Einkunnir Íslands gegn Tyrklandi: Kári bestur 9. október 2016 20:37 Kári Árnason var frábær í íslensku vörninni. vísir/ernir Ísland er komið með sjö stig í I-riðli undankeppni HM 2018 eftir öruggan 2-0 sigur á Tyrklandi á Laugardalsvellinum í kvöld. Íslenska liðið var miklu sterkari aðilinn í leiknum og sigurinn var sanngjarn. Ísland komst yfir á 42. mínútu þegar Theodór Elmar Bjarnason skaut boltanum í Ömer Toprak og inn. Tveimur mínútum síðar skoraði Alfreð Finnbogason með góðu skoti eftir skalla Kára Árnasonar inn fyrir tyrknesku vörnina. Kári stóð upp úr í góðu íslensku liði að mati Fréttablaðsins og Vísis. Einkunnagjöfina má sjá hér að neðan.Einkunnir Íslands gegn Tyrklandi: Byrjunarlið: Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6Öruggur í úthlaupum og öllum sínum aðgerðum. Vörnin virðist afslappaðri með Hannes fyrir aftan sig. Reyndi ekki mikið á hann í kvöld. Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 7Stóð vaktina vel í vörninni og var góður í sóknarleik íslenska liðsins, sérstaklega í fyrri hálfleik. Miklu betri frammistaða en gegn Finnum. Kári Árnason, miðvörður 9 - Maður leiksinsSýndi enn og aftur frábæran leik í íslensku landsliðstreyjunni. Frábær í vörn, stórhættulegur í loftinu og kemur sér í færi í hverjum leik. Átti frábæra stoðsendingu þegar Ísland komst í 2-0. Búinn að koma með beinum hætti að þremur mörkum í undankeppninni. Ragnar Sigurðsson, miðvörður 8Öruggur að vanda í vörn íslenska liðsins. Allar staðsetningar mjög góðar og tímasetti öll sín hlaup mjög vel. Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 7Óx ásmegin eftir því sem leið á leikinn og fór líka betur með boltann. Flottur leikur hjá bakverðinum. Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 9Frábær í fyrri hálfleik og var líklega enn betri í síðari hálfleik. Frábærar sendingar og afar duglegur í varnarvinnunni. Líklega einn hans allra besti landsleikur á ferlinum. Birkir Bjarnason, miðjumaður 8Leysti Aron Einar af með sóma, var duglegur og harður í horn að taka. Var óheppinn að fá gult spjald í fyrri hálfleik. Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 9Stórkostleg frammistaða eins og svo oft áður. Frábær í pressu og leiddi hana oft á tíðum, vann ófáa bolta, meiriháttar í bæði vörn og sókn. Enn einn stórleikurinn hjá Gylfa. Theódór Elmar Bjarnason, vinstri kantmaður 8Gerði hlutina einfalt og var í góðum takti við leikinn. Átti stóran þátt í fyrra markinu sem var skráð sem sjálfsmark. Frábært að eiga mann sem kemur inn af jafnmiklum krafti og Elmar. Jón Daði Böðvarsson, framherji 7Duglegur að vanda. En kom sér ekki í mörg færi og það kom heldur lítið úr hans leik. Alfreð Finnbogason, framherji 8Fór fremur illa með tvö góð færi í fyrri hálfleik áður en hann afgreiddi glæsilega markið sem kom Íslandi í 2-0 forystu. Afar duglegur en hefði getað bætt við marki úr dauðafæri í síðari hálfleik. Kominn með þrjú mörk í jafn mörgum leikjum í undankeppninni. Varamenn: Björn Bergmann Sigurðarson 6 - (Kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson á 62. mínútu)Var ekki mikið í boltanum eftir að hann kom inn á. Sinnti varnarvinnunni af samviskusemi. Viðar Örn Kjartansson 6 - (Kom inn á Alfreð Finnbogason á 68. mínútu)Sama og með Björn Bergmann. Hörður Björgvin Magnússon - (Kom inn á fyrir Theodór Elmar Bjarnason á 86. mínútu)Spilaði ekki nógu mikið til þess að fá einkunn. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Sjá meira
Ísland er komið með sjö stig í I-riðli undankeppni HM 2018 eftir öruggan 2-0 sigur á Tyrklandi á Laugardalsvellinum í kvöld. Íslenska liðið var miklu sterkari aðilinn í leiknum og sigurinn var sanngjarn. Ísland komst yfir á 42. mínútu þegar Theodór Elmar Bjarnason skaut boltanum í Ömer Toprak og inn. Tveimur mínútum síðar skoraði Alfreð Finnbogason með góðu skoti eftir skalla Kára Árnasonar inn fyrir tyrknesku vörnina. Kári stóð upp úr í góðu íslensku liði að mati Fréttablaðsins og Vísis. Einkunnagjöfina má sjá hér að neðan.Einkunnir Íslands gegn Tyrklandi: Byrjunarlið: Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6Öruggur í úthlaupum og öllum sínum aðgerðum. Vörnin virðist afslappaðri með Hannes fyrir aftan sig. Reyndi ekki mikið á hann í kvöld. Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 7Stóð vaktina vel í vörninni og var góður í sóknarleik íslenska liðsins, sérstaklega í fyrri hálfleik. Miklu betri frammistaða en gegn Finnum. Kári Árnason, miðvörður 9 - Maður leiksinsSýndi enn og aftur frábæran leik í íslensku landsliðstreyjunni. Frábær í vörn, stórhættulegur í loftinu og kemur sér í færi í hverjum leik. Átti frábæra stoðsendingu þegar Ísland komst í 2-0. Búinn að koma með beinum hætti að þremur mörkum í undankeppninni. Ragnar Sigurðsson, miðvörður 8Öruggur að vanda í vörn íslenska liðsins. Allar staðsetningar mjög góðar og tímasetti öll sín hlaup mjög vel. Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 7Óx ásmegin eftir því sem leið á leikinn og fór líka betur með boltann. Flottur leikur hjá bakverðinum. Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 9Frábær í fyrri hálfleik og var líklega enn betri í síðari hálfleik. Frábærar sendingar og afar duglegur í varnarvinnunni. Líklega einn hans allra besti landsleikur á ferlinum. Birkir Bjarnason, miðjumaður 8Leysti Aron Einar af með sóma, var duglegur og harður í horn að taka. Var óheppinn að fá gult spjald í fyrri hálfleik. Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 9Stórkostleg frammistaða eins og svo oft áður. Frábær í pressu og leiddi hana oft á tíðum, vann ófáa bolta, meiriháttar í bæði vörn og sókn. Enn einn stórleikurinn hjá Gylfa. Theódór Elmar Bjarnason, vinstri kantmaður 8Gerði hlutina einfalt og var í góðum takti við leikinn. Átti stóran þátt í fyrra markinu sem var skráð sem sjálfsmark. Frábært að eiga mann sem kemur inn af jafnmiklum krafti og Elmar. Jón Daði Böðvarsson, framherji 7Duglegur að vanda. En kom sér ekki í mörg færi og það kom heldur lítið úr hans leik. Alfreð Finnbogason, framherji 8Fór fremur illa með tvö góð færi í fyrri hálfleik áður en hann afgreiddi glæsilega markið sem kom Íslandi í 2-0 forystu. Afar duglegur en hefði getað bætt við marki úr dauðafæri í síðari hálfleik. Kominn með þrjú mörk í jafn mörgum leikjum í undankeppninni. Varamenn: Björn Bergmann Sigurðarson 6 - (Kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson á 62. mínútu)Var ekki mikið í boltanum eftir að hann kom inn á. Sinnti varnarvinnunni af samviskusemi. Viðar Örn Kjartansson 6 - (Kom inn á Alfreð Finnbogason á 68. mínútu)Sama og með Björn Bergmann. Hörður Björgvin Magnússon - (Kom inn á fyrir Theodór Elmar Bjarnason á 86. mínútu)Spilaði ekki nógu mikið til þess að fá einkunn.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti