Angelina Jolie sækir um skilnað frá Brad Pitt Stefán Árni Pálsson skrifar 20. september 2016 14:48 Hjónin á Óskarnum á sínum tíma. vísir/getty Leikkonan Angelina Jolie hefur sótt um skilnað en hún er gift leikaranum Brad Pitt og hafa þau verið saman síðan árið 2004. Þetta kemur fram í slúðurmiðlinum TMZ en þar segir að ástæðan sé mismunandi sjónarmið parsins á barnauppeldi. Jolie mun hafa sótt formlega um skilnaðinn í gær og fer hún fram á forræði yfir börnunum þeirra sex. Ef Jolie fær fullt forræði mun hún leyfa Pitt að heimsækja börnin en hún er ekki reiðubúin að vera með sameiginlegt forræði með leikaranum. Hún segir í skilnaðarpappírunum að þau hafi skilið þann 15. september. Þau giftu sig í ágúst 2014 og er með sanni hægt að segja að þetta sé eitt allra frægasta par heims í dag. Brad Pitt er 52 ára en Angelina Jolie er 41 árs. Allir helstu miðlarnir um heim allan eru að greina frá málinu og staðfesti virtur blaðamaður CNN fréttirnar á Twitter fyrir stundu. Heimildarmaður CNN hefur staðfest fréttirnir.CNN CONFIRMS: Angelina Jolie has filed for divorce from husband of two years Brad Pitt, a source familiar with the filing. -@BrianStelter— Vaughn Sterling (@vplus) September 20, 2016 Yfirvofandi skilnaður Brads og Angelinu hefur verið vinsælt umfjöllunarefni fjölmiðla síðustu ár. Í júní sló slúðurblaðið Star því upp að Selena Gomez hefði komið upp á milli þeirra. Nú fyrr í vikunni birti In Touch forsíðu með fréttinni. Nú virðist þetta vera orðið að staðreynd að Jolie hafi sótt um skilnað.Samkvæmt skilnaðarskjölunum fer Angelina Jolie ekki fram á neina framfærslu. Þau felldu hugi saman þegar þau léku saman í kvikmyndinni Mr. and Mrs. Smith árið 2004. Þau giftu sig við leynilega athöfn árið 2014 á landareign sinni í Frakklandi, Chateau Miraval. Pitt bað Angelinu tveimur árum áður en þá höfðu þau verið saman í fjölda ára. Pitt sagði að þau höfðu gengið í hjónaband vegna pressu frá börnunum þeirra. Jolie-Pitt börnin eru sex talsins og heita; Maddox Chivan (15 ára), Pax Thien (12 ára), Zahara Marley (11 ára), Shiloh Nouvel (10 ára) og tvíburarnir Knox Leon (8 ára) og Vivienne Marcheline (8 ára). Hér eru þau saman með börnunum sex við LAX flugvöllinn árið 2014.vísir/gettyFyrir ári síðan mættu þau í þáttinn Today og ræddu ítarlega um hjónabandið. Þau hafa verið tíðir gestir í fjölmiðlum síðastliðin áratug. Brad Pitt var áður með Gwyneth Paltrow og Jennifer Aniston og Angelina Jolie var áður í sambandi við þá Jonny Lee Miller og Billy Bob Thornton. Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Fleiri fréttir Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Sjá meira
Leikkonan Angelina Jolie hefur sótt um skilnað en hún er gift leikaranum Brad Pitt og hafa þau verið saman síðan árið 2004. Þetta kemur fram í slúðurmiðlinum TMZ en þar segir að ástæðan sé mismunandi sjónarmið parsins á barnauppeldi. Jolie mun hafa sótt formlega um skilnaðinn í gær og fer hún fram á forræði yfir börnunum þeirra sex. Ef Jolie fær fullt forræði mun hún leyfa Pitt að heimsækja börnin en hún er ekki reiðubúin að vera með sameiginlegt forræði með leikaranum. Hún segir í skilnaðarpappírunum að þau hafi skilið þann 15. september. Þau giftu sig í ágúst 2014 og er með sanni hægt að segja að þetta sé eitt allra frægasta par heims í dag. Brad Pitt er 52 ára en Angelina Jolie er 41 árs. Allir helstu miðlarnir um heim allan eru að greina frá málinu og staðfesti virtur blaðamaður CNN fréttirnar á Twitter fyrir stundu. Heimildarmaður CNN hefur staðfest fréttirnir.CNN CONFIRMS: Angelina Jolie has filed for divorce from husband of two years Brad Pitt, a source familiar with the filing. -@BrianStelter— Vaughn Sterling (@vplus) September 20, 2016 Yfirvofandi skilnaður Brads og Angelinu hefur verið vinsælt umfjöllunarefni fjölmiðla síðustu ár. Í júní sló slúðurblaðið Star því upp að Selena Gomez hefði komið upp á milli þeirra. Nú fyrr í vikunni birti In Touch forsíðu með fréttinni. Nú virðist þetta vera orðið að staðreynd að Jolie hafi sótt um skilnað.Samkvæmt skilnaðarskjölunum fer Angelina Jolie ekki fram á neina framfærslu. Þau felldu hugi saman þegar þau léku saman í kvikmyndinni Mr. and Mrs. Smith árið 2004. Þau giftu sig við leynilega athöfn árið 2014 á landareign sinni í Frakklandi, Chateau Miraval. Pitt bað Angelinu tveimur árum áður en þá höfðu þau verið saman í fjölda ára. Pitt sagði að þau höfðu gengið í hjónaband vegna pressu frá börnunum þeirra. Jolie-Pitt börnin eru sex talsins og heita; Maddox Chivan (15 ára), Pax Thien (12 ára), Zahara Marley (11 ára), Shiloh Nouvel (10 ára) og tvíburarnir Knox Leon (8 ára) og Vivienne Marcheline (8 ára). Hér eru þau saman með börnunum sex við LAX flugvöllinn árið 2014.vísir/gettyFyrir ári síðan mættu þau í þáttinn Today og ræddu ítarlega um hjónabandið. Þau hafa verið tíðir gestir í fjölmiðlum síðastliðin áratug. Brad Pitt var áður með Gwyneth Paltrow og Jennifer Aniston og Angelina Jolie var áður í sambandi við þá Jonny Lee Miller og Billy Bob Thornton.
Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Fleiri fréttir Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Sjá meira