knattspyrnu? „Það kann að vera, ég ætla ekki að útiloka það. Ég nálgaðist þetta viðskiptatækifæri eins og öll önnur með hagsmuni knattspyrnusambandsins í huga. Kannski hefði mátt líta til hagsmuna íslenskra spilara og kannski hefði verið gott að eiga eitthvað samtal við þá. Það kunna að hafa verið mistök, ég segi það eins og er. En ég fer bara fyrir hagsmunum knattspyrnusambands Íslands og það er það sem ég er með í huga.“Eru þetta kannski nýir tímar sem þú kannt ekki nógu vel inn á?„Það kunna að vera mistök og að eiga ekki samtal við íslenska spilara. Ísland er mjög vinsælt núna og sumir segja að það hefði verið svo frábær auglýsing að við hefðum nánast afhent þessum stóra risa okkar réttindi frítt. Ég næ ekki alveg formúlunni en það sem liðið okkar gerði á knattspyrnuvellinum sjálfum, það er feikileg auglýsing fyrir Ísland. Það er alvöru knattspyrna og þar erum við að spila en við verðum auðvitað að bera virðingu fyrir ýmsum hliðarafurðum og ég vil vera með í því en það þarf bara sanngjarna og heilsteypta samninga.“
KSÍ Leikjavísir Tengdar fréttir Ísland ekki með í FIFA 17 Því miður. 18. september 2016 14:02 KSÍ sagði nei takk við FIFA 17: Tilboð EA Sports nam um einni milljón króna „Þetta var mjög lág upphæð frá fyrirtæki sem græðir á tá og fingri er mér sagt.“ 20. september 2016 11:41 Sýður upp úr vegna ákvörðunar KSÍ: „Ekkert annað en ævintýralegt markaðsklúður“ KSÍ hafnaði einnar milljón krónu tilboði tölvuleikjarisans EA Sports. 20. september 2016 12:09 PES bauð hærra en EA Sports: „Það er ekkert verið að tala um neina tugi milljóna“ Íslenska landsliðið er í Pro Evolution Soccer en verður ekki í FIFA 17. 20. september 2016 14:45 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
KSÍ sagði nei takk við FIFA 17: Tilboð EA Sports nam um einni milljón króna „Þetta var mjög lág upphæð frá fyrirtæki sem græðir á tá og fingri er mér sagt.“ 20. september 2016 11:41
Sýður upp úr vegna ákvörðunar KSÍ: „Ekkert annað en ævintýralegt markaðsklúður“ KSÍ hafnaði einnar milljón krónu tilboði tölvuleikjarisans EA Sports. 20. september 2016 12:09
PES bauð hærra en EA Sports: „Það er ekkert verið að tala um neina tugi milljóna“ Íslenska landsliðið er í Pro Evolution Soccer en verður ekki í FIFA 17. 20. september 2016 14:45