Þokast í átt að samkomulagi um þinglok Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. október 2016 23:09 Ráðherrar við eldhúsdagsumræður á Alþingi í liðinni viku. vísir/eyþór Fundi leiðtoga stjórnarandstöðunnar með þeim Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra og Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra lauk núna á ellefta tímanum. Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata segir fundinn í kvöld hafa verið gagnlegri en til að mynda fundurinn sem stjórnarandstaðan var boðuð á í gær. „Þetta er að þokast í rétta átt og við gerum ráð fyrir að ná samkomulagi um þinglok á morgun,“ segir Birgitta í samtali við Vísi. Hún vill ekki tjá sig að öðru leyti um fundinn en kveðst þó aðspurð ætla að ekki sé raunhæft að ljúka þingi í þessari viku heldur muni þingstörfin eitthvað teygja sig fram í næstu viku. Engin starfsáætlun er í gildi á Alþingi en á mánudaginn í síðustu viku fóru fram eldhúsdagsumræður sem jafnan marka þinglok enda átti þingi að ljúka fimmtudaginn 29. september. Það stendur þó enn og hefur stjórnarandstaðan ítrekað kallað eftir lista frá ríkisstjórninni yfir þau mál sem stjórnarflokkarnir vilja klára áður en þingi lýkur. Á fundi með stjórnarandstöðunni í gær lögðu þeir Sigurður og Bjarni fram lista yfir sextán mál sem ríkisstjórnin vill ljúka. Hvort að eitthvað hafi fækkað á þeim lista í kvöld liggur ekki fyrir en á meðal umdeildra mála ríkisstjórnarinnar eru LÍN-frumvarpið og frumvarp um lagningu raflína til Bakka. Alþingi Tengdar fréttir Erfitt að fá leiðtoga stjórnarflokkanna til að gera upp hug sinn Enn óljóst hvaða mál verða afgreidd fyrir þinglok en mörg mála stjórnarinnar kalla á langar umræður. 5. október 2016 19:03 Árni Páll íhugar að kvarta til ÖSE Til greina kemur að kvarta til Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, ef ríkisstjórnarflokkarnir halda áfram kosningabaráttu á meðan minnihlutinn sinnir þingstörfum. 5. október 2016 07:00 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
Fundi leiðtoga stjórnarandstöðunnar með þeim Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra og Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra lauk núna á ellefta tímanum. Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata segir fundinn í kvöld hafa verið gagnlegri en til að mynda fundurinn sem stjórnarandstaðan var boðuð á í gær. „Þetta er að þokast í rétta átt og við gerum ráð fyrir að ná samkomulagi um þinglok á morgun,“ segir Birgitta í samtali við Vísi. Hún vill ekki tjá sig að öðru leyti um fundinn en kveðst þó aðspurð ætla að ekki sé raunhæft að ljúka þingi í þessari viku heldur muni þingstörfin eitthvað teygja sig fram í næstu viku. Engin starfsáætlun er í gildi á Alþingi en á mánudaginn í síðustu viku fóru fram eldhúsdagsumræður sem jafnan marka þinglok enda átti þingi að ljúka fimmtudaginn 29. september. Það stendur þó enn og hefur stjórnarandstaðan ítrekað kallað eftir lista frá ríkisstjórninni yfir þau mál sem stjórnarflokkarnir vilja klára áður en þingi lýkur. Á fundi með stjórnarandstöðunni í gær lögðu þeir Sigurður og Bjarni fram lista yfir sextán mál sem ríkisstjórnin vill ljúka. Hvort að eitthvað hafi fækkað á þeim lista í kvöld liggur ekki fyrir en á meðal umdeildra mála ríkisstjórnarinnar eru LÍN-frumvarpið og frumvarp um lagningu raflína til Bakka.
Alþingi Tengdar fréttir Erfitt að fá leiðtoga stjórnarflokkanna til að gera upp hug sinn Enn óljóst hvaða mál verða afgreidd fyrir þinglok en mörg mála stjórnarinnar kalla á langar umræður. 5. október 2016 19:03 Árni Páll íhugar að kvarta til ÖSE Til greina kemur að kvarta til Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, ef ríkisstjórnarflokkarnir halda áfram kosningabaráttu á meðan minnihlutinn sinnir þingstörfum. 5. október 2016 07:00 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
Erfitt að fá leiðtoga stjórnarflokkanna til að gera upp hug sinn Enn óljóst hvaða mál verða afgreidd fyrir þinglok en mörg mála stjórnarinnar kalla á langar umræður. 5. október 2016 19:03
Árni Páll íhugar að kvarta til ÖSE Til greina kemur að kvarta til Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, ef ríkisstjórnarflokkarnir halda áfram kosningabaráttu á meðan minnihlutinn sinnir þingstörfum. 5. október 2016 07:00