Framkvæmdastjórar NBA spá því að Curry og LeBron skipti um hlutverk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2016 10:15 LeBron James og Stephen Curry. Vísir/Getty NBA-deildin í körfubolta fer af stað á ný í næstu viku og margir bíða spenntir eftir fyrstu leikjunum enda hafa mörg liðanna breyst talsvert frá því í fyrra. Árleg spá framkvæmdastjóra NBA-liðanna hefur nú verið gerð opinber en þar spá þessir yfirmenn liðann fyrir um hvaða menn og lið munu standa upp úr á komandi tímabili. Ef marka má þessa spá þá munu lið Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors mætast í lokaúrslitunum þriðja árið í röð en Golden State vann titilinn 2015 og Cleveland síðasta sumar. Samkvæmt spánni skipta þeir Stephen Curry og LeBron James um hlutverk frá því á síðasta tímabili. LeBron James verður valinn bestur í stað Curry en Stephen Curry og félagar taka titilinn af Cleveland liðinu. 69 prósent framkvæmdastjóra NBA spá Golden State Warriors titlinum en Cleveland Cavaliers fékk 31 prósent atkvæða. Það þýðir að þessi tvö lið fengu öll atkvæðin í boði. LeBron James fékk 47 prósent atkvæða í spánni um hver verður kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar. Russell Westbrook varð í öðru sæti með 23 prósent og jafnir í 3. til 4. sæti urðu síðan Stephen Curry og James Harden. LeBron James var einnig valinn mesti leiðtoginn, klárasti leikmaðurinn og einnig sá fjölhæfasti. Hann var hinsvegar langt á eftir Stephen Curry þegar kom að því að velja mann til að taka lokaskotið í jöfnum leik. Stephen Curry þykir vera besti leikstjórnandinn í deildinni, James Harden var valinn besti skotbakvörðurinn, LeBron James besti litli framherjinn, Anthony Davis besti kraftframherjinn og DeAndre Jordan besti miðherjinn. Spútnikstjarna tímabilsins verður Devin Booker hjá Phoenix Suns en hann fékk þar 31 prósent atkvæða á móti 14 prósent hjá Karl-Anthony Towns í Minnesota Timberwolves og 10 prósent hjá Myles Turner í Indiana Pacers. Golden State Warriors þótti standa sig best á undirbúningstímabilinu með því að krækja í Kevin Durant og Durant fékk líka yfirburðarkosningu (80 prósent) um þann nýja leikmann liðanna sem mun hafa mest áhrif. Kawhi Leonard hjá San Antonio Spurs er besti varnarmaðurinn að mati framkvæmdastjóranna og þjálfari hans Gregg Popovich þykir vera besti þjálfarinn. Framkvæmdastjórarnir búast við því að Minnesota Timberwolves liðið bæti sig mest á milli tímabila og nýliði liðsins, Kris Dunn, verði kosinn besti nýliði tímabilsins. Karl-Anthony Towns hjá Minnesota Timberwolves væri jafnframt sá leikmaður sem flestir framkvæmdastjóranna myndu velja fyrst ef þeir væru að setja saman nýtt framtíðarlið. NBA Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira
NBA-deildin í körfubolta fer af stað á ný í næstu viku og margir bíða spenntir eftir fyrstu leikjunum enda hafa mörg liðanna breyst talsvert frá því í fyrra. Árleg spá framkvæmdastjóra NBA-liðanna hefur nú verið gerð opinber en þar spá þessir yfirmenn liðann fyrir um hvaða menn og lið munu standa upp úr á komandi tímabili. Ef marka má þessa spá þá munu lið Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors mætast í lokaúrslitunum þriðja árið í röð en Golden State vann titilinn 2015 og Cleveland síðasta sumar. Samkvæmt spánni skipta þeir Stephen Curry og LeBron James um hlutverk frá því á síðasta tímabili. LeBron James verður valinn bestur í stað Curry en Stephen Curry og félagar taka titilinn af Cleveland liðinu. 69 prósent framkvæmdastjóra NBA spá Golden State Warriors titlinum en Cleveland Cavaliers fékk 31 prósent atkvæða. Það þýðir að þessi tvö lið fengu öll atkvæðin í boði. LeBron James fékk 47 prósent atkvæða í spánni um hver verður kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar. Russell Westbrook varð í öðru sæti með 23 prósent og jafnir í 3. til 4. sæti urðu síðan Stephen Curry og James Harden. LeBron James var einnig valinn mesti leiðtoginn, klárasti leikmaðurinn og einnig sá fjölhæfasti. Hann var hinsvegar langt á eftir Stephen Curry þegar kom að því að velja mann til að taka lokaskotið í jöfnum leik. Stephen Curry þykir vera besti leikstjórnandinn í deildinni, James Harden var valinn besti skotbakvörðurinn, LeBron James besti litli framherjinn, Anthony Davis besti kraftframherjinn og DeAndre Jordan besti miðherjinn. Spútnikstjarna tímabilsins verður Devin Booker hjá Phoenix Suns en hann fékk þar 31 prósent atkvæða á móti 14 prósent hjá Karl-Anthony Towns í Minnesota Timberwolves og 10 prósent hjá Myles Turner í Indiana Pacers. Golden State Warriors þótti standa sig best á undirbúningstímabilinu með því að krækja í Kevin Durant og Durant fékk líka yfirburðarkosningu (80 prósent) um þann nýja leikmann liðanna sem mun hafa mest áhrif. Kawhi Leonard hjá San Antonio Spurs er besti varnarmaðurinn að mati framkvæmdastjóranna og þjálfari hans Gregg Popovich þykir vera besti þjálfarinn. Framkvæmdastjórarnir búast við því að Minnesota Timberwolves liðið bæti sig mest á milli tímabila og nýliði liðsins, Kris Dunn, verði kosinn besti nýliði tímabilsins. Karl-Anthony Towns hjá Minnesota Timberwolves væri jafnframt sá leikmaður sem flestir framkvæmdastjóranna myndu velja fyrst ef þeir væru að setja saman nýtt framtíðarlið.
NBA Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira