Þingfundi frestað í von um að flokksformenn nái samkomulagi um þinglok Heimir Már Pétursson skrifar 4. október 2016 13:13 Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis. Vísir/Vilhelm Forseti Alþingis hefur frestað þingfundi í dag um tvær klukkustundir í þeirri von að formenn stjórnmálaflokkanna nái samkomulagi um lok þingstarfa. Hann telur ólíklegt að þingstörfin teygi sig fram í næstu viku. Kosningar til Alþingis fara fram hinn 29. október næst komandi eða eftir 25 daga. Þing er enn að störfum og nokkur stór mál frá ríkisstjórninni óafgreidd, til að mynda frumvörp um aðgerðir í húsnæðismálum. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis reiknar ekki með að Alþingi verði að störfum í næstu viku, enda eru þá aðeins þrjár vikur til kosninga. „Nei mér fyndist það ákaflega ólíklegt. Ég bind auðvitað vonir við að við förum að sjá til lands í dag. Fram undan er fundur formanna flokkanna. Þess vegna ákvað ég að fresta áður boðuðum þingfundi sem hefjast átti klukkan hálf tvö til klukkan hálf fjögur. Til að skapa andrúmsloft og gott rými fyrir þessi fundarhöld,“ segir forseti Alþingis. Einar segir að í raun séu það ekki mörg mál sem nauðsynlegt sé að afgreiða fyrir kosningar. „En hitt er auðvitað að ýmis þeirra eru býsna stór. Mörg eru hins vegar í ágætri sátt og skilningur hefur ríkt um afgreiðslu tiltekinna mál,“ segir Einar. Vonandi sjái því fyrir endann á þingstörfum í þessari viku enda hafi hann mikinn skilning á því eftir að hafa farið í gegnum kosningabaráttu fyrir um tíu kosningar að frambjóðendur og þingmenn þurfi sinn tíma fyrir kosningabaráttuna. Einar treystir sér ekki til að leggja mat á hvaða mál það verði sem fái að lokum afgreiðslu á þinginu. „Það er auðvitað á vettvangi formanna flokkanna að reyna að komast að einhverri niðurstöðu um þennan ramma sem við myndum þá vinna eftir í þinginu.“ Þegar samkomulag liggi fyrir milli formanna flokkanna muni hann og þingflokksformenn væntanlega gera áætlun um hvernig málum verði háttað. Ekki er algengt að þing sitji svo nálægt kjördegi. „Það eru auðvitað dæmi um það og jafnvel dæmi um að þingið hafi starfað nánast fram á síðasta dag liggur mér við að segja. En almennt hafa menn reynt að miða við að menn hafi um mánuð til kosningabaráttunnar,“ segir Einar K. Guðfinnsson. Alþingi Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Sjá meira
Forseti Alþingis hefur frestað þingfundi í dag um tvær klukkustundir í þeirri von að formenn stjórnmálaflokkanna nái samkomulagi um lok þingstarfa. Hann telur ólíklegt að þingstörfin teygi sig fram í næstu viku. Kosningar til Alþingis fara fram hinn 29. október næst komandi eða eftir 25 daga. Þing er enn að störfum og nokkur stór mál frá ríkisstjórninni óafgreidd, til að mynda frumvörp um aðgerðir í húsnæðismálum. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis reiknar ekki með að Alþingi verði að störfum í næstu viku, enda eru þá aðeins þrjár vikur til kosninga. „Nei mér fyndist það ákaflega ólíklegt. Ég bind auðvitað vonir við að við förum að sjá til lands í dag. Fram undan er fundur formanna flokkanna. Þess vegna ákvað ég að fresta áður boðuðum þingfundi sem hefjast átti klukkan hálf tvö til klukkan hálf fjögur. Til að skapa andrúmsloft og gott rými fyrir þessi fundarhöld,“ segir forseti Alþingis. Einar segir að í raun séu það ekki mörg mál sem nauðsynlegt sé að afgreiða fyrir kosningar. „En hitt er auðvitað að ýmis þeirra eru býsna stór. Mörg eru hins vegar í ágætri sátt og skilningur hefur ríkt um afgreiðslu tiltekinna mál,“ segir Einar. Vonandi sjái því fyrir endann á þingstörfum í þessari viku enda hafi hann mikinn skilning á því eftir að hafa farið í gegnum kosningabaráttu fyrir um tíu kosningar að frambjóðendur og þingmenn þurfi sinn tíma fyrir kosningabaráttuna. Einar treystir sér ekki til að leggja mat á hvaða mál það verði sem fái að lokum afgreiðslu á þinginu. „Það er auðvitað á vettvangi formanna flokkanna að reyna að komast að einhverri niðurstöðu um þennan ramma sem við myndum þá vinna eftir í þinginu.“ Þegar samkomulag liggi fyrir milli formanna flokkanna muni hann og þingflokksformenn væntanlega gera áætlun um hvernig málum verði háttað. Ekki er algengt að þing sitji svo nálægt kjördegi. „Það eru auðvitað dæmi um það og jafnvel dæmi um að þingið hafi starfað nánast fram á síðasta dag liggur mér við að segja. En almennt hafa menn reynt að miða við að menn hafi um mánuð til kosningabaráttunnar,“ segir Einar K. Guðfinnsson.
Alþingi Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Sjá meira