Óska eftir athugasemdum við 13 vindmylla vindorkugarð við Þykkvabæ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. október 2016 08:43 Um verður að ræða allt að 149 metra vindmyllur. mynd/biokraft Fyrirtækið Biokraft, sem fyrirhugar að reisa þrettán vindmylla vindorkugarð við Þykkvabæ í Rangárþingi ytra, hefur sent tillögu að matsáætlun til Skipulagsstofnunar. Athugasemdum við tillöguna þarf að skila fyrir 14. október næstkomandi, en þegar hafa fimmtíu manns skrifað undir lista þar sem áformunum er mótmælt. Undirskriftalistinn var afhentur sveitarstjórn Rangársþings ytra í október í fyrra en í auglýsingu frá Biokraft segir að listinn hafi ekki borist fyrirtækinu. „Telst auglýsingaferlið sem fer af stað með birtingu þessarar tillögu að matsáætlun vera góður vettvangur fyrir einstaklinga og hópa til að skila inn ábendingum og athugasemdum við fyrirhugaða framkvæmd,“ segir í auglýsingunni. 149 metra vindmyllur sem geta framleitt 45 MW Um er að ræða vindmyllugarð sem ber nafnið Vindaborg. Áætlað er að hann verði 2,3 kílómetra norðan við Þykkvabæ, rétt við Austurbæjarmýri. Upphaflega var gert ráð fyrir að garðurinn yrði nefndur Djúpárvirkjun og þá hefur staðsetningu verið breytt þannig að Austurbæjarmýri var tekin út sem framkvæmdarsvæði. Var það gert vegna þess að hluti eigenda landsins voru mótfallnir framkvæmdinni. Samkvæmt tillögunni verður mastur hverrar vindmyllu allt að 92,5 metra hátt og þvermál snúningsflatar um 113 metrar. Hæsti punktur spaða í toppstöðu verður 149 metrar og eiga vindmyllurnar að geta framleitt allt að 45 MW af raforku. Til þess að reisa vindmyllurnar þarf tvo kranabíla og þurfa plön og vegir að þola allt að 250 tonna farartæki. Tveir kranar verða notaðir við að reisa turnana og þarf annar kraninn að hafa lyftigetu upp á 750 tonn og ná allt að 100 metra hæð. Turnar og aðrir hlutar myllanna verða fluttir á svæðið jafnóðum og myllurnar verða reistar, segir í tillögunni. Þarf að tengjast Landsneti beint Fyrirhuguð tenging við landskerfið er það stór að tengjast þarf Landsneti beint. Landsnet mun sjá um tenginguna við landskerfið og stækka þyrfti tengivirkið á Helli. Þá þarf að byggja spennistöð á virkjanasvæðinu en allir strengir frá myllunum til spennistöðvar verða jarðstrengir í eigu og rekstri Landsnets. Ef Skipulagsstofnun felst á tillögu Biokraft verður vinnu við frummatsskýrslu framhaldið. Áætlað er að hún verði auglýst í nóvember og þá er gert ráð fyrir að álit Skipulagsstofnunar liggi fyrir í febrúar eða mars á næsta ári. Biokraft, sem stofnað var 2012, gangsetti í júlí 2014 tvær vindmyllur í Þykkvabæ í tilraunaskyni. Þær myllur hafa samtals 1,2 MW framleiðslugetu. Nánar má lesa um tillögu Biokraft að matsáætlun hér. Vindmyllur í Þykkvabæ Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Fyrirtækið Biokraft, sem fyrirhugar að reisa þrettán vindmylla vindorkugarð við Þykkvabæ í Rangárþingi ytra, hefur sent tillögu að matsáætlun til Skipulagsstofnunar. Athugasemdum við tillöguna þarf að skila fyrir 14. október næstkomandi, en þegar hafa fimmtíu manns skrifað undir lista þar sem áformunum er mótmælt. Undirskriftalistinn var afhentur sveitarstjórn Rangársþings ytra í október í fyrra en í auglýsingu frá Biokraft segir að listinn hafi ekki borist fyrirtækinu. „Telst auglýsingaferlið sem fer af stað með birtingu þessarar tillögu að matsáætlun vera góður vettvangur fyrir einstaklinga og hópa til að skila inn ábendingum og athugasemdum við fyrirhugaða framkvæmd,“ segir í auglýsingunni. 149 metra vindmyllur sem geta framleitt 45 MW Um er að ræða vindmyllugarð sem ber nafnið Vindaborg. Áætlað er að hann verði 2,3 kílómetra norðan við Þykkvabæ, rétt við Austurbæjarmýri. Upphaflega var gert ráð fyrir að garðurinn yrði nefndur Djúpárvirkjun og þá hefur staðsetningu verið breytt þannig að Austurbæjarmýri var tekin út sem framkvæmdarsvæði. Var það gert vegna þess að hluti eigenda landsins voru mótfallnir framkvæmdinni. Samkvæmt tillögunni verður mastur hverrar vindmyllu allt að 92,5 metra hátt og þvermál snúningsflatar um 113 metrar. Hæsti punktur spaða í toppstöðu verður 149 metrar og eiga vindmyllurnar að geta framleitt allt að 45 MW af raforku. Til þess að reisa vindmyllurnar þarf tvo kranabíla og þurfa plön og vegir að þola allt að 250 tonna farartæki. Tveir kranar verða notaðir við að reisa turnana og þarf annar kraninn að hafa lyftigetu upp á 750 tonn og ná allt að 100 metra hæð. Turnar og aðrir hlutar myllanna verða fluttir á svæðið jafnóðum og myllurnar verða reistar, segir í tillögunni. Þarf að tengjast Landsneti beint Fyrirhuguð tenging við landskerfið er það stór að tengjast þarf Landsneti beint. Landsnet mun sjá um tenginguna við landskerfið og stækka þyrfti tengivirkið á Helli. Þá þarf að byggja spennistöð á virkjanasvæðinu en allir strengir frá myllunum til spennistöðvar verða jarðstrengir í eigu og rekstri Landsnets. Ef Skipulagsstofnun felst á tillögu Biokraft verður vinnu við frummatsskýrslu framhaldið. Áætlað er að hún verði auglýst í nóvember og þá er gert ráð fyrir að álit Skipulagsstofnunar liggi fyrir í febrúar eða mars á næsta ári. Biokraft, sem stofnað var 2012, gangsetti í júlí 2014 tvær vindmyllur í Þykkvabæ í tilraunaskyni. Þær myllur hafa samtals 1,2 MW framleiðslugetu. Nánar má lesa um tillögu Biokraft að matsáætlun hér.
Vindmyllur í Þykkvabæ Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira