Þetta gerðist þegar Tyrkir komu síðast í heimsókn | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. október 2016 15:36 Tvö ár og einn mánuður eru liðin frá því Ísland og Tyrkland mættust síðast á Laugardalsvellinum. Það var í fyrsta leiknum í undankeppni EM 2016 en íslensku strákarnir hófu ferðalagið ótrúlega á EM með 3-0 sigri á Tyrkjum. Íslenska liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og á 14. mínútu skallaði Jón Daði Böðvarsson boltann í slá tyrkneska marksins eftir fyrirgjöf Ara Freys Skúlasonar frá vinstri. Jón Daði var nokkuð óvænt í byrjunarliðinu og hann þakkaði traustið með sínu fyrsta landsliðsmarki á 18. mínútu. Selfyssingurinn skallaði þá hornspyrnu Gylfa Þórs Sigurðssonar í netið. „Það var frábær tilfinning að skora og það er ólýsanlegt að skora í sínum fyrsta keppnisleik,“ sagði Jón Daði í samtali við Vísi eftir leikinn sem var aðeins hans fjórði fyrir A-landsliðið.Jón Daði Böðvarsson horfir á eftir boltanum í markið.vísir/antonKolbeinn Sigþórsson og Birkir Bjarnason fengu tækifæri til að auka forskotið í fyrri hálfleik sem ekki nýttust. Ísland leiddi 1-0 í hálfleik og á 59. mínútu vænkaðist hagur íslenska liðsins enn frekar þegar Ömer Toprak fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir að handleika boltann. Kolbeinn fékk dauðafæri upp úr aukaspyrnunni en Onur Kivrak varði skalla hans af stuttu færi. Á 69. mínútu fékk Burak Yilmaz besta færi Tyrkja en skaut yfir. Annað markið leit svo dagsins ljós á 75. mínútu þegar Gylfi Þór, besti maður vallarins, skoraði með góðu skoti frá vítateigsboganum. Aðeins tveimur mínútum síðar negldi Kolbeinn síðasta naglann í kistu Tyrkjanna þegar hann skoraði með góðu skoti hægra megin í teignum eftir frábæra sendingu Ara Freys. „Þeir virtust ekki vera með neit plan b og breyttu ekkert leikskipulaginu sínu, þó það sé kjánalegt að segja það. Þetta var frekar þægilegur leikur fyrir okkur, þó það sé fáránlegt að segja þetta. Við þurftum ekkert að breyta okkar skipulagi,“ sagði Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, á blaðamannafundi eftir sigurinn sem gaf íslenska liðinu byr undir báða vængi fyrir framhaldið í undankeppninni.Ari Freyr Skúlason og Kolbeinn Sigþórsson áttu heiðurinn að þriðja markinu.vísir/antonÍsland og Tyrkland mætast í kvöld í undankeppni HM 2018. Íslendingar eru með fjögur stig í I-riðli og geta með sigri komið sér í góða stöðu fyrir framhaldið. Leikurinn í kvöld er sá tíundi milli Íslands og Tyrklands. Íslendingar hafa yfirhöndina í innbyrðis viðureignum liðanna, hafa unnið fimm leiki, gert tvö jafntefli og aðeins tapað tveimur leikjum. Tyrkir hafa aðeins náð í eitt stig í fimm heimsóknum sínum á Laugardalsvöllinn. Fyrir utan leikinn fyrir tveimur árum er frægasti leikur Íslendinga og Tyrkja sennilega vináttulandsleikur 17. júlí 1991 þar sem Arnór Guðjohnsen skoraði fjögur mörk í 5-1 sigri Íslands.Arnór Guðjohnsen skoraði fernu í sigri Íslands á Tyrklandi fyrir 25 árum.vísir/brynjar gautiLeikir Íslands og Tyrklands: Tyrkland 1-3 Ísland, 24. september 1980Janus Guðlaugsson, Albert Guðmundsson, Teitur Þórðarson Ísland 2-0 Tyrkland, 9. september 1981 Lárus Guðmundsson, Atli EðvaldssonTyrkland 1-1 Ísland, 12. október 1988 Guðmundur TorfasonÍsland 2-1 Tyrkland, 20. september 1989 Pétur Pétursson 2Ísland 5-1 Tyrkland, 17. júlí 1991 Arnór Guðjohnsen 4, Sigurður GrétarssonTyrkland 5-0 Ísland, 12. október 1994Ísland 0-0 Tyrkland, 10. október 1995Ísland 3-0 Tyrkland, 9. september 2014 Jón Daði Böðvarsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Kolbeinn SigþórssonTyrkland 1-0 Ísland, 13. október 2015 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind með tvö á Króknum Íslenski boltinn Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Djurgården | Formsatriði fyrir bláklædda Í beinni: Fiorentina - Real Betis | Félagar Alberts í úrslit þriðja árið í röð? Í beinni: Manchester United - Athletic Bilbao | Fara Djöflarnir í úrslit? Í beinni: Bodö/Glimt - Tottenham | Tekst Norsurunum hið ómögulega? Leik lokið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind með tvö á Króknum Í beinni: FHL - Þór/KA | Hallarliðin mætast Í beinni: Valur - Þróttur | Katie gegn liðinu sem kaus að sleppa henni Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Sjá meira
Tvö ár og einn mánuður eru liðin frá því Ísland og Tyrkland mættust síðast á Laugardalsvellinum. Það var í fyrsta leiknum í undankeppni EM 2016 en íslensku strákarnir hófu ferðalagið ótrúlega á EM með 3-0 sigri á Tyrkjum. Íslenska liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og á 14. mínútu skallaði Jón Daði Böðvarsson boltann í slá tyrkneska marksins eftir fyrirgjöf Ara Freys Skúlasonar frá vinstri. Jón Daði var nokkuð óvænt í byrjunarliðinu og hann þakkaði traustið með sínu fyrsta landsliðsmarki á 18. mínútu. Selfyssingurinn skallaði þá hornspyrnu Gylfa Þórs Sigurðssonar í netið. „Það var frábær tilfinning að skora og það er ólýsanlegt að skora í sínum fyrsta keppnisleik,“ sagði Jón Daði í samtali við Vísi eftir leikinn sem var aðeins hans fjórði fyrir A-landsliðið.Jón Daði Böðvarsson horfir á eftir boltanum í markið.vísir/antonKolbeinn Sigþórsson og Birkir Bjarnason fengu tækifæri til að auka forskotið í fyrri hálfleik sem ekki nýttust. Ísland leiddi 1-0 í hálfleik og á 59. mínútu vænkaðist hagur íslenska liðsins enn frekar þegar Ömer Toprak fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir að handleika boltann. Kolbeinn fékk dauðafæri upp úr aukaspyrnunni en Onur Kivrak varði skalla hans af stuttu færi. Á 69. mínútu fékk Burak Yilmaz besta færi Tyrkja en skaut yfir. Annað markið leit svo dagsins ljós á 75. mínútu þegar Gylfi Þór, besti maður vallarins, skoraði með góðu skoti frá vítateigsboganum. Aðeins tveimur mínútum síðar negldi Kolbeinn síðasta naglann í kistu Tyrkjanna þegar hann skoraði með góðu skoti hægra megin í teignum eftir frábæra sendingu Ara Freys. „Þeir virtust ekki vera með neit plan b og breyttu ekkert leikskipulaginu sínu, þó það sé kjánalegt að segja það. Þetta var frekar þægilegur leikur fyrir okkur, þó það sé fáránlegt að segja þetta. Við þurftum ekkert að breyta okkar skipulagi,“ sagði Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, á blaðamannafundi eftir sigurinn sem gaf íslenska liðinu byr undir báða vængi fyrir framhaldið í undankeppninni.Ari Freyr Skúlason og Kolbeinn Sigþórsson áttu heiðurinn að þriðja markinu.vísir/antonÍsland og Tyrkland mætast í kvöld í undankeppni HM 2018. Íslendingar eru með fjögur stig í I-riðli og geta með sigri komið sér í góða stöðu fyrir framhaldið. Leikurinn í kvöld er sá tíundi milli Íslands og Tyrklands. Íslendingar hafa yfirhöndina í innbyrðis viðureignum liðanna, hafa unnið fimm leiki, gert tvö jafntefli og aðeins tapað tveimur leikjum. Tyrkir hafa aðeins náð í eitt stig í fimm heimsóknum sínum á Laugardalsvöllinn. Fyrir utan leikinn fyrir tveimur árum er frægasti leikur Íslendinga og Tyrkja sennilega vináttulandsleikur 17. júlí 1991 þar sem Arnór Guðjohnsen skoraði fjögur mörk í 5-1 sigri Íslands.Arnór Guðjohnsen skoraði fernu í sigri Íslands á Tyrklandi fyrir 25 árum.vísir/brynjar gautiLeikir Íslands og Tyrklands: Tyrkland 1-3 Ísland, 24. september 1980Janus Guðlaugsson, Albert Guðmundsson, Teitur Þórðarson Ísland 2-0 Tyrkland, 9. september 1981 Lárus Guðmundsson, Atli EðvaldssonTyrkland 1-1 Ísland, 12. október 1988 Guðmundur TorfasonÍsland 2-1 Tyrkland, 20. september 1989 Pétur Pétursson 2Ísland 5-1 Tyrkland, 17. júlí 1991 Arnór Guðjohnsen 4, Sigurður GrétarssonTyrkland 5-0 Ísland, 12. október 1994Ísland 0-0 Tyrkland, 10. október 1995Ísland 3-0 Tyrkland, 9. september 2014 Jón Daði Böðvarsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Kolbeinn SigþórssonTyrkland 1-0 Ísland, 13. október 2015
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind með tvö á Króknum Íslenski boltinn Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Djurgården | Formsatriði fyrir bláklædda Í beinni: Fiorentina - Real Betis | Félagar Alberts í úrslit þriðja árið í röð? Í beinni: Manchester United - Athletic Bilbao | Fara Djöflarnir í úrslit? Í beinni: Bodö/Glimt - Tottenham | Tekst Norsurunum hið ómögulega? Leik lokið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind með tvö á Króknum Í beinni: FHL - Þór/KA | Hallarliðin mætast Í beinni: Valur - Þróttur | Katie gegn liðinu sem kaus að sleppa henni Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Sjá meira
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn