Ari Freyr: Við hættum aldrei Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 6. október 2016 22:08 Ari Freyr segir að íslenska landsliðið hætti aldrei. vísir/anton „Mér fannst þetta verðskuldaður sigur,“ sagði Ari Freyr Skúlason eftir 3-2 sigur Íslands á Finnlandi í undankeppni Heimsmeistarakeppninnar í Rússlandi 2018 í kvöld. „Þeir eiga ekki mikið en skora tvö mörk. Við vorum heldur ekkert að brillera. Þetta var stöngin út hjá sumum en svo náðum við að klóra í bakkann og skora tvö mörk á síðustu mínútunum sem var æðislegt. „Þetta sýnir hvernig karakterar við erum og hvernig við erum sem lið. Við gefumst aldrei upp, berjumst fyrir hvern annan og hættum aldrei fyrr en það er búið að flauta leikinn af,“ sagði Ari Freyr. Ari Freyr segir sigurinn hafa verið sanngjarnan þó Finnland hafi átt sín augnablik í leiknum eins og í öðru markinu sem liðið skoraði. „Við náðum að blokka skotið, svo fellur þetta fyrir hann aftur og það er ómögulegt fyrir Ömma [Ögmund Kristinsson] að sjá skotið. Ef við lítum heilt yfir þetta þá stjórnum við leiknum frá fyrstu mínútu. „Auðvitað áttu þeir sína kafla. Þeir spila með þrjá miðverði og það er erfitt að setja pressu á þá. Þeir leysa þetta mjög vel á köflum og voru duglegir að finna framherjana sína. „Það má hrósa þeim fyrir að þeir voru duglegir að hlaupa og náðu að opna okkur inn á milli. Ég er mjög ánægður með stigin þrjú og fannst þetta verðskuldað,“ sagði Ari Freyr. Í fyrra markinu myndaðist mikið pláss úti vinstra megin þar sem Ari Freyr var að verjast. „Það myndast alltaf pláss gegn þessu leikkerfi. Þegar miðjumaðurinn hleypur á milli mín og Ragga (Ragnars Sigurðssonar) þá þarf maður að bíða þar til maður getur farið út. Hann fær að setja fyrirgjöfina einfalda en svona er fótbolti. „Við getum viðurkennt að þetta var ekki okkar besti leikur en við endum á að klóra í bakkann og héldum áfram. Þeir voru farnir að tefja frekar snemma. Við náðum að halda áfram eftir að við jöfnum,“ sagði Ari Freyr. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
„Mér fannst þetta verðskuldaður sigur,“ sagði Ari Freyr Skúlason eftir 3-2 sigur Íslands á Finnlandi í undankeppni Heimsmeistarakeppninnar í Rússlandi 2018 í kvöld. „Þeir eiga ekki mikið en skora tvö mörk. Við vorum heldur ekkert að brillera. Þetta var stöngin út hjá sumum en svo náðum við að klóra í bakkann og skora tvö mörk á síðustu mínútunum sem var æðislegt. „Þetta sýnir hvernig karakterar við erum og hvernig við erum sem lið. Við gefumst aldrei upp, berjumst fyrir hvern annan og hættum aldrei fyrr en það er búið að flauta leikinn af,“ sagði Ari Freyr. Ari Freyr segir sigurinn hafa verið sanngjarnan þó Finnland hafi átt sín augnablik í leiknum eins og í öðru markinu sem liðið skoraði. „Við náðum að blokka skotið, svo fellur þetta fyrir hann aftur og það er ómögulegt fyrir Ömma [Ögmund Kristinsson] að sjá skotið. Ef við lítum heilt yfir þetta þá stjórnum við leiknum frá fyrstu mínútu. „Auðvitað áttu þeir sína kafla. Þeir spila með þrjá miðverði og það er erfitt að setja pressu á þá. Þeir leysa þetta mjög vel á köflum og voru duglegir að finna framherjana sína. „Það má hrósa þeim fyrir að þeir voru duglegir að hlaupa og náðu að opna okkur inn á milli. Ég er mjög ánægður með stigin þrjú og fannst þetta verðskuldað,“ sagði Ari Freyr. Í fyrra markinu myndaðist mikið pláss úti vinstra megin þar sem Ari Freyr var að verjast. „Það myndast alltaf pláss gegn þessu leikkerfi. Þegar miðjumaðurinn hleypur á milli mín og Ragga (Ragnars Sigurðssonar) þá þarf maður að bíða þar til maður getur farið út. Hann fær að setja fyrirgjöfina einfalda en svona er fótbolti. „Við getum viðurkennt að þetta var ekki okkar besti leikur en við endum á að klóra í bakkann og héldum áfram. Þeir voru farnir að tefja frekar snemma. Við náðum að halda áfram eftir að við jöfnum,“ sagði Ari Freyr.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira