Gylfi man nákvæmlega hvenær hann klúðraði síðast víti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. október 2016 21:52 Gylfi Sigurðsson var að vonum afar kátur með sigurinn gegn Finnum í kvöld. Hann segir að íslenska liðið hafi átt sigurinn fyllilega verðskuldaðan. „Þetta var auðvitað frábært að ná tveimur mörkunum í blálokin. Við áttum þetta skilið. Þeir voru mjög þéttir varnarlega og það var erfitt að brjóta niður vörnina hjá þeim,“ segir Gylfi. Hann hefði þó kosið að leikurinn hefði unnist fyrr svo hvíla hefði mátt leikmenn fyrir leikinn gegn Tyrkjum á sunnudag. Íslenska liðið sótti og sótti stærstan hluta leiksins en þrátt fyrir það vildi boltinn ekki fara inn í netið, fyrr en í uppbótartíma var komið þegar flóðgáttirnar brustu. Gylfi segir að hann hafi aðeins verið farinn að efast um að þetta myndi hafast í lokin en að karakterinn í liðinu sé það mikill að liðið geti alltaf skorað mörk fyrir rest. „Svona á 90. mínútu datt mér í hug að þetta yrði örugglega 1-2 fyrir Finnum. Við hættum samt aldrei og vissum að ef við myndum ná að pota inn einu marki. Þetta tók sinn tíma. Við vorum meira en ákveðnir í að ná í stigin þrjú en þetta var erfiðara en við bjuggumst við.“ Gylfi tekur undir það að mörkin tvö sem Ísland fékk á sig hafi verið í klaufalegri kantinum og ólík því sem leikmenn og stuðningsmenn eiga að venjast miðað við spilamennsku liðsins undanfarin 4-5 ár. Þeir hafi sofnað á verðinum en að þetta muni efla liðið enn frekar í að standa sig betur í næsta leik. Athygli vakti að Gylfi klúðraði víti sem er ekki algengt enda vandfundnar betri skyttur. Svo langt er síðan Gylfi klúðraði víti að erfitt reyndist að grafa upp hvenær það gerðist síðast í leik. Gylfi sjálfur var þó alveg með það á hreinu. „Það var gegn Sheffield United í Championship-deildinni með Reading fyrir sex árum,“ segir Gylfi en sá leikur fór fram í janúar 2010 og varði Mark Bunn frá Gylfa. Ljóst er þó að Gylfi lætur þetta sig ekki mikið á sig á fá. „Þetta er nú ekki flókið. Ég skaut bara í slánna og bíð eftir að taka næsta víti.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu dramatískt og umdeilt sigurmark Íslands Ísland tryggði sér ótrúlegan 3-2 sigur á Finnlandi á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:07 Lukas Hradecky: Fjárans skandall Lukas Hradecky markvörður finnska landsliðsins í fótbolta var allt annað en ánægður með sigurmark Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:37 Aron Einar kominn í bann: Svekktur út í sjálfan mig Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, var að vonum sáttur eftir dramatískan 3-2 sigur á Finnlandi í undankeppni HM 2018 í kvöld. 6. október 2016 21:22 Heimir: Alveg sama hvort markið hafi verið ólöglegt eða hvað Backe segir "Þetta er ofboðslegur léttir,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari og hrósaði karakter sinna manna. 6. október 2016 21:30 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Fleiri fréttir Glasner hættir með Cryctal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Sjá meira
Gylfi Sigurðsson var að vonum afar kátur með sigurinn gegn Finnum í kvöld. Hann segir að íslenska liðið hafi átt sigurinn fyllilega verðskuldaðan. „Þetta var auðvitað frábært að ná tveimur mörkunum í blálokin. Við áttum þetta skilið. Þeir voru mjög þéttir varnarlega og það var erfitt að brjóta niður vörnina hjá þeim,“ segir Gylfi. Hann hefði þó kosið að leikurinn hefði unnist fyrr svo hvíla hefði mátt leikmenn fyrir leikinn gegn Tyrkjum á sunnudag. Íslenska liðið sótti og sótti stærstan hluta leiksins en þrátt fyrir það vildi boltinn ekki fara inn í netið, fyrr en í uppbótartíma var komið þegar flóðgáttirnar brustu. Gylfi segir að hann hafi aðeins verið farinn að efast um að þetta myndi hafast í lokin en að karakterinn í liðinu sé það mikill að liðið geti alltaf skorað mörk fyrir rest. „Svona á 90. mínútu datt mér í hug að þetta yrði örugglega 1-2 fyrir Finnum. Við hættum samt aldrei og vissum að ef við myndum ná að pota inn einu marki. Þetta tók sinn tíma. Við vorum meira en ákveðnir í að ná í stigin þrjú en þetta var erfiðara en við bjuggumst við.“ Gylfi tekur undir það að mörkin tvö sem Ísland fékk á sig hafi verið í klaufalegri kantinum og ólík því sem leikmenn og stuðningsmenn eiga að venjast miðað við spilamennsku liðsins undanfarin 4-5 ár. Þeir hafi sofnað á verðinum en að þetta muni efla liðið enn frekar í að standa sig betur í næsta leik. Athygli vakti að Gylfi klúðraði víti sem er ekki algengt enda vandfundnar betri skyttur. Svo langt er síðan Gylfi klúðraði víti að erfitt reyndist að grafa upp hvenær það gerðist síðast í leik. Gylfi sjálfur var þó alveg með það á hreinu. „Það var gegn Sheffield United í Championship-deildinni með Reading fyrir sex árum,“ segir Gylfi en sá leikur fór fram í janúar 2010 og varði Mark Bunn frá Gylfa. Ljóst er þó að Gylfi lætur þetta sig ekki mikið á sig á fá. „Þetta er nú ekki flókið. Ég skaut bara í slánna og bíð eftir að taka næsta víti.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu dramatískt og umdeilt sigurmark Íslands Ísland tryggði sér ótrúlegan 3-2 sigur á Finnlandi á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:07 Lukas Hradecky: Fjárans skandall Lukas Hradecky markvörður finnska landsliðsins í fótbolta var allt annað en ánægður með sigurmark Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:37 Aron Einar kominn í bann: Svekktur út í sjálfan mig Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, var að vonum sáttur eftir dramatískan 3-2 sigur á Finnlandi í undankeppni HM 2018 í kvöld. 6. október 2016 21:22 Heimir: Alveg sama hvort markið hafi verið ólöglegt eða hvað Backe segir "Þetta er ofboðslegur léttir,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari og hrósaði karakter sinna manna. 6. október 2016 21:30 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Fleiri fréttir Glasner hættir með Cryctal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Sjá meira
Sjáðu dramatískt og umdeilt sigurmark Íslands Ísland tryggði sér ótrúlegan 3-2 sigur á Finnlandi á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:07
Lukas Hradecky: Fjárans skandall Lukas Hradecky markvörður finnska landsliðsins í fótbolta var allt annað en ánægður með sigurmark Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:37
Aron Einar kominn í bann: Svekktur út í sjálfan mig Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, var að vonum sáttur eftir dramatískan 3-2 sigur á Finnlandi í undankeppni HM 2018 í kvöld. 6. október 2016 21:22
Heimir: Alveg sama hvort markið hafi verið ólöglegt eða hvað Backe segir "Þetta er ofboðslegur léttir,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari og hrósaði karakter sinna manna. 6. október 2016 21:30