Dramatískur ítalskur sigur í Makedóníu | Úrslit kvöldins | Sjáðu mörkin Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 9. október 2016 20:30 Tveir síðustu leikir þriðju umferðar í D- og G-riðli undankeppni HM í fótbolta voru leiknir á sama tíma og Ísland lagði Tyrkland í kvöld. Í D-riðli vann Írland 3-1 sigur á Moldovíu á útivelli og Serbía lagði Austurríki 3-2 á heimavelli. Shane Long kom Írum yfir strax á annarri mínútu en Igor Bugaiov jafnaði metin á síðustu mínútu fyrri hálfleiks. James McClean kom Írlandi yfir á ný á 69. mínútu og sjö mínútum síðar skoraði hann aftur og tryggði Írum sigur. Írland er með sjö stig eftir þrjá leiki en Moldovía er án stiga. Aleksandar Mitrovic kom Serbum yfir gegn Austurríki eftir aðeins sex mínútna leik en það tók Marcel Sabitzer aðeins níu mínútur að jafna metin. Mitrovic kom Serbíu aftur yfir aðeins átta míntum síðar og var staðan 2-1 í hálfleik fyrir Serbíu. Marc Janko jafnaði fyrir Austurríki á 62. mínútu en tólf mínútum síðar kom Dusan Tadic Serbíu yfir í þriðja sinn. Serbía er með 7 stig á toppi riðilsins en Austurríki er með 4 stig í fjórða sæti. Í G-riðli lagði Spánn Albaníu 2-0 í Albaníu og Ítalía vann dramatískan sigur á Makedóníu 3-2 á útivelli. Diego Costa kom Spáni yfir á 10. mínútu seinni hálfleiks eftir skelfileg mistök markvarðar Albaníu. Átta mínútum síðar bætti Nolito öðru marki við. Í Makedóníu kom Andrea Belotti Ítalíu í 1-0 á 24. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Ilija Nestorovski jafnaði fyrir Makedóníu á 57. mínútu og tveimur mínútum síðar kom Ferhan Hasani heimamönnum yfir. Ciro Immobile jafnaði metin fyrir ítalíu þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum og á fyrstu mínútu uppbótartíma tryggði Immobile Ítalíu sigurinn. Spánn er í efsta sæti riðilsins með 7 stig líkt og Ítalía en með betri markatölu. Albanía sem vann tvo fyrstu leiki sína er með sex stig. Makedónía er án stiga. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira
Tveir síðustu leikir þriðju umferðar í D- og G-riðli undankeppni HM í fótbolta voru leiknir á sama tíma og Ísland lagði Tyrkland í kvöld. Í D-riðli vann Írland 3-1 sigur á Moldovíu á útivelli og Serbía lagði Austurríki 3-2 á heimavelli. Shane Long kom Írum yfir strax á annarri mínútu en Igor Bugaiov jafnaði metin á síðustu mínútu fyrri hálfleiks. James McClean kom Írlandi yfir á ný á 69. mínútu og sjö mínútum síðar skoraði hann aftur og tryggði Írum sigur. Írland er með sjö stig eftir þrjá leiki en Moldovía er án stiga. Aleksandar Mitrovic kom Serbum yfir gegn Austurríki eftir aðeins sex mínútna leik en það tók Marcel Sabitzer aðeins níu mínútur að jafna metin. Mitrovic kom Serbíu aftur yfir aðeins átta míntum síðar og var staðan 2-1 í hálfleik fyrir Serbíu. Marc Janko jafnaði fyrir Austurríki á 62. mínútu en tólf mínútum síðar kom Dusan Tadic Serbíu yfir í þriðja sinn. Serbía er með 7 stig á toppi riðilsins en Austurríki er með 4 stig í fjórða sæti. Í G-riðli lagði Spánn Albaníu 2-0 í Albaníu og Ítalía vann dramatískan sigur á Makedóníu 3-2 á útivelli. Diego Costa kom Spáni yfir á 10. mínútu seinni hálfleiks eftir skelfileg mistök markvarðar Albaníu. Átta mínútum síðar bætti Nolito öðru marki við. Í Makedóníu kom Andrea Belotti Ítalíu í 1-0 á 24. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Ilija Nestorovski jafnaði fyrir Makedóníu á 57. mínútu og tveimur mínútum síðar kom Ferhan Hasani heimamönnum yfir. Ciro Immobile jafnaði metin fyrir ítalíu þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum og á fyrstu mínútu uppbótartíma tryggði Immobile Ítalíu sigurinn. Spánn er í efsta sæti riðilsins með 7 stig líkt og Ítalía en með betri markatölu. Albanía sem vann tvo fyrstu leiki sína er með sex stig. Makedónía er án stiga.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira