Tyrkir tættir í sundur í Dalnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. október 2016 06:00 Strákarnir fagna fyrra markinu gegn Tyrkjum. vísir/andri marinó Ísland er enn taplaust og ásamt Króatíu á toppi síns riðils í undankeppni HM 2018. Þó svo að enn sé langur vegur fram undan að lokakeppninni bar leikur liðsins í 2-0 sigri á Tyrklandi í gær með sér að strákarnir eru síst búnir að fá nóg eftir ævintýri sumarsins í Frakklandi og ætla sér beinustu leið til Rússlands. Aðaláhyggjuefni margra fyrir leikinn í gær var fjarvera fyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar, sem var í banni, og tilheyrandi tilfærslur innan liðsins. En þær áhyggjur reyndust ástæðulausar – Birkir Bjarnason leysti miðjuhlutverkið með miklum sóma og Theódór Elmar Bjarnason kom inn á kantinn af miklum krafti. Raunar áttu allir leikmenn Íslands góðan dag.Færin á færibandi Íslenska liðið spilaði af miklum krafti frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Einbeitingarleysið sem mátti sjá á liðinu í leiknum gegn Finnlandi á fimmtudag var hvergi að sjá í þetta skiptið. Tyrkir fengu lítinn sem engan tíma á boltann, náðu ekki að skapa sér færi á löngum köflum á meðan íslenska liðið var yfirvegunin uppmáluð og náði margsinnis að byggja upp fallegar sóknir. Færin komu hvert á eftir öðru og með réttu hefði Ísland átt að vera komið 2-0 yfir eftir stundarfjórðung. Kári Árnason og Alfreð Finnbogason nýttu ekki góð færi en það var það eina sem vantaði upp á magnaða frammistöðu framan af leik. Ísland var einfaldlega með yfirhöndina, hvert sem var litið á vellinum.Elja og dugnaður upp á tíu Þó svo að fyrra mark Íslands hafi verið sjálfsmark var uppspil íslenska liðsins, með þá Gylfa Þór og Jóhann Berg í fararbroddi, stórglæsilegt og verðskuldaði mark. Stuttu síðar kom Alfreð Íslandi í 2-0 forystu eftir ótrúlega stoðsendingu Kára Árnasonar, sem skallaði boltann af eigin vallarhelmingi inn fyrir varnarlínu Tyrkja. Síðari hálfleikur var ekki jafn opinn, þó svo að Alfreð hafi klúðrað dauðafæri snemma í honum, en Tyrkir komust aldrei nálægt því að ógna forystu Íslands. Eljan og dugnaðurinn hjá strákunum okkar var upp á tíu og þeir sáu til þess að Ísland hélt í fyrsta sinn marki sínu hreinu í mótsleik síðan að Íslendingar tryggðu sér sætið á EM með markalausu jafntefli við Kasakstan.Ísland óttast engan Næsti leikur Íslands í riðlinum verður sennilega sá erfiðasti, gegn Króatíu ytra. En strákarnir sendu sterk skilaboð með frammistöðunni í gær og með réttu ættu þeir ekki að óttast neitt lið. Slík eru gæðin í íslenska liðinu. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Ísland er enn taplaust og ásamt Króatíu á toppi síns riðils í undankeppni HM 2018. Þó svo að enn sé langur vegur fram undan að lokakeppninni bar leikur liðsins í 2-0 sigri á Tyrklandi í gær með sér að strákarnir eru síst búnir að fá nóg eftir ævintýri sumarsins í Frakklandi og ætla sér beinustu leið til Rússlands. Aðaláhyggjuefni margra fyrir leikinn í gær var fjarvera fyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar, sem var í banni, og tilheyrandi tilfærslur innan liðsins. En þær áhyggjur reyndust ástæðulausar – Birkir Bjarnason leysti miðjuhlutverkið með miklum sóma og Theódór Elmar Bjarnason kom inn á kantinn af miklum krafti. Raunar áttu allir leikmenn Íslands góðan dag.Færin á færibandi Íslenska liðið spilaði af miklum krafti frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Einbeitingarleysið sem mátti sjá á liðinu í leiknum gegn Finnlandi á fimmtudag var hvergi að sjá í þetta skiptið. Tyrkir fengu lítinn sem engan tíma á boltann, náðu ekki að skapa sér færi á löngum köflum á meðan íslenska liðið var yfirvegunin uppmáluð og náði margsinnis að byggja upp fallegar sóknir. Færin komu hvert á eftir öðru og með réttu hefði Ísland átt að vera komið 2-0 yfir eftir stundarfjórðung. Kári Árnason og Alfreð Finnbogason nýttu ekki góð færi en það var það eina sem vantaði upp á magnaða frammistöðu framan af leik. Ísland var einfaldlega með yfirhöndina, hvert sem var litið á vellinum.Elja og dugnaður upp á tíu Þó svo að fyrra mark Íslands hafi verið sjálfsmark var uppspil íslenska liðsins, með þá Gylfa Þór og Jóhann Berg í fararbroddi, stórglæsilegt og verðskuldaði mark. Stuttu síðar kom Alfreð Íslandi í 2-0 forystu eftir ótrúlega stoðsendingu Kára Árnasonar, sem skallaði boltann af eigin vallarhelmingi inn fyrir varnarlínu Tyrkja. Síðari hálfleikur var ekki jafn opinn, þó svo að Alfreð hafi klúðrað dauðafæri snemma í honum, en Tyrkir komust aldrei nálægt því að ógna forystu Íslands. Eljan og dugnaðurinn hjá strákunum okkar var upp á tíu og þeir sáu til þess að Ísland hélt í fyrsta sinn marki sínu hreinu í mótsleik síðan að Íslendingar tryggðu sér sætið á EM með markalausu jafntefli við Kasakstan.Ísland óttast engan Næsti leikur Íslands í riðlinum verður sennilega sá erfiðasti, gegn Króatíu ytra. En strákarnir sendu sterk skilaboð með frammistöðunni í gær og með réttu ættu þeir ekki að óttast neitt lið. Slík eru gæðin í íslenska liðinu.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira