Landeigendur við Geysi segjast neyddir til sölu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. október 2016 07:00 Landeigendur innheimtu gjald af landinu á vormánuðum ársins 2014 en það var dæmt ólöglegt af Hæstarétti. vísir/pjetur Fjármálaráðherra og lögmaður Landeigendafélags Geysis ehf. undirrituðu í gær samning um kaup á öllum eignarhluta landeigendafélagsins innan girðingar á Geysissvæðinu. Svæðið allt er tæpir tuttugu hektarar að stærð. Innan þess svæðis átti ríkið rúmlega tveggja hektara land þar sem hverina Geysi, Strokk, Blesa og Óþerrisholu er að finna. Það sem eftir stóð var áður í sameign ríkisins og landeigenda.Hjörleifur B. Kvaran, lögmaður landeigendavísir/valli„Þetta hefur verið rúmlega tveggja áratuga þrautaganga þar sem skilningsleysi og vanhæfni stofnanaræðisins skein í gegn,“ segir Garðar Eiríksson, talsmaður Landeigendafélagsins. „Úr því þetta gekk ekki upp var alveg eins gott að íslenska þjóðin eignaðist landið og legði sitt skattfé í það.“ Deilt hefur verið um landið undanfarin ár. Árið 2014 hófu landeigendur að rukka aðgangsgjald á svæðið en lögbann var lagt við því. Hæstiréttur sagði í október í fyrra að gjaldtakan hefði verið ólögmæt. „Það eru skiptar skoðanir hjá landeigendum um söluna en við teljum að þarna sé verið að þjóðnýta einstaklingseigu til að þjónusta græðgi ferðaþjónustunnar,“ segir Garðar. Ríkið fer með umráð yfir landsvæðinu frá undirritun kaupsamningsins en kaupverð hefur enn ekki verið ákveðið. Dómkvaddir verða þrír matsmenn sem fá það hlutverk að meta verð landsins. Sætti annar hvor aðila sig ekki við niðurstöðu matsmanna verður hægt að skjóta málinu til þriggja manna úrskurðarnefndar. Hvor aðili tilnefnir einn mann í nefndina en oddamaður verður útnefndur af Héraðsdómi Reykjavíkur takist ekki að semja um hann. Niðurstöðu nefndarinnar verður hægt að skjóta til fimm manna áfrýjunarnefndar en niðurstaða hennar um málið verður endanleg. „Þetta var ill nauðsyn,“ segir Hjörleifur B. Kvaran, lögmaður Landeigendafélagsins. „Okkur hafði verið tilkynnt að ef við gengjum ekki að samkomulaginu, þá yrði landið tekið eignarnámi. Það var mat landeigenda að með þessu móti hefðu þeir betri aðkomu til að tryggja rétt sinn varðandi verðmæti landsins.“ Ekki náðist í Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra við vinnslu fréttarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Lítil náttúruvernd fólgin í því að láta traðka niður svona lítið svæði hömlulaust“ Talsmaður landeigendafélags Geysis, segir að lítið sé gert úr eignarétti einstaklinga miðað við eignarétt ríkisins.. 14. apríl 2014 11:07 Landeigendur á Geysi á móti náttúrupassa og innheimta gjald „Þeir hafa hreinlega sýnt okkur hlutleysi. Þetta er auðvitað í samræmi við stefnu stjórnvalda um að ferðamenn greiði fyrir afnot að þessum svæðum.“ 28. október 2013 13:25 Vísa í 120 ára dæmi um gjald við Geysi Heimild til að innheimta gjald fyrir aðgang að Geysissvæðinu finnst í skjölum frá 1894 að sögn landeigenda. Þeir hafna lögbannskröfu ríkisins á gjaldheimtu af ferðamönnum. Ríkið bauðst til að fjármagna tugmilljóna uppbyggingu á svæðinu. 12. mars 2014 15:48 Gjaldtaka á Geysissvæðinu hefst í dag "Ef menn eru með svona mikið offors í samskiptum við sameigendur sína, þá verður þetta mál að fara sína leið,“ segir Garðar Eiríksson, talsmaður Geysisfélagsins, um áform ríkisins að fara með lögbannsmálið fyrir dómstóla. 14. mars 2014 15:26 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Sjá meira
Fjármálaráðherra og lögmaður Landeigendafélags Geysis ehf. undirrituðu í gær samning um kaup á öllum eignarhluta landeigendafélagsins innan girðingar á Geysissvæðinu. Svæðið allt er tæpir tuttugu hektarar að stærð. Innan þess svæðis átti ríkið rúmlega tveggja hektara land þar sem hverina Geysi, Strokk, Blesa og Óþerrisholu er að finna. Það sem eftir stóð var áður í sameign ríkisins og landeigenda.Hjörleifur B. Kvaran, lögmaður landeigendavísir/valli„Þetta hefur verið rúmlega tveggja áratuga þrautaganga þar sem skilningsleysi og vanhæfni stofnanaræðisins skein í gegn,“ segir Garðar Eiríksson, talsmaður Landeigendafélagsins. „Úr því þetta gekk ekki upp var alveg eins gott að íslenska þjóðin eignaðist landið og legði sitt skattfé í það.“ Deilt hefur verið um landið undanfarin ár. Árið 2014 hófu landeigendur að rukka aðgangsgjald á svæðið en lögbann var lagt við því. Hæstiréttur sagði í október í fyrra að gjaldtakan hefði verið ólögmæt. „Það eru skiptar skoðanir hjá landeigendum um söluna en við teljum að þarna sé verið að þjóðnýta einstaklingseigu til að þjónusta græðgi ferðaþjónustunnar,“ segir Garðar. Ríkið fer með umráð yfir landsvæðinu frá undirritun kaupsamningsins en kaupverð hefur enn ekki verið ákveðið. Dómkvaddir verða þrír matsmenn sem fá það hlutverk að meta verð landsins. Sætti annar hvor aðila sig ekki við niðurstöðu matsmanna verður hægt að skjóta málinu til þriggja manna úrskurðarnefndar. Hvor aðili tilnefnir einn mann í nefndina en oddamaður verður útnefndur af Héraðsdómi Reykjavíkur takist ekki að semja um hann. Niðurstöðu nefndarinnar verður hægt að skjóta til fimm manna áfrýjunarnefndar en niðurstaða hennar um málið verður endanleg. „Þetta var ill nauðsyn,“ segir Hjörleifur B. Kvaran, lögmaður Landeigendafélagsins. „Okkur hafði verið tilkynnt að ef við gengjum ekki að samkomulaginu, þá yrði landið tekið eignarnámi. Það var mat landeigenda að með þessu móti hefðu þeir betri aðkomu til að tryggja rétt sinn varðandi verðmæti landsins.“ Ekki náðist í Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra við vinnslu fréttarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Lítil náttúruvernd fólgin í því að láta traðka niður svona lítið svæði hömlulaust“ Talsmaður landeigendafélags Geysis, segir að lítið sé gert úr eignarétti einstaklinga miðað við eignarétt ríkisins.. 14. apríl 2014 11:07 Landeigendur á Geysi á móti náttúrupassa og innheimta gjald „Þeir hafa hreinlega sýnt okkur hlutleysi. Þetta er auðvitað í samræmi við stefnu stjórnvalda um að ferðamenn greiði fyrir afnot að þessum svæðum.“ 28. október 2013 13:25 Vísa í 120 ára dæmi um gjald við Geysi Heimild til að innheimta gjald fyrir aðgang að Geysissvæðinu finnst í skjölum frá 1894 að sögn landeigenda. Þeir hafna lögbannskröfu ríkisins á gjaldheimtu af ferðamönnum. Ríkið bauðst til að fjármagna tugmilljóna uppbyggingu á svæðinu. 12. mars 2014 15:48 Gjaldtaka á Geysissvæðinu hefst í dag "Ef menn eru með svona mikið offors í samskiptum við sameigendur sína, þá verður þetta mál að fara sína leið,“ segir Garðar Eiríksson, talsmaður Geysisfélagsins, um áform ríkisins að fara með lögbannsmálið fyrir dómstóla. 14. mars 2014 15:26 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Sjá meira
„Lítil náttúruvernd fólgin í því að láta traðka niður svona lítið svæði hömlulaust“ Talsmaður landeigendafélags Geysis, segir að lítið sé gert úr eignarétti einstaklinga miðað við eignarétt ríkisins.. 14. apríl 2014 11:07
Landeigendur á Geysi á móti náttúrupassa og innheimta gjald „Þeir hafa hreinlega sýnt okkur hlutleysi. Þetta er auðvitað í samræmi við stefnu stjórnvalda um að ferðamenn greiði fyrir afnot að þessum svæðum.“ 28. október 2013 13:25
Vísa í 120 ára dæmi um gjald við Geysi Heimild til að innheimta gjald fyrir aðgang að Geysissvæðinu finnst í skjölum frá 1894 að sögn landeigenda. Þeir hafna lögbannskröfu ríkisins á gjaldheimtu af ferðamönnum. Ríkið bauðst til að fjármagna tugmilljóna uppbyggingu á svæðinu. 12. mars 2014 15:48
Gjaldtaka á Geysissvæðinu hefst í dag "Ef menn eru með svona mikið offors í samskiptum við sameigendur sína, þá verður þetta mál að fara sína leið,“ segir Garðar Eiríksson, talsmaður Geysisfélagsins, um áform ríkisins að fara með lögbannsmálið fyrir dómstóla. 14. mars 2014 15:26