Væntingar Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. október 2016 07:00 Í kosningum verðlaunar fólk ekki árangur heldur kýs í samræmi við væntingar. Þess vegna virka kosningaloforð. Það skiptir ekki máli hversu vel stjórnmálamenn hafa staðið sig á kjörtímabilinu ef fólk hefur væntingar um að einhverjir aðrir standi sig betur í framtíðinni. Tvö af mikilvægustu verkefnum ríkisvaldsins í velferðarsamfélagi er að tryggja að borgurunum verði hjúkrað til heilsu þegar þeir þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda og tryggja jöfn tækifæri í samfélaginu með því að tryggja jafnan aðgang að menntun. Á þessum vettvangi hafa verið færð rök fyrir því að kostnaðarhlutdeild sjúklinga í íslenska heilbrigðiskerfinu samrýmist illa stjórnarskrárvörðum réttindum fólks til aðstoðar vegna sjúkleika óháð stöðu og efnahag. Með breytingum á lögum um sjúkratryggingar sem taka gildi 1. janúar næstkomandi var sett þak á kostnaðarhlutdeild sjúklinga en þakið er hvergi tilgreint í lögunum sjálfum. Þannig getur ráðherra breytt þakinu með reglugerð hvenær sem er. Núna hefur Viðskiptaráð Íslands reiknað út að það kosti 37 milljarða króna á ársgrundvelli að gera heilbrigðiskerfið gjaldfrjálst og eyða þannig tilvist kostnaðarþátttökunnar. Er raunhæft að auka útgjöld ríkisins til málaflokksins sem þessu nemur í þeim tilgangi að ná þessu markmiði? Sérfræðingar McKinsey telja ekki skynsamlegt að auka útgjöld til heilbrigðiskerfisins án þess að gera samhliða því róttækar breytingar til að auka hagkvæmni og skilvirkni í kerfinu samkvæmt skýrslu þeirra sem kom út í síðasta mánuði. Meira en 86.500 manns skrifuðu undir áskorun til stjórnvalda á vefnum endurreisn.is um að 11 prósentum af vergri landsframleiðslu yrði varið til heilbrigðiskerfisins. Niðurfelling kostnaðarhlutdeildar sjúklinga mun auka útgjöldin um 37 milljarða króna eins og áður segir en ef markmið undirskriftasöfnunarinnar á að nást þarf að bæta 60 milljörðum króna til viðbótar á ársgrundvelli. Þetta eru því alls 97 milljarða króna viðbótarútgjöld ríkisins á ári til heilbrigðiskerfisins. Fyrir þessar kosningar liggja fyrir loforð ákveðinna flokka um að ná þessum markmiðum að hluta eða öllu leyti. Þessir flokkar hafa hins vegar svikið stór loforð í nálægri fortíð svo það er undirorpið vafa hvort þeim sé treystandi og kjósendum því vandi á höndum. Munu þeir sem skrifuðu undir á endurreisn.is setja væntingar um aukin útgjöld til heilbrigðismála á oddinn í kosningunum 29. október og ráðstafa atkvæði sínu í samræmi við það? Kosningarnar verða í þessu tilliti prófsteinn á það hvort fólki sé alvara þegar það segir að endurbætur á heilbrigðiskerfinu séu mikilvægasta málið. Ef fólki er ekki alvara þá er ljóst að undirskriftasöfnunin var enn einn vitnisburður þess að fólki er umhugað um að virðast gott í augum samborgara sinna, til dæmis til þess að geta sagt frá því á samfélagsmiðlum, en þegar á hólminn er komið lætur það eigin hagsmuni og persónulegar væntingar ráða för þegar það tekur mikilvægar ákvarðanir.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun
Í kosningum verðlaunar fólk ekki árangur heldur kýs í samræmi við væntingar. Þess vegna virka kosningaloforð. Það skiptir ekki máli hversu vel stjórnmálamenn hafa staðið sig á kjörtímabilinu ef fólk hefur væntingar um að einhverjir aðrir standi sig betur í framtíðinni. Tvö af mikilvægustu verkefnum ríkisvaldsins í velferðarsamfélagi er að tryggja að borgurunum verði hjúkrað til heilsu þegar þeir þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda og tryggja jöfn tækifæri í samfélaginu með því að tryggja jafnan aðgang að menntun. Á þessum vettvangi hafa verið færð rök fyrir því að kostnaðarhlutdeild sjúklinga í íslenska heilbrigðiskerfinu samrýmist illa stjórnarskrárvörðum réttindum fólks til aðstoðar vegna sjúkleika óháð stöðu og efnahag. Með breytingum á lögum um sjúkratryggingar sem taka gildi 1. janúar næstkomandi var sett þak á kostnaðarhlutdeild sjúklinga en þakið er hvergi tilgreint í lögunum sjálfum. Þannig getur ráðherra breytt þakinu með reglugerð hvenær sem er. Núna hefur Viðskiptaráð Íslands reiknað út að það kosti 37 milljarða króna á ársgrundvelli að gera heilbrigðiskerfið gjaldfrjálst og eyða þannig tilvist kostnaðarþátttökunnar. Er raunhæft að auka útgjöld ríkisins til málaflokksins sem þessu nemur í þeim tilgangi að ná þessu markmiði? Sérfræðingar McKinsey telja ekki skynsamlegt að auka útgjöld til heilbrigðiskerfisins án þess að gera samhliða því róttækar breytingar til að auka hagkvæmni og skilvirkni í kerfinu samkvæmt skýrslu þeirra sem kom út í síðasta mánuði. Meira en 86.500 manns skrifuðu undir áskorun til stjórnvalda á vefnum endurreisn.is um að 11 prósentum af vergri landsframleiðslu yrði varið til heilbrigðiskerfisins. Niðurfelling kostnaðarhlutdeildar sjúklinga mun auka útgjöldin um 37 milljarða króna eins og áður segir en ef markmið undirskriftasöfnunarinnar á að nást þarf að bæta 60 milljörðum króna til viðbótar á ársgrundvelli. Þetta eru því alls 97 milljarða króna viðbótarútgjöld ríkisins á ári til heilbrigðiskerfisins. Fyrir þessar kosningar liggja fyrir loforð ákveðinna flokka um að ná þessum markmiðum að hluta eða öllu leyti. Þessir flokkar hafa hins vegar svikið stór loforð í nálægri fortíð svo það er undirorpið vafa hvort þeim sé treystandi og kjósendum því vandi á höndum. Munu þeir sem skrifuðu undir á endurreisn.is setja væntingar um aukin útgjöld til heilbrigðismála á oddinn í kosningunum 29. október og ráðstafa atkvæði sínu í samræmi við það? Kosningarnar verða í þessu tilliti prófsteinn á það hvort fólki sé alvara þegar það segir að endurbætur á heilbrigðiskerfinu séu mikilvægasta málið. Ef fólki er ekki alvara þá er ljóst að undirskriftasöfnunin var enn einn vitnisburður þess að fólki er umhugað um að virðast gott í augum samborgara sinna, til dæmis til þess að geta sagt frá því á samfélagsmiðlum, en þegar á hólminn er komið lætur það eigin hagsmuni og persónulegar væntingar ráða för þegar það tekur mikilvægar ákvarðanir.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun