Stelpurnar fengu silfur annað Evrópumótið í röð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. október 2016 14:30 Íslensku stelpurnar fengu silfur. vísir/ernir Kvennalið Íslands varð að sætta sig við silfrið á öðru Evrópumótinu í hópfimleikum í röð. Íslensku stelpurnar, sem urðu efstar í undankeppninni, fengu 56,966 í heildareinkunn í úrslitunum í dag. Þær bættu sig um 0,95 í heildareinkunn en Svíar gerðu gott betur og hækkuðu sína einkunn um 2,05 og tryggðu sér gullið annað Evrópumótið í röð. Íslensku stelpurnar byrjuðu á trampólíni og bættu sig örlítið frá undankeppninni. Ísland fékk 17,550 í einkunn, 0,15 hærri en á fimmtudaginn. Eftir 1. umferðina var Ísland í 3. sæti á eftir Danmörku og Noregi. Gólfæfingarnar voru næstar og þær heppnuðust afar vel og skiluðu 21,916 í einkunn. Það er nákvæmlega sama einkunn og Ísland fékk fyrir dansinn í undankeppninni. Með því tók íslenska liðið forystuna með 39,466 í heildareinkunn, 0,95 á undan Dönum. Ísland var síðast á svið en áður að stelpurnar framkvæmdu stökkin sín á dýnu buðu Svíarnir upp á dans sem skilaði þeim risaeinkunn, 22,650. Hún var lesin upp eftir að íslenska liðið lauk sínum stökkum. Þá var ljóst að Ísland þyrfti að fá nokkuð háa einkunn til að endurheimta efsta sætið. Því miður fékkst hún ekki og niðurstaðan var því 2. sætið. Þetta er í fjórða sinn á síðustu sex Evrópumótum sem Ísland vinnur til silfurverðlauna. Í hin tvö skiptin (2010 og 2012) vann íslenska liðið gull.Bein lýsing: EM í hópfimleikum 14:27 Annað sætið er niðurstaðan! Ísland fékk 17,500 í einkunn fyrir dýnustökkin en það dugði ekki til. Þessi rosalega einkunn sem Svíarnir fengu fyrir dansinn gerði útslagið. 14:25 Svíar fengu rosalega einkunn fyrir dansinn, 22,650. Ísland þarf því að fá ansi góða einkunn til að taka þetta. 14:23 Íslensku stelpurnar voru að klára stökkin á dýnu. Þá er keppni í kvennaflokki lokið og við tekur taugastrekkjandi bið. 14:18 Sænsku stelpurnar voru að klára dansinn og nú er komið að íslenska liðinu á dýnu. Ísland er sem stendur í 4. sæti en öll þrjú liðin fyrir ofan hafa fengið sína lokaeinkunn. 14:03 Ísland fær 21,916 í einkunn fyrir dansinn! Þetta er nákvæmlega sama einkunn og stelpurnar fengu í undankeppninni. Eins og sakir standa er Ísland á toppnum með 39,466 í heildareinkunn, 0,95 á undan Dönum. Norsku stelpurnar eru svo í 3. sætinu og þær sænsku í því fjórða. 13:54 Stelpurnar voru að klára dansinn. Hann skilaði 21,916 í einkunn í undankeppninni. Við þurfum á einhverju svipuðu að halda í dag. 13:28 Ísland fékk 17,550 í einkunn fyrir trampólínstökkin sem er örlítil bæting frá undankeppninni þar sem íslensku stelpurnar fengu 17,400 í einkunn. Eftir 1. umferðina er Ísland í 3. sæti á eftir Danmörku og Noregi. 13:25 Íslensku stelpurnar voru að klára trampólínið. Ekki fengum við að sjá ofurstökkin hjá Kolbrúnu Þöll. Það var ákveðið að spila þetta öruggt. Nú bíðum við bara eftir einkuninni. 13:15 Keppni í kvennaflokki er hafin. Íslensku stelpurnar eru síðastar í röðinni og byrja á trampólíni. Svo kemur dansinn og loks dýnan. 11:55 Ísland endar í 3. sæti og tekur bronsið. Svíar fengu 18,550 fyrir dýnuna og skutust þar með upp fyrir Dani. Það eru því þrenn verðlaun komin í hús hjá íslenska liðinu. Blönduðu liðin tóku bæði brons og stúlknaliðið vann til gullverðlauna í gær. 11:50 Það stefnir allt í að íslenska liðið fái brons. Ísland er sem stendur í 2. sæti á eftir Dönum. Svíar fara væntanlega yfir Íslendinga en það er ólíklegt að Norðmenn geri það líka. 11:37 Íslensku krakkarnir fá 17,200 í einkunn fyrir trampólínið og ljúka því leik með 56,066 í heildareinkunn. Það er mikil bæting frá því í undankeppninni. Íslenska liðið bætti sig á öllum áhöldum og getur gengið sátt frá borði. Vonandi nær liðið á pall. 11:33 Íslenska liðið var að enda við að klára stökk á trampólíni. Þau gengu að mestu vel fyrir utan smá hnökra í lendingum í annarri umferð. Nú er bara að bíða og sjá hver einkuninn verður. 11:29 Svíar fengu heila 22,766 í einkunn fyrir dansinn og eru komnir upp í 1. sætið. Danir stoppuðu stutt við í toppsætinu og eru komnir niður í 2. sætið. Ísland er svo í því þriðja. Næst er það trampólínið. 11:25Danir voru að fá 18,200 í einkunn fyrir dýnustökk og hafa því tekið forystuna. Danir eru með slétt 40,000 í einkunn en Íslendingar koma fast á hæla þeirra með 38,866 í einkunn. 11:22 Ísland hækkaði sig verulega í dýnustökkunum frá því í undankeppninni. Í fyrradag fékk liðið 15,950 í einkunn en 17,800 í dag sem gerir bætingu upp á 1,85. Ísland er því búið að bæta sig í báðum greinunum hingað til. 11:13 Íslenska liðið fékk 17,800 í einkunn fyrir dýnuna og er því komið með 38,866 í heildareinkunn. Þetta fer vel af stað. 11:05 Glæsileg stökk á dýnu að baki. Íslensku krakkarnir framkvæmdu stökkin nær óaðfinnanlega og lendingarnar virtust langflestar vera í fínu lagi. Ísland er sem stendur í 2. sæti þegar öll liðin hafa fengið einkunn fyrir 1. umferðina. 10:48 Einkuninn fyrir dansinn er komin og er svona líka ljómandi góð: 21,066. Í undankeppninni fékk Ísland 20,566 í einkunn og því er um talsverða bætingu að ræða. Þetta er góð byrjun, nú þarf bara að negla hinar greinarnar eins og fimleikafólki er tamt að segja. 10:35 Dansinn var að klárast. Hann gaf blandaða liðinu sína hæstu einkunn í undankeppninni og vonandi sjáum við háa einkunn núna líka. 10:20 Blandaða liðið lenti í 5. sæti í undankeppninni. Liðið fékk góða einkunn fyrir dansinn (20,566) en dýnustökkin gengu ekki jafn vel. Svíar fengu 60,000 í einkunn í blönduðum flokki og eru mjög sigurstranglegir. 10:10 Það gengur vonandi jafn vel í dag og í gær þegar bæði íslensku liðin fóru á pall. Blandaða liðið vann til bronsverðlauna og stúlknaliðið tók gullið. 10:05 Stelpurnar eru mjög sigurstranglegar enda urðu þær efstar í undankeppninni með 56,016 í heildareinkunn. Danir og Svíar komu þar á eftir. Auk þeirra komust Finnar, Norðmenn og Bretar í úrslitin.10:00 Góðan daginn og velkominn í beina textalýsingu frá lokadegi EM í hópfimleikum. Tvö íslensk lið stíga á svið í dag; blandaða liðið og kvennaliðið. Fimleikar Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Ipswich | Saka lausar Skytturnar þurfa svör gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Sjá meira
Kvennalið Íslands varð að sætta sig við silfrið á öðru Evrópumótinu í hópfimleikum í röð. Íslensku stelpurnar, sem urðu efstar í undankeppninni, fengu 56,966 í heildareinkunn í úrslitunum í dag. Þær bættu sig um 0,95 í heildareinkunn en Svíar gerðu gott betur og hækkuðu sína einkunn um 2,05 og tryggðu sér gullið annað Evrópumótið í röð. Íslensku stelpurnar byrjuðu á trampólíni og bættu sig örlítið frá undankeppninni. Ísland fékk 17,550 í einkunn, 0,15 hærri en á fimmtudaginn. Eftir 1. umferðina var Ísland í 3. sæti á eftir Danmörku og Noregi. Gólfæfingarnar voru næstar og þær heppnuðust afar vel og skiluðu 21,916 í einkunn. Það er nákvæmlega sama einkunn og Ísland fékk fyrir dansinn í undankeppninni. Með því tók íslenska liðið forystuna með 39,466 í heildareinkunn, 0,95 á undan Dönum. Ísland var síðast á svið en áður að stelpurnar framkvæmdu stökkin sín á dýnu buðu Svíarnir upp á dans sem skilaði þeim risaeinkunn, 22,650. Hún var lesin upp eftir að íslenska liðið lauk sínum stökkum. Þá var ljóst að Ísland þyrfti að fá nokkuð háa einkunn til að endurheimta efsta sætið. Því miður fékkst hún ekki og niðurstaðan var því 2. sætið. Þetta er í fjórða sinn á síðustu sex Evrópumótum sem Ísland vinnur til silfurverðlauna. Í hin tvö skiptin (2010 og 2012) vann íslenska liðið gull.Bein lýsing: EM í hópfimleikum 14:27 Annað sætið er niðurstaðan! Ísland fékk 17,500 í einkunn fyrir dýnustökkin en það dugði ekki til. Þessi rosalega einkunn sem Svíarnir fengu fyrir dansinn gerði útslagið. 14:25 Svíar fengu rosalega einkunn fyrir dansinn, 22,650. Ísland þarf því að fá ansi góða einkunn til að taka þetta. 14:23 Íslensku stelpurnar voru að klára stökkin á dýnu. Þá er keppni í kvennaflokki lokið og við tekur taugastrekkjandi bið. 14:18 Sænsku stelpurnar voru að klára dansinn og nú er komið að íslenska liðinu á dýnu. Ísland er sem stendur í 4. sæti en öll þrjú liðin fyrir ofan hafa fengið sína lokaeinkunn. 14:03 Ísland fær 21,916 í einkunn fyrir dansinn! Þetta er nákvæmlega sama einkunn og stelpurnar fengu í undankeppninni. Eins og sakir standa er Ísland á toppnum með 39,466 í heildareinkunn, 0,95 á undan Dönum. Norsku stelpurnar eru svo í 3. sætinu og þær sænsku í því fjórða. 13:54 Stelpurnar voru að klára dansinn. Hann skilaði 21,916 í einkunn í undankeppninni. Við þurfum á einhverju svipuðu að halda í dag. 13:28 Ísland fékk 17,550 í einkunn fyrir trampólínstökkin sem er örlítil bæting frá undankeppninni þar sem íslensku stelpurnar fengu 17,400 í einkunn. Eftir 1. umferðina er Ísland í 3. sæti á eftir Danmörku og Noregi. 13:25 Íslensku stelpurnar voru að klára trampólínið. Ekki fengum við að sjá ofurstökkin hjá Kolbrúnu Þöll. Það var ákveðið að spila þetta öruggt. Nú bíðum við bara eftir einkuninni. 13:15 Keppni í kvennaflokki er hafin. Íslensku stelpurnar eru síðastar í röðinni og byrja á trampólíni. Svo kemur dansinn og loks dýnan. 11:55 Ísland endar í 3. sæti og tekur bronsið. Svíar fengu 18,550 fyrir dýnuna og skutust þar með upp fyrir Dani. Það eru því þrenn verðlaun komin í hús hjá íslenska liðinu. Blönduðu liðin tóku bæði brons og stúlknaliðið vann til gullverðlauna í gær. 11:50 Það stefnir allt í að íslenska liðið fái brons. Ísland er sem stendur í 2. sæti á eftir Dönum. Svíar fara væntanlega yfir Íslendinga en það er ólíklegt að Norðmenn geri það líka. 11:37 Íslensku krakkarnir fá 17,200 í einkunn fyrir trampólínið og ljúka því leik með 56,066 í heildareinkunn. Það er mikil bæting frá því í undankeppninni. Íslenska liðið bætti sig á öllum áhöldum og getur gengið sátt frá borði. Vonandi nær liðið á pall. 11:33 Íslenska liðið var að enda við að klára stökk á trampólíni. Þau gengu að mestu vel fyrir utan smá hnökra í lendingum í annarri umferð. Nú er bara að bíða og sjá hver einkuninn verður. 11:29 Svíar fengu heila 22,766 í einkunn fyrir dansinn og eru komnir upp í 1. sætið. Danir stoppuðu stutt við í toppsætinu og eru komnir niður í 2. sætið. Ísland er svo í því þriðja. Næst er það trampólínið. 11:25Danir voru að fá 18,200 í einkunn fyrir dýnustökk og hafa því tekið forystuna. Danir eru með slétt 40,000 í einkunn en Íslendingar koma fast á hæla þeirra með 38,866 í einkunn. 11:22 Ísland hækkaði sig verulega í dýnustökkunum frá því í undankeppninni. Í fyrradag fékk liðið 15,950 í einkunn en 17,800 í dag sem gerir bætingu upp á 1,85. Ísland er því búið að bæta sig í báðum greinunum hingað til. 11:13 Íslenska liðið fékk 17,800 í einkunn fyrir dýnuna og er því komið með 38,866 í heildareinkunn. Þetta fer vel af stað. 11:05 Glæsileg stökk á dýnu að baki. Íslensku krakkarnir framkvæmdu stökkin nær óaðfinnanlega og lendingarnar virtust langflestar vera í fínu lagi. Ísland er sem stendur í 2. sæti þegar öll liðin hafa fengið einkunn fyrir 1. umferðina. 10:48 Einkuninn fyrir dansinn er komin og er svona líka ljómandi góð: 21,066. Í undankeppninni fékk Ísland 20,566 í einkunn og því er um talsverða bætingu að ræða. Þetta er góð byrjun, nú þarf bara að negla hinar greinarnar eins og fimleikafólki er tamt að segja. 10:35 Dansinn var að klárast. Hann gaf blandaða liðinu sína hæstu einkunn í undankeppninni og vonandi sjáum við háa einkunn núna líka. 10:20 Blandaða liðið lenti í 5. sæti í undankeppninni. Liðið fékk góða einkunn fyrir dansinn (20,566) en dýnustökkin gengu ekki jafn vel. Svíar fengu 60,000 í einkunn í blönduðum flokki og eru mjög sigurstranglegir. 10:10 Það gengur vonandi jafn vel í dag og í gær þegar bæði íslensku liðin fóru á pall. Blandaða liðið vann til bronsverðlauna og stúlknaliðið tók gullið. 10:05 Stelpurnar eru mjög sigurstranglegar enda urðu þær efstar í undankeppninni með 56,016 í heildareinkunn. Danir og Svíar komu þar á eftir. Auk þeirra komust Finnar, Norðmenn og Bretar í úrslitin.10:00 Góðan daginn og velkominn í beina textalýsingu frá lokadegi EM í hópfimleikum. Tvö íslensk lið stíga á svið í dag; blandaða liðið og kvennaliðið.
Fimleikar Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Ipswich | Saka lausar Skytturnar þurfa svör gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Sjá meira