Leika sér að eldinum í Reynisfjöru nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 17. október 2016 22:27 Ferðafólk hleypur undan öldum í Reynisfjöru. Þórdís Pétursdóttir deildi myndbandi á Facebook sem sýnir nokkur atvik frá því í síðustu viku þar sem ferðafólk er hársbreidd frá því að fara sér að voða. Í myndbandinu má sjá fólk reyna að flýja stórar öldur sem komu aðvífandi meðan það lék sér í fjöruborðinu. Þórdís er nemandi í ferðamálafræði við Háskóla Íslands og dvaldi á Suðurlandi í síðustu viku við vinnu á lokaverkefni sínu. Verkefnið snýr að öryggi ferðamanna í Reynisfjöru. „Við Sigurlaug vinkona mín erum að vinna að verkefninu saman og erum að rannsaka skynjun ferðamanna á áhættu í Reynisfjöru. Við vorum á svæðinu í fimm daga en eyddum fjórum dögum á ströndinni sjálfri að framkvæma rannsóknina. Við fylgdumst bæði með ferðamönnum og hvernig þeir ferðuðumst um ströndina og spurðum þá einnig spurninga um hvernig þeir skynjuðu ströndina og fyrri þekkingu þeirra um hana,“ sagði Þórdís í samtali við fréttastofu Vísis.Leggja sig í hættu til þess að ná hinni fullkomnu mynd Myndbandið sem Þórdís náði af ferðamönnunum sýnir þrjú mismunandi atvik. Aðspurð hvort hátternið hafi komið henni á óvart svarar Þórdís að það hafi í raun gert það. „Við áttuðum okkur ekki á því hversu mikilvægur þáttur myndatakan er í upplifun ferðamanna.“ Að hennar sögn eyddu margir drjúgum tíma í að taka myndir og voru tilbúnir að taka mikla áhættu til þess að ná hinni fullkomnu mynd. „Margir klifruðu hátt í stuðlaberginu eða sneru baki í öldurnar til þess að ná flottri mynd af sjónum og Reynisdröngum saman. Einnig var áhugavert að sjá hvernig fólk upplifði spennuna. Það vildi snerta sjóinn og hlaupa að öldunum þegar þær voru sem hæstar,“ segir Þórdís. Í skilaboðum sem fylgja myndbandinu segir Þórdís jafnframt að þær stöllur hafi viljað deila myndbandinu, einmitt vegna þess að þeim blöskraði hátterni ferðamanna sem lögðu líf sitt í hættu til þess eins að ná góðri mynd. „Á þeim fjórum dögum sem við eyddum í Reynisfjöru urðum við vitni að alls konar hegðun ferðamanna. Þeir settu sjálfa sig, ástvini og stundum börn í hættu til að ná hinni fullkomnu mynd. Þrátt fyrir nýju skiltin er eitthvað greinilega ekki að skila sér eins og sjá má í myndbandinu. Vildum bara deila þessu með ykkur,“ segir á Facebook-síðu Þórdísar.Tveir látist í ReynisfjöruÖldurótið í Reynisfjöru hefur nú þegar orðið tveimur ferðamönnum að bana, annars vegar lést bandarísk kona í maí 2007 þegar brimskafl hreif hana með sér og hins vegar lést kínverskur ferðamaður nú í febrúar af sömu ástæðu. Ótal atvik hafa jafnframt átt sér stað þar sem fólk hefur komist í krappan dans á þessum slóðum, til að mynda árið 2007 þegar hópur fólks reyndi að koma hval til bjargar. Nýtt öryggisskilti var sett upp í Reynisfjöru í síðustu viku þar sem útskýrt er hvers vegna hættan er svona mikil á svæðinu. Á skiltinu stendur skýrum stöfum að um hættu sé að ræða; bæði á íslensku, ensku og kínversku. Þar kemur jafnframt fram að ferðamaður hafi nýlega látist vegna öldurótsins. Skiltið var hannað af verkfræðistofunni EFLU að undangengnu áhættumati á svæðinu. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamaður féll í sjóinn við Reynisfjöru Erlendur ferðamaður féll í sjóinn við Reynisfjöru í Vík í Mýrdal. 20. júní 2013 18:52 Reynisfjara verður ekki lokuð ferðamönnum Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir ekki koma til greina að loka Reynisfjöru fyrir ferðamönnum en vill að fjaran verði vöktuð allan sólarhringinn. 10. febrúar 2016 19:30 Kona í sjálfheldu í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn eru mættir á staðinn. 25. maí 2016 15:28 Áhættugreining í bígerð eftir banaslys Lögregluvakt verður komið á við Reynisfjöru eftir banaslys í fjörunni í gær. Í fjörunni eru viðvörunarskilti og kastlína með björgunarhring líkt og þekkist í fjörum víða um landið. 11. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira
Þórdís Pétursdóttir deildi myndbandi á Facebook sem sýnir nokkur atvik frá því í síðustu viku þar sem ferðafólk er hársbreidd frá því að fara sér að voða. Í myndbandinu má sjá fólk reyna að flýja stórar öldur sem komu aðvífandi meðan það lék sér í fjöruborðinu. Þórdís er nemandi í ferðamálafræði við Háskóla Íslands og dvaldi á Suðurlandi í síðustu viku við vinnu á lokaverkefni sínu. Verkefnið snýr að öryggi ferðamanna í Reynisfjöru. „Við Sigurlaug vinkona mín erum að vinna að verkefninu saman og erum að rannsaka skynjun ferðamanna á áhættu í Reynisfjöru. Við vorum á svæðinu í fimm daga en eyddum fjórum dögum á ströndinni sjálfri að framkvæma rannsóknina. Við fylgdumst bæði með ferðamönnum og hvernig þeir ferðuðumst um ströndina og spurðum þá einnig spurninga um hvernig þeir skynjuðu ströndina og fyrri þekkingu þeirra um hana,“ sagði Þórdís í samtali við fréttastofu Vísis.Leggja sig í hættu til þess að ná hinni fullkomnu mynd Myndbandið sem Þórdís náði af ferðamönnunum sýnir þrjú mismunandi atvik. Aðspurð hvort hátternið hafi komið henni á óvart svarar Þórdís að það hafi í raun gert það. „Við áttuðum okkur ekki á því hversu mikilvægur þáttur myndatakan er í upplifun ferðamanna.“ Að hennar sögn eyddu margir drjúgum tíma í að taka myndir og voru tilbúnir að taka mikla áhættu til þess að ná hinni fullkomnu mynd. „Margir klifruðu hátt í stuðlaberginu eða sneru baki í öldurnar til þess að ná flottri mynd af sjónum og Reynisdröngum saman. Einnig var áhugavert að sjá hvernig fólk upplifði spennuna. Það vildi snerta sjóinn og hlaupa að öldunum þegar þær voru sem hæstar,“ segir Þórdís. Í skilaboðum sem fylgja myndbandinu segir Þórdís jafnframt að þær stöllur hafi viljað deila myndbandinu, einmitt vegna þess að þeim blöskraði hátterni ferðamanna sem lögðu líf sitt í hættu til þess eins að ná góðri mynd. „Á þeim fjórum dögum sem við eyddum í Reynisfjöru urðum við vitni að alls konar hegðun ferðamanna. Þeir settu sjálfa sig, ástvini og stundum börn í hættu til að ná hinni fullkomnu mynd. Þrátt fyrir nýju skiltin er eitthvað greinilega ekki að skila sér eins og sjá má í myndbandinu. Vildum bara deila þessu með ykkur,“ segir á Facebook-síðu Þórdísar.Tveir látist í ReynisfjöruÖldurótið í Reynisfjöru hefur nú þegar orðið tveimur ferðamönnum að bana, annars vegar lést bandarísk kona í maí 2007 þegar brimskafl hreif hana með sér og hins vegar lést kínverskur ferðamaður nú í febrúar af sömu ástæðu. Ótal atvik hafa jafnframt átt sér stað þar sem fólk hefur komist í krappan dans á þessum slóðum, til að mynda árið 2007 þegar hópur fólks reyndi að koma hval til bjargar. Nýtt öryggisskilti var sett upp í Reynisfjöru í síðustu viku þar sem útskýrt er hvers vegna hættan er svona mikil á svæðinu. Á skiltinu stendur skýrum stöfum að um hættu sé að ræða; bæði á íslensku, ensku og kínversku. Þar kemur jafnframt fram að ferðamaður hafi nýlega látist vegna öldurótsins. Skiltið var hannað af verkfræðistofunni EFLU að undangengnu áhættumati á svæðinu.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamaður féll í sjóinn við Reynisfjöru Erlendur ferðamaður féll í sjóinn við Reynisfjöru í Vík í Mýrdal. 20. júní 2013 18:52 Reynisfjara verður ekki lokuð ferðamönnum Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir ekki koma til greina að loka Reynisfjöru fyrir ferðamönnum en vill að fjaran verði vöktuð allan sólarhringinn. 10. febrúar 2016 19:30 Kona í sjálfheldu í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn eru mættir á staðinn. 25. maí 2016 15:28 Áhættugreining í bígerð eftir banaslys Lögregluvakt verður komið á við Reynisfjöru eftir banaslys í fjörunni í gær. Í fjörunni eru viðvörunarskilti og kastlína með björgunarhring líkt og þekkist í fjörum víða um landið. 11. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira
Ferðamaður féll í sjóinn við Reynisfjöru Erlendur ferðamaður féll í sjóinn við Reynisfjöru í Vík í Mýrdal. 20. júní 2013 18:52
Reynisfjara verður ekki lokuð ferðamönnum Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir ekki koma til greina að loka Reynisfjöru fyrir ferðamönnum en vill að fjaran verði vöktuð allan sólarhringinn. 10. febrúar 2016 19:30
Áhættugreining í bígerð eftir banaslys Lögregluvakt verður komið á við Reynisfjöru eftir banaslys í fjörunni í gær. Í fjörunni eru viðvörunarskilti og kastlína með björgunarhring líkt og þekkist í fjörum víða um landið. 11. febrúar 2016 07:00