Ungmenni funduðu um innflytjenda- og flóttamannamál í Evrópu Sæunn Gísladóttir skrifar 6. október 2016 13:15 Þrjátíu sjálfboðaliðar frá þremur löndum komu til landsins til að taka þátt. Mynd/AFS Í síðustu viku komu til landsins 30 sjálfboðaliðar frá þremur löndum til þess að taka þátt í alþjóðlegri ráðstefnu á vegum AFS á Íslandi. Þetta var samvinnuverkefni fjögurra AFS deilda frá Íslandi, Þýskalandi, Slóvakíu og Portúgal og kallast á ensku Chapter Exchange (ChapEx) eða svokölluð deildaskipti. AFS á Íslandi eru friðar- og fræðslusamtök sem vinna að markmiðum sínum um aukna vitneskju fólks um margbreytileika ólíkra menningarsamfélaga í gegnum nemendaskipti ungs fólks Þetta er í þriðja skipti sem sjálfboðaliðar AFS á Íslandi taka þátt í og undirbúa slíka ráðstefnu og er viðfangsefnið mismunandi í hvert skipti. Verkefnið hóf göngu sína á Íslandi með vikulangri ráðstefnu um innflytjenda- og flóttamannamál í Evrópu en titill verkefnisins í þetta skipti var „Changes through action: Seeing beyond our national identity and exploring the multicultural Europe“. Þátttakendur fengu fyrirlestra um fjölmenningu, innflytjendur og flóttamenn auk þess sem þátttökulöndin undirbjuggu einnig smiðjur til þess að deila með hinum þátttakendunum. Í vikunni gafst einnig tími til þess að byrja sín eigin verkefni og það komu margar góðar tillögur að framtíðarverkefnum úr þeirri hugmyndavinnu. Verkefnið var styrkt af Evrópu unga fólksins og síðasta vika var einungis byrjunin á hringnum - það verða haldnar þrjár ráðstefnur í viðbót í hverju landi fyrir sig á sex mánaða fresti og mun sú næsta eiga sér stað í Portúgal í febrúar. Sjálfboðaliðarnir dvöldu í fjóra daga í Hlíðardalsskóla við Þorlákshöfn og fjóra daga í Reykjavík. Íslensku sjálfboðaliðarnir unnu hörðum höndum mánuðum saman við að undirbúa komu erlendu sjálfboðaliðanna og ríkti mikil ánægja með verkefnið í heild sinni. Til viðbótar við fyrirlestrana og smiðjurnar fengu gestirnir að kynnast íslenskri menningu og að fara hinn víðfræga gullna hring. Á lokadegi ráðstefnunnar tóku sjálfboðaliðarnir þátt í IDD eða Intercultural Dialogue Day sem átti sér stað í Hinu húsinu þann 1. október. IDD leggur upp úr því að fagna fjölbreytileikanum og er síðasta fimmtudaginn í september á hverju ári - í þetta skiptið var honum fagnað á laugardeginum eftir IDD hins vegar. AFS á Íslandi stóð fyrir viðburðinum og fengu þátttakendur ChapEx að taka stóran þátt í honum með því að halda og bjóða fólki á smiðjur um fjölbreytileika og fjölmenningu. Þátttakendur verkefnisins flugu svo heim á sunnudaginn eftir vel heppnaða viku og hlakka mikið til næstu ráðstefna. Flóttamenn Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Rapyd krefjist gagna á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Sjá meira
Í síðustu viku komu til landsins 30 sjálfboðaliðar frá þremur löndum til þess að taka þátt í alþjóðlegri ráðstefnu á vegum AFS á Íslandi. Þetta var samvinnuverkefni fjögurra AFS deilda frá Íslandi, Þýskalandi, Slóvakíu og Portúgal og kallast á ensku Chapter Exchange (ChapEx) eða svokölluð deildaskipti. AFS á Íslandi eru friðar- og fræðslusamtök sem vinna að markmiðum sínum um aukna vitneskju fólks um margbreytileika ólíkra menningarsamfélaga í gegnum nemendaskipti ungs fólks Þetta er í þriðja skipti sem sjálfboðaliðar AFS á Íslandi taka þátt í og undirbúa slíka ráðstefnu og er viðfangsefnið mismunandi í hvert skipti. Verkefnið hóf göngu sína á Íslandi með vikulangri ráðstefnu um innflytjenda- og flóttamannamál í Evrópu en titill verkefnisins í þetta skipti var „Changes through action: Seeing beyond our national identity and exploring the multicultural Europe“. Þátttakendur fengu fyrirlestra um fjölmenningu, innflytjendur og flóttamenn auk þess sem þátttökulöndin undirbjuggu einnig smiðjur til þess að deila með hinum þátttakendunum. Í vikunni gafst einnig tími til þess að byrja sín eigin verkefni og það komu margar góðar tillögur að framtíðarverkefnum úr þeirri hugmyndavinnu. Verkefnið var styrkt af Evrópu unga fólksins og síðasta vika var einungis byrjunin á hringnum - það verða haldnar þrjár ráðstefnur í viðbót í hverju landi fyrir sig á sex mánaða fresti og mun sú næsta eiga sér stað í Portúgal í febrúar. Sjálfboðaliðarnir dvöldu í fjóra daga í Hlíðardalsskóla við Þorlákshöfn og fjóra daga í Reykjavík. Íslensku sjálfboðaliðarnir unnu hörðum höndum mánuðum saman við að undirbúa komu erlendu sjálfboðaliðanna og ríkti mikil ánægja með verkefnið í heild sinni. Til viðbótar við fyrirlestrana og smiðjurnar fengu gestirnir að kynnast íslenskri menningu og að fara hinn víðfræga gullna hring. Á lokadegi ráðstefnunnar tóku sjálfboðaliðarnir þátt í IDD eða Intercultural Dialogue Day sem átti sér stað í Hinu húsinu þann 1. október. IDD leggur upp úr því að fagna fjölbreytileikanum og er síðasta fimmtudaginn í september á hverju ári - í þetta skiptið var honum fagnað á laugardeginum eftir IDD hins vegar. AFS á Íslandi stóð fyrir viðburðinum og fengu þátttakendur ChapEx að taka stóran þátt í honum með því að halda og bjóða fólki á smiðjur um fjölbreytileika og fjölmenningu. Þátttakendur verkefnisins flugu svo heim á sunnudaginn eftir vel heppnaða viku og hlakka mikið til næstu ráðstefna.
Flóttamenn Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Rapyd krefjist gagna á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Sjá meira