Villandi skjáskot tekur ekki af vafa um hvort markið var löglegt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. október 2016 22:15 Skjáskotið sem gengur um á netinu og virðist sýna boltann vel fyrir innan línuna. Boltinn er þó í loftinu og engin leið að fullyrða að hann sé inni. Fjölmargir Íslendingar deila nú á Facebook og Twitter skjáskoti af sigurmarki Íslands í kvöld sannfærðir um að boltinn sé inni. Svo virðist sem boltinn liggi á grasinu vel fyrir innan línuna en þar með er ekki öll sagan sögð. Skjáskotið er nefnilega blekkjandi. Það er tekið úr myndbroti, úr sjónarhorni einnar myndavélar á Laugardalsvelli í kvöld, sem fer einnig sem eldur í sinu um samfélagsmiðla. Þar má glögglega sjá að þegar skjáskotið er tekið er boltinn í loftinu, ekki á grasinu. Vera má að boltinn sé kominn yfir línuna en engin leið er að fullyrða um það. Hafa verður í huga að allur boltinn verður að vera kominn yfir línuna. Myndin hér að neðan útskýrir það betur.Þjálfari Finna, Hans Backe, var afar ósáttur með dómara leiksins og taldi markið ólöglegt. Svo virtist sem hann hefði talið um rangstöðu að ræða í aðdragandanum, Ragnar hefði notað hendina og svo hefði Alfreð sparkað boltanum úr höndum markvarðar Finna. Norski dómarinn virðist hins vegar hafa dæmt markið þegar Ragnar setti boltann í átt að marki, hvort sem boltinn fór yfir línuna eða ekki. Líklega mun aldrei fást fullkomlega úr því skorið hvort mark Íslands var löglegt eða ekki. En eins og Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari komst að orði á blaðamannafundi í kvöld: „Mér er í rauninni alveg sama, hvort markið hafi verið löglegt og hvað Backe segir.“ Líklega taka flestir Íslendingar undir með Eyjapeyjanum.Uppfært klukkan 09:05Nýtt sjónarhorn virðist sýna að boltinn hafi aldrei allur farið yfir marklínuna. Sjá hér. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Lukas Hradecky: Fjárans skandall Lukas Hradecky markvörður finnska landsliðsins í fótbolta var allt annað en ánægður með sigurmark Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:37 Ragnar: Tek markið 100% á mig Ragnar Sigurðsson, varnarmaður Íslands, var himinlifandi með 3-2 sigurinn gegn Finnum í kvöld og segir að sigurmarkið hafi 100% verið hans. 6. október 2016 21:27 Heimir: Alveg sama hvort markið hafi verið ólöglegt eða hvað Backe segir "Þetta er ofboðslegur léttir,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari og hrósaði karakter sinna manna. 6. október 2016 21:30 Þjálfari Finna um sigurmark Íslendinga: „Þetta er hneyksli“ Hans Backe þjálfari finnska karlalandsliðsins í knattspyrnu var vægast sagt ósáttur við dómgæsluna í þriðja marki Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:09 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira
Fjölmargir Íslendingar deila nú á Facebook og Twitter skjáskoti af sigurmarki Íslands í kvöld sannfærðir um að boltinn sé inni. Svo virðist sem boltinn liggi á grasinu vel fyrir innan línuna en þar með er ekki öll sagan sögð. Skjáskotið er nefnilega blekkjandi. Það er tekið úr myndbroti, úr sjónarhorni einnar myndavélar á Laugardalsvelli í kvöld, sem fer einnig sem eldur í sinu um samfélagsmiðla. Þar má glögglega sjá að þegar skjáskotið er tekið er boltinn í loftinu, ekki á grasinu. Vera má að boltinn sé kominn yfir línuna en engin leið er að fullyrða um það. Hafa verður í huga að allur boltinn verður að vera kominn yfir línuna. Myndin hér að neðan útskýrir það betur.Þjálfari Finna, Hans Backe, var afar ósáttur með dómara leiksins og taldi markið ólöglegt. Svo virtist sem hann hefði talið um rangstöðu að ræða í aðdragandanum, Ragnar hefði notað hendina og svo hefði Alfreð sparkað boltanum úr höndum markvarðar Finna. Norski dómarinn virðist hins vegar hafa dæmt markið þegar Ragnar setti boltann í átt að marki, hvort sem boltinn fór yfir línuna eða ekki. Líklega mun aldrei fást fullkomlega úr því skorið hvort mark Íslands var löglegt eða ekki. En eins og Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari komst að orði á blaðamannafundi í kvöld: „Mér er í rauninni alveg sama, hvort markið hafi verið löglegt og hvað Backe segir.“ Líklega taka flestir Íslendingar undir með Eyjapeyjanum.Uppfært klukkan 09:05Nýtt sjónarhorn virðist sýna að boltinn hafi aldrei allur farið yfir marklínuna. Sjá hér.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Lukas Hradecky: Fjárans skandall Lukas Hradecky markvörður finnska landsliðsins í fótbolta var allt annað en ánægður með sigurmark Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:37 Ragnar: Tek markið 100% á mig Ragnar Sigurðsson, varnarmaður Íslands, var himinlifandi með 3-2 sigurinn gegn Finnum í kvöld og segir að sigurmarkið hafi 100% verið hans. 6. október 2016 21:27 Heimir: Alveg sama hvort markið hafi verið ólöglegt eða hvað Backe segir "Þetta er ofboðslegur léttir,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari og hrósaði karakter sinna manna. 6. október 2016 21:30 Þjálfari Finna um sigurmark Íslendinga: „Þetta er hneyksli“ Hans Backe þjálfari finnska karlalandsliðsins í knattspyrnu var vægast sagt ósáttur við dómgæsluna í þriðja marki Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:09 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira
Lukas Hradecky: Fjárans skandall Lukas Hradecky markvörður finnska landsliðsins í fótbolta var allt annað en ánægður með sigurmark Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:37
Ragnar: Tek markið 100% á mig Ragnar Sigurðsson, varnarmaður Íslands, var himinlifandi með 3-2 sigurinn gegn Finnum í kvöld og segir að sigurmarkið hafi 100% verið hans. 6. október 2016 21:27
Heimir: Alveg sama hvort markið hafi verið ólöglegt eða hvað Backe segir "Þetta er ofboðslegur léttir,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari og hrósaði karakter sinna manna. 6. október 2016 21:30
Þjálfari Finna um sigurmark Íslendinga: „Þetta er hneyksli“ Hans Backe þjálfari finnska karlalandsliðsins í knattspyrnu var vægast sagt ósáttur við dómgæsluna í þriðja marki Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:09