Vilja gera vel við gangandi vegna Airwaves Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. október 2016 10:11 Hin bandaríska Hilda Salazar og Julia Sørensen frá Danmörku voru á meðal á sjötta þúsund erlendra gesta á Iceland Airwaves í fyrra. vísir/sój Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum á dögunum tillögu um að stór hluti Laugavegarins, hluti Skólavörðustígs og Bankastrætið verði gert að göngugötusvæði á meðan Iceland Airwaves tónlistarhátíðin stendur yfir. Hátíðin hefst miðvikudaginn 2. nóvember og stendur til sunnudagsins 6. nóvember. Von er á múg og margmenni til Íslands vegna hinnar árlegu tónleikahátíðar og má segja að tillagan sé orðin að árlegum viðburði en einnig var lokað fyrir bílaumferð í umræddum götum í fyrra. Um er að ræða Laugaveg frá Vatnsstíg að mótum Bankastrætis og Þingholtstrætis. Á Skólavörðustíg næði lokunin frá gatnamótunum við Bergstaðastræti og niður að Bankastræti. Þeir sem lagt hafa leið sína í miðbæinn að sumri til ættu að vera orðnir lokununum vanir. Opnað var fyrir umferð í september en í fyrra voru fyrrnefndir götuhlutar gerðir að göngugötu bæði á Aðventunni og sömuleiðis á meðan Iceland Airwaves stóð. Á sjötta þúsund erlendra gesta sóttu hátíðina í fyrra sem fram fer í miðbæ Reykjavíkur. Þar að auki er lagt til að Bankastræti verði lokað vegna viðburðar í tengslum við Airwaves og Pönksafn Íslands þann 2. nóvember frá kl. 15:00 til miðnættis. Á þeim tíma verður ekki hægt að aka niður Þingholtsstræti og Skólastræti að Bankastræti. Tillagan var lögð fram í síðustu viku og bíður samþykktar borgarráðs. Airwaves Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum á dögunum tillögu um að stór hluti Laugavegarins, hluti Skólavörðustígs og Bankastrætið verði gert að göngugötusvæði á meðan Iceland Airwaves tónlistarhátíðin stendur yfir. Hátíðin hefst miðvikudaginn 2. nóvember og stendur til sunnudagsins 6. nóvember. Von er á múg og margmenni til Íslands vegna hinnar árlegu tónleikahátíðar og má segja að tillagan sé orðin að árlegum viðburði en einnig var lokað fyrir bílaumferð í umræddum götum í fyrra. Um er að ræða Laugaveg frá Vatnsstíg að mótum Bankastrætis og Þingholtstrætis. Á Skólavörðustíg næði lokunin frá gatnamótunum við Bergstaðastræti og niður að Bankastræti. Þeir sem lagt hafa leið sína í miðbæinn að sumri til ættu að vera orðnir lokununum vanir. Opnað var fyrir umferð í september en í fyrra voru fyrrnefndir götuhlutar gerðir að göngugötu bæði á Aðventunni og sömuleiðis á meðan Iceland Airwaves stóð. Á sjötta þúsund erlendra gesta sóttu hátíðina í fyrra sem fram fer í miðbæ Reykjavíkur. Þar að auki er lagt til að Bankastræti verði lokað vegna viðburðar í tengslum við Airwaves og Pönksafn Íslands þann 2. nóvember frá kl. 15:00 til miðnættis. Á þeim tíma verður ekki hægt að aka niður Þingholtsstræti og Skólastræti að Bankastræti. Tillagan var lögð fram í síðustu viku og bíður samþykktar borgarráðs.
Airwaves Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira