Jóhann Berg: Erum ekkert saddir þótt við höfum farið á EM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. október 2016 21:00 Jóhann Berg lék einn sinn besta landsleik í kvöld. vísir/andri marinó Jóhann Berg Guðmundsson átti skínandi góðan leik þegar Ísland lagði Tyrkland að velli með tveimur mörkum gegn engu í kvöld. Ísland er nú komið með sjö stig í I-riðli undankeppni HM 2018. „Það er gríðarlega mikilvægt að taka sex stig í þessum tveimur heimaleikjum. Við erum nokkuð góðir á heimavelli og höfum ekki tapað í 13 leikjum hér,“ sagði Jóhann Berg í samtali við Vísi eftir leik. Íslenska liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og hefði getað skorað tvö mörk á fyrstu fimm mínútum leiksins. „Við vissum að ef við myndum vinna baráttuna myndum við vinna þennan leik. Við hefðum átt að skora fleiri mörk í fyrri hálfleik og gjörsamlega klára þetta. Þeir sköpuðu sér ekki mörg færi og mér fannst við vera með þetta allan tímann,“ sagði Jóhann Berg sem kvaðst nokkuð sáttur með eigin frammistöðu í leiknum. „Ætli ég hafi ekki verið ágætur í dag. Hver einn og einasti maður í liðinu átti frábæran leik og það er það sem þarf í liði eins og okkar.“ Jóhann Berg og félagar fara ekki leynt með hvert markmið þeirra er: að komast til Rússlands þar sem HM fer fram eftir tvö ár. „Okkar markmið er að komast á HM, hvernig svo sem við gerum það. Við erum ekkert saddir þótt við höfum farið á EM eins og ég held að allir sjái. Við viljum meira og þannig er metnaðurinn í þessum hópi. Það hlýtur að vera draumur allra leikmanna að fara á HM,“ sagði Jóhann Berg. „Við höfum sýnt að við eigum séns í hvern sem er. Við sýndum það á EM og í þessari undankeppni. Við erum óhræddir.“ Kantmaðurinn öflugi átti sem fyrr sagði frábæran leik. En hefði hann viljað fullkomna frammistöðuna með marki? „Jú, það hefði verið gaman. Ég man ekki hvenær ég skoraði síðast með landsliðinu. En mér er alveg sama svo framarlega sem við vinnum leiki,“ sagði Jóhann Berg að lokum. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Króatía marði Finnland | Sjáðu mörkin Króatía marði Finnlandi í Finnlandi 1-0 í riðli Íslands í undankeppni Heimsmeistarmótsins í fótbolta í Rússlandi 2018. 9. október 2016 17:45 Úkraína lagði Kósóvó | Sjáðu mörkin Úkraína lagði Kósóvó 3-0 í riðli Íslands í undankeppni Heimsmeistarakeppninnar í fótbolta í Rússlandi 2018. 9. október 2016 17:45 Myndasyrpa frá dásámlegum fyrri hálfleik í Laugardalnum Nú er nýhafinn seinni hálfleikur í leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018. 9. október 2016 19:54 Hugulsamir leikmenn Tyrkja | Pössuðu að krökkunum yrði ekki kalt Leikur Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018 er nýhafinn. 9. október 2016 18:53 Einkunnir Íslands gegn Tyrklandi: Kári bestur Ísland er komið með sjö stig í I-riðli undankeppni HM 2018 eftir öruggan 2-0 sigur á Tyrklandi á Laugardalsvellinum í kvöld. 9. október 2016 20:37 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson átti skínandi góðan leik þegar Ísland lagði Tyrkland að velli með tveimur mörkum gegn engu í kvöld. Ísland er nú komið með sjö stig í I-riðli undankeppni HM 2018. „Það er gríðarlega mikilvægt að taka sex stig í þessum tveimur heimaleikjum. Við erum nokkuð góðir á heimavelli og höfum ekki tapað í 13 leikjum hér,“ sagði Jóhann Berg í samtali við Vísi eftir leik. Íslenska liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og hefði getað skorað tvö mörk á fyrstu fimm mínútum leiksins. „Við vissum að ef við myndum vinna baráttuna myndum við vinna þennan leik. Við hefðum átt að skora fleiri mörk í fyrri hálfleik og gjörsamlega klára þetta. Þeir sköpuðu sér ekki mörg færi og mér fannst við vera með þetta allan tímann,“ sagði Jóhann Berg sem kvaðst nokkuð sáttur með eigin frammistöðu í leiknum. „Ætli ég hafi ekki verið ágætur í dag. Hver einn og einasti maður í liðinu átti frábæran leik og það er það sem þarf í liði eins og okkar.“ Jóhann Berg og félagar fara ekki leynt með hvert markmið þeirra er: að komast til Rússlands þar sem HM fer fram eftir tvö ár. „Okkar markmið er að komast á HM, hvernig svo sem við gerum það. Við erum ekkert saddir þótt við höfum farið á EM eins og ég held að allir sjái. Við viljum meira og þannig er metnaðurinn í þessum hópi. Það hlýtur að vera draumur allra leikmanna að fara á HM,“ sagði Jóhann Berg. „Við höfum sýnt að við eigum séns í hvern sem er. Við sýndum það á EM og í þessari undankeppni. Við erum óhræddir.“ Kantmaðurinn öflugi átti sem fyrr sagði frábæran leik. En hefði hann viljað fullkomna frammistöðuna með marki? „Jú, það hefði verið gaman. Ég man ekki hvenær ég skoraði síðast með landsliðinu. En mér er alveg sama svo framarlega sem við vinnum leiki,“ sagði Jóhann Berg að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Króatía marði Finnland | Sjáðu mörkin Króatía marði Finnlandi í Finnlandi 1-0 í riðli Íslands í undankeppni Heimsmeistarmótsins í fótbolta í Rússlandi 2018. 9. október 2016 17:45 Úkraína lagði Kósóvó | Sjáðu mörkin Úkraína lagði Kósóvó 3-0 í riðli Íslands í undankeppni Heimsmeistarakeppninnar í fótbolta í Rússlandi 2018. 9. október 2016 17:45 Myndasyrpa frá dásámlegum fyrri hálfleik í Laugardalnum Nú er nýhafinn seinni hálfleikur í leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018. 9. október 2016 19:54 Hugulsamir leikmenn Tyrkja | Pössuðu að krökkunum yrði ekki kalt Leikur Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018 er nýhafinn. 9. október 2016 18:53 Einkunnir Íslands gegn Tyrklandi: Kári bestur Ísland er komið með sjö stig í I-riðli undankeppni HM 2018 eftir öruggan 2-0 sigur á Tyrklandi á Laugardalsvellinum í kvöld. 9. október 2016 20:37 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjá meira
Króatía marði Finnland | Sjáðu mörkin Króatía marði Finnlandi í Finnlandi 1-0 í riðli Íslands í undankeppni Heimsmeistarmótsins í fótbolta í Rússlandi 2018. 9. október 2016 17:45
Úkraína lagði Kósóvó | Sjáðu mörkin Úkraína lagði Kósóvó 3-0 í riðli Íslands í undankeppni Heimsmeistarakeppninnar í fótbolta í Rússlandi 2018. 9. október 2016 17:45
Myndasyrpa frá dásámlegum fyrri hálfleik í Laugardalnum Nú er nýhafinn seinni hálfleikur í leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018. 9. október 2016 19:54
Hugulsamir leikmenn Tyrkja | Pössuðu að krökkunum yrði ekki kalt Leikur Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018 er nýhafinn. 9. október 2016 18:53
Einkunnir Íslands gegn Tyrklandi: Kári bestur Ísland er komið með sjö stig í I-riðli undankeppni HM 2018 eftir öruggan 2-0 sigur á Tyrklandi á Laugardalsvellinum í kvöld. 9. október 2016 20:37