Flakkarar og sérvitringar í galleríi i8 Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. október 2016 10:15 Nokkrir af karakterunum á sýningunni Annars vegar fólk eftir Birgi Andrésson. Hér sjást þau Sólon Íslandus (Sölvi Helgason), Oddur sterki af Skaganum, Hallbera Hekla og Pétur prentari. Vísir/Stefán „Verkið Annars vegar fólk er líflegt persónugallerí, með 60 myndum af kynlegum kvistum sem stóðu á jaðri samfélagsins á 19. öld og í byrjun þeirrar 20,“ segir Þorlákur Einarsson hjá i8. Þar er hann að lýsa listaverki eftir Birgi Andrésson myndlistarmann (1955-2007) sem er til sýnis í Galleríi i8 í Tryggvagötu 16 fram til 28. október. „Þetta eru myndir sem Birgir gróf upp hér og þar og stækkaði, ljósmyndir, póstkort og í nokkrum tilvikum teikningar af Íslendingum sem voru utangarðs í þjóðfélaginu. Þetta voru flakkarar og sérvitringar, mismiklir gæfumenn en margir þekktir meðal samferðamanna,“ segir Þorlákur og vitnar í Sigurð Gylfa Magnússon sagnfræðing sem benti á að flækingar hafi, ásamt skáldum og stjórnmálamönnum, verið fræga fólkið á Íslandi á sinni tíð.Ein af myndunum á sýningunni Annars vegar fólk er af Gústa guðsmanni. Fréttablaðið/StefánEn eru myndirnar merktar? „Já, það er hægt að lesa nöfn allra á myndunum sjálfum, eða þau nöfn sem menn gengust við á sínum tíma sem oft voru gælunöfn. Upphaflega var þetta verk, Annars vegar fólk, sýnt 1991. Það kom síðast fyrir sjónir manna árið 2006 þegar það var á stórri heildarsýningu á verkum Birgis, meðan hann var enn á lífi, að sögn Þorláks. Hann áréttar að verkið verði ekki uppi nema tíu daga. „Það er hluti sýningarinnar 4 Parts Divided sem er fjórlaga og hvert verk er sýnt í tíu daga,“ útskýrir hann. Birgir Andrésson var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 1995, þá sýndi hann mismunandi útgáfur íslenska fánans prjónaða í sauðalitunum. Seinna gerði hann verkið Sameinaðir stöndum vér, þar sem hann tefldi saman íslenska, bandaríska og breska fánanum, líka prjónuðum í sauðalitunum og lék sér þannig með það þjóðlega og alþjóðlega. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. október 2016. Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Verkið Annars vegar fólk er líflegt persónugallerí, með 60 myndum af kynlegum kvistum sem stóðu á jaðri samfélagsins á 19. öld og í byrjun þeirrar 20,“ segir Þorlákur Einarsson hjá i8. Þar er hann að lýsa listaverki eftir Birgi Andrésson myndlistarmann (1955-2007) sem er til sýnis í Galleríi i8 í Tryggvagötu 16 fram til 28. október. „Þetta eru myndir sem Birgir gróf upp hér og þar og stækkaði, ljósmyndir, póstkort og í nokkrum tilvikum teikningar af Íslendingum sem voru utangarðs í þjóðfélaginu. Þetta voru flakkarar og sérvitringar, mismiklir gæfumenn en margir þekktir meðal samferðamanna,“ segir Þorlákur og vitnar í Sigurð Gylfa Magnússon sagnfræðing sem benti á að flækingar hafi, ásamt skáldum og stjórnmálamönnum, verið fræga fólkið á Íslandi á sinni tíð.Ein af myndunum á sýningunni Annars vegar fólk er af Gústa guðsmanni. Fréttablaðið/StefánEn eru myndirnar merktar? „Já, það er hægt að lesa nöfn allra á myndunum sjálfum, eða þau nöfn sem menn gengust við á sínum tíma sem oft voru gælunöfn. Upphaflega var þetta verk, Annars vegar fólk, sýnt 1991. Það kom síðast fyrir sjónir manna árið 2006 þegar það var á stórri heildarsýningu á verkum Birgis, meðan hann var enn á lífi, að sögn Þorláks. Hann áréttar að verkið verði ekki uppi nema tíu daga. „Það er hluti sýningarinnar 4 Parts Divided sem er fjórlaga og hvert verk er sýnt í tíu daga,“ útskýrir hann. Birgir Andrésson var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 1995, þá sýndi hann mismunandi útgáfur íslenska fánans prjónaða í sauðalitunum. Seinna gerði hann verkið Sameinaðir stöndum vér, þar sem hann tefldi saman íslenska, bandaríska og breska fánanum, líka prjónuðum í sauðalitunum og lék sér þannig með það þjóðlega og alþjóðlega. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. október 2016.
Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira