Dramatískur ítalskur sigur í Makedóníu | Úrslit kvöldins | Sjáðu mörkin Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 9. október 2016 20:30 Tveir síðustu leikir þriðju umferðar í D- og G-riðli undankeppni HM í fótbolta voru leiknir á sama tíma og Ísland lagði Tyrkland í kvöld. Í D-riðli vann Írland 3-1 sigur á Moldovíu á útivelli og Serbía lagði Austurríki 3-2 á heimavelli. Shane Long kom Írum yfir strax á annarri mínútu en Igor Bugaiov jafnaði metin á síðustu mínútu fyrri hálfleiks. James McClean kom Írlandi yfir á ný á 69. mínútu og sjö mínútum síðar skoraði hann aftur og tryggði Írum sigur. Írland er með sjö stig eftir þrjá leiki en Moldovía er án stiga. Aleksandar Mitrovic kom Serbum yfir gegn Austurríki eftir aðeins sex mínútna leik en það tók Marcel Sabitzer aðeins níu mínútur að jafna metin. Mitrovic kom Serbíu aftur yfir aðeins átta míntum síðar og var staðan 2-1 í hálfleik fyrir Serbíu. Marc Janko jafnaði fyrir Austurríki á 62. mínútu en tólf mínútum síðar kom Dusan Tadic Serbíu yfir í þriðja sinn. Serbía er með 7 stig á toppi riðilsins en Austurríki er með 4 stig í fjórða sæti. Í G-riðli lagði Spánn Albaníu 2-0 í Albaníu og Ítalía vann dramatískan sigur á Makedóníu 3-2 á útivelli. Diego Costa kom Spáni yfir á 10. mínútu seinni hálfleiks eftir skelfileg mistök markvarðar Albaníu. Átta mínútum síðar bætti Nolito öðru marki við. Í Makedóníu kom Andrea Belotti Ítalíu í 1-0 á 24. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Ilija Nestorovski jafnaði fyrir Makedóníu á 57. mínútu og tveimur mínútum síðar kom Ferhan Hasani heimamönnum yfir. Ciro Immobile jafnaði metin fyrir ítalíu þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum og á fyrstu mínútu uppbótartíma tryggði Immobile Ítalíu sigurinn. Spánn er í efsta sæti riðilsins með 7 stig líkt og Ítalía en með betri markatölu. Albanía sem vann tvo fyrstu leiki sína er með sex stig. Makedónía er án stiga. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Tveir síðustu leikir þriðju umferðar í D- og G-riðli undankeppni HM í fótbolta voru leiknir á sama tíma og Ísland lagði Tyrkland í kvöld. Í D-riðli vann Írland 3-1 sigur á Moldovíu á útivelli og Serbía lagði Austurríki 3-2 á heimavelli. Shane Long kom Írum yfir strax á annarri mínútu en Igor Bugaiov jafnaði metin á síðustu mínútu fyrri hálfleiks. James McClean kom Írlandi yfir á ný á 69. mínútu og sjö mínútum síðar skoraði hann aftur og tryggði Írum sigur. Írland er með sjö stig eftir þrjá leiki en Moldovía er án stiga. Aleksandar Mitrovic kom Serbum yfir gegn Austurríki eftir aðeins sex mínútna leik en það tók Marcel Sabitzer aðeins níu mínútur að jafna metin. Mitrovic kom Serbíu aftur yfir aðeins átta míntum síðar og var staðan 2-1 í hálfleik fyrir Serbíu. Marc Janko jafnaði fyrir Austurríki á 62. mínútu en tólf mínútum síðar kom Dusan Tadic Serbíu yfir í þriðja sinn. Serbía er með 7 stig á toppi riðilsins en Austurríki er með 4 stig í fjórða sæti. Í G-riðli lagði Spánn Albaníu 2-0 í Albaníu og Ítalía vann dramatískan sigur á Makedóníu 3-2 á útivelli. Diego Costa kom Spáni yfir á 10. mínútu seinni hálfleiks eftir skelfileg mistök markvarðar Albaníu. Átta mínútum síðar bætti Nolito öðru marki við. Í Makedóníu kom Andrea Belotti Ítalíu í 1-0 á 24. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Ilija Nestorovski jafnaði fyrir Makedóníu á 57. mínútu og tveimur mínútum síðar kom Ferhan Hasani heimamönnum yfir. Ciro Immobile jafnaði metin fyrir ítalíu þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum og á fyrstu mínútu uppbótartíma tryggði Immobile Ítalíu sigurinn. Spánn er í efsta sæti riðilsins með 7 stig líkt og Ítalía en með betri markatölu. Albanía sem vann tvo fyrstu leiki sína er með sex stig. Makedónía er án stiga.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira