Mamma Hilmis segir soninn hafa níu líf Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 3. október 2016 06:00 Hilmir Gauti var hinn hressasti þegar ljósmyndari Fréttablaðsins leit við hjá honum í gær. Vísir/Anton Brink „Hann er með níu líf og gúmmíbein. Hann slapp ótrúlega vel en fékk sár og mar,“ segir Hafdís Jónsdóttir, móðir Hilmis Gauta Bjarnasonar sem ekið var á þegar hann gekk yfir gangbraut með hjólið sitt. Ökumaðurinn blindaðist af sólinni og sá hann ekki fara yfir götuna. „Ég skil ekki úr hverju þessi drengur er búinn til, þetta er orðið hálf ótrúlegt,“ segir hún en hjólið er gjörónýtt eftir slysið. Hilmir féll í hyl við Reykdalsstíflu fyrir ári en bjargaðist með undraverðum hætti. Hann varð að hálfgerðri þjóðareign um nokkurra daga skeið eftir að hann vaknaði og lék sér á göngum Landspítalans. Mikið björgunarafrek var unnið þegar hann og bróðir hans náðust upp úr hylnum. Hilmir var í hjartastoppi í kringum 37 mínútur en eftir endurlífgunartilraunir byrjaði hjarta hans að slá á nýjan leik. Þremur dögum síðar vaknaði hann og bað um iPad-inn sinn. Síðan hefur lífið leikið við hann. „Ökumaðurinn blindaðist af sólinni og hreinlega sá hann ekki. Hann tók ekki eftir honum fyrr en Hilmir fór í bílinn. Hann var sem betur fer ekki á mikilli ferð. Þetta var nú ekki alvarlegra en svo að hann hringdi sjálfur í mig og sagðist hafa lent í slysi. Mér auðvitað krossbrá en ég er með smá reynslu,“ segir hún og getur ekki annað en brosað þó málið sé auðvitað alvarlegt.Lifði af alvarlegt slys við ReykdalsstífluSlysið átti sér stað í apríl í fyrra. Hilmir féll ofan í hyl, fyrir neðan yfirfall Reykdalsstíflu, ásamt bróður sínum en sá komst til meðvitundar á slysstað.Þegar hann var vakinn mundi hann ekki eftir atvikinu og spurði hví hann væri á spítalanum. Aðstandendur vissu að hann var í lagi þegar hann sagði „án djóks?“ eftir að hafa heyrt alla sólarsöguna. Björgunarmönnum og nemendum þriggja grunnskóla í Hafnarfirði var boðin áfallahjálp eftir slysið. Slys höfðu ekki átt sér stað áður við stífluna. Foreldrar barna í nágrenninu höfðu þó kvartað yfir frágangi við hana öðru hvoru frá árinu 1970.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Slys við Reykdalsstíflu Tengdar fréttir Hilmir Gauti farinn að leika sér á Barnaspítalanum Þetta er alveg magnað segir móðir drengs, sem hefur náð nær fullum bata, eftir að hafa verið fluttur þungt haldinn á Landspítalann í síðustu viku eftir slys í Læknum í Hafnarfirði. 21. apríl 2015 18:30 Neyðarlínan í heild sinni: „Um leið og hann sagði „án djóks“ vissum við að hann væri i lagi“ Hinn tíu ára Hilmir Gauti Bjarnason var í hjartastoppi í kringum 37 mínútur en eftir endurlífgunartilraunir gerðist hið ótrúlega að hjarta hans byrjaði að slá á nýjan leik. 12. október 2015 14:03 Voru að sækja bolta þegar þeir festust í hyl við Reykdalsstíflu Þrítugur karlmaður sem kom til aðstoðar festist sjálfur í hylnum. 17. apríl 2015 17:14 Hlaut engan varanlegan skaða af slysinu "Þetta er mál sem þorri þjóðarinnar fylgdist með og þótt ótalmargar fréttir hafi verið skrifaðar um það kemur margt nýtt fram í þessum þætti," segir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir. 9. október 2015 14:30 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
„Hann er með níu líf og gúmmíbein. Hann slapp ótrúlega vel en fékk sár og mar,“ segir Hafdís Jónsdóttir, móðir Hilmis Gauta Bjarnasonar sem ekið var á þegar hann gekk yfir gangbraut með hjólið sitt. Ökumaðurinn blindaðist af sólinni og sá hann ekki fara yfir götuna. „Ég skil ekki úr hverju þessi drengur er búinn til, þetta er orðið hálf ótrúlegt,“ segir hún en hjólið er gjörónýtt eftir slysið. Hilmir féll í hyl við Reykdalsstíflu fyrir ári en bjargaðist með undraverðum hætti. Hann varð að hálfgerðri þjóðareign um nokkurra daga skeið eftir að hann vaknaði og lék sér á göngum Landspítalans. Mikið björgunarafrek var unnið þegar hann og bróðir hans náðust upp úr hylnum. Hilmir var í hjartastoppi í kringum 37 mínútur en eftir endurlífgunartilraunir byrjaði hjarta hans að slá á nýjan leik. Þremur dögum síðar vaknaði hann og bað um iPad-inn sinn. Síðan hefur lífið leikið við hann. „Ökumaðurinn blindaðist af sólinni og hreinlega sá hann ekki. Hann tók ekki eftir honum fyrr en Hilmir fór í bílinn. Hann var sem betur fer ekki á mikilli ferð. Þetta var nú ekki alvarlegra en svo að hann hringdi sjálfur í mig og sagðist hafa lent í slysi. Mér auðvitað krossbrá en ég er með smá reynslu,“ segir hún og getur ekki annað en brosað þó málið sé auðvitað alvarlegt.Lifði af alvarlegt slys við ReykdalsstífluSlysið átti sér stað í apríl í fyrra. Hilmir féll ofan í hyl, fyrir neðan yfirfall Reykdalsstíflu, ásamt bróður sínum en sá komst til meðvitundar á slysstað.Þegar hann var vakinn mundi hann ekki eftir atvikinu og spurði hví hann væri á spítalanum. Aðstandendur vissu að hann var í lagi þegar hann sagði „án djóks?“ eftir að hafa heyrt alla sólarsöguna. Björgunarmönnum og nemendum þriggja grunnskóla í Hafnarfirði var boðin áfallahjálp eftir slysið. Slys höfðu ekki átt sér stað áður við stífluna. Foreldrar barna í nágrenninu höfðu þó kvartað yfir frágangi við hana öðru hvoru frá árinu 1970.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Slys við Reykdalsstíflu Tengdar fréttir Hilmir Gauti farinn að leika sér á Barnaspítalanum Þetta er alveg magnað segir móðir drengs, sem hefur náð nær fullum bata, eftir að hafa verið fluttur þungt haldinn á Landspítalann í síðustu viku eftir slys í Læknum í Hafnarfirði. 21. apríl 2015 18:30 Neyðarlínan í heild sinni: „Um leið og hann sagði „án djóks“ vissum við að hann væri i lagi“ Hinn tíu ára Hilmir Gauti Bjarnason var í hjartastoppi í kringum 37 mínútur en eftir endurlífgunartilraunir gerðist hið ótrúlega að hjarta hans byrjaði að slá á nýjan leik. 12. október 2015 14:03 Voru að sækja bolta þegar þeir festust í hyl við Reykdalsstíflu Þrítugur karlmaður sem kom til aðstoðar festist sjálfur í hylnum. 17. apríl 2015 17:14 Hlaut engan varanlegan skaða af slysinu "Þetta er mál sem þorri þjóðarinnar fylgdist með og þótt ótalmargar fréttir hafi verið skrifaðar um það kemur margt nýtt fram í þessum þætti," segir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir. 9. október 2015 14:30 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Hilmir Gauti farinn að leika sér á Barnaspítalanum Þetta er alveg magnað segir móðir drengs, sem hefur náð nær fullum bata, eftir að hafa verið fluttur þungt haldinn á Landspítalann í síðustu viku eftir slys í Læknum í Hafnarfirði. 21. apríl 2015 18:30
Neyðarlínan í heild sinni: „Um leið og hann sagði „án djóks“ vissum við að hann væri i lagi“ Hinn tíu ára Hilmir Gauti Bjarnason var í hjartastoppi í kringum 37 mínútur en eftir endurlífgunartilraunir gerðist hið ótrúlega að hjarta hans byrjaði að slá á nýjan leik. 12. október 2015 14:03
Voru að sækja bolta þegar þeir festust í hyl við Reykdalsstíflu Þrítugur karlmaður sem kom til aðstoðar festist sjálfur í hylnum. 17. apríl 2015 17:14
Hlaut engan varanlegan skaða af slysinu "Þetta er mál sem þorri þjóðarinnar fylgdist með og þótt ótalmargar fréttir hafi verið skrifaðar um það kemur margt nýtt fram í þessum þætti," segir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir. 9. október 2015 14:30