Kosningaspjall Vísis: „Verðtryggingin er ekkert nema svikamylla“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. október 2016 15:26 Dögun vill afnema verðtryggingu og setja þak á vexti. Ragnar Þór Ingólfsson oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi segir þetta algjörlega raunhæft en hann var gestur í Kosningaspjalli Vísis í dag. „Við erum held ég eini flokkurinn sem er eftir sem er eftir sem er með verðtryggingarmálið, það er sem sagt afnám verðtryggingar og það er líklegast eitt frægasta kosningaloforð Íslandssögunnar held ég. Ég veit allavega ekki um neitt annað loforð sem kemst með tærnar þar sem það hefur hælana,“ segir Ragnar. Hann segir nauðsynlegt að lækka vexti fyrir heimilin í landinu þar sem þeir séu alltof háir. Aðspurður hvort þetta sé raunhæft í hagkerfi þar sem íslenska krónan er gjaldmiðillinn segist Ragnar telja svo vera. „Verðtryggingunni var komið á með lagasetningu og það er hægt að taka hana af með lagasetningu. Krónan er bara ákveðið verkfæri og þú getur hengt hana við aðra gjaldmiðla. [...] Það er hagstjórnin fyrst og fremst sem hefur orðið til þess að aðrir gjaldmiðlar hafa ríflega tuttugufaldað verðgildi sitt á seinustu 25 árum eða svo. Það er hagstjórnin sem er vandamálið og við megum ekki gleyma því að helsta verkfæri Seðlabankans til að halda niðri neyslu virkar ekki út af verðtryggingunni vegna þess að þegar þeir hækka stýrivexti þá hækka ekki lánin heldur dembist kostnaðurinn ofan á höfuðstólinn. Verðtryggingin er ekkert nema svikamylla. Þið sjáið bara hvað gerðist þegar hagstofan gerði smá feil í sínum útreikningum sem kostaði heimilin 10 milljarða,“ segir Ragnar. Hann kveðst telja að bara það eitt og sér að afnema verðtryggingu muni lækka vexti en varðandi það hversu hátt, eða lágt, þak Dögun vill setja á vexti segir Ragnar að flokkurinn horfi til landanna í kringum okkur. „Það er einfaldlega galið að hér séu 7 prósent vextir á óverðtryggðum húsnæðislánum.“Kosningaspjall Vísis er hluti af ítarlegri umfjöllun fréttastofu 365 fyrir komandi alþingiskosningar, 29. október næstkomandi. Áhorfendum gefst kostur á að spyrja frambjóðendur spurninga í gegnum Facebook-síðu Vísis á meðan útsendingu stendur. Formaður Samfylkingarinnar verður til viðtals klukkan 13.30 á morgun. Forsetakosningar 2016 video kassi Kosningar 2016 Kosningar 2016 video X16 Suðvestur Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Dögun vill afnema verðtryggingu og setja þak á vexti. Ragnar Þór Ingólfsson oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi segir þetta algjörlega raunhæft en hann var gestur í Kosningaspjalli Vísis í dag. „Við erum held ég eini flokkurinn sem er eftir sem er eftir sem er með verðtryggingarmálið, það er sem sagt afnám verðtryggingar og það er líklegast eitt frægasta kosningaloforð Íslandssögunnar held ég. Ég veit allavega ekki um neitt annað loforð sem kemst með tærnar þar sem það hefur hælana,“ segir Ragnar. Hann segir nauðsynlegt að lækka vexti fyrir heimilin í landinu þar sem þeir séu alltof háir. Aðspurður hvort þetta sé raunhæft í hagkerfi þar sem íslenska krónan er gjaldmiðillinn segist Ragnar telja svo vera. „Verðtryggingunni var komið á með lagasetningu og það er hægt að taka hana af með lagasetningu. Krónan er bara ákveðið verkfæri og þú getur hengt hana við aðra gjaldmiðla. [...] Það er hagstjórnin fyrst og fremst sem hefur orðið til þess að aðrir gjaldmiðlar hafa ríflega tuttugufaldað verðgildi sitt á seinustu 25 árum eða svo. Það er hagstjórnin sem er vandamálið og við megum ekki gleyma því að helsta verkfæri Seðlabankans til að halda niðri neyslu virkar ekki út af verðtryggingunni vegna þess að þegar þeir hækka stýrivexti þá hækka ekki lánin heldur dembist kostnaðurinn ofan á höfuðstólinn. Verðtryggingin er ekkert nema svikamylla. Þið sjáið bara hvað gerðist þegar hagstofan gerði smá feil í sínum útreikningum sem kostaði heimilin 10 milljarða,“ segir Ragnar. Hann kveðst telja að bara það eitt og sér að afnema verðtryggingu muni lækka vexti en varðandi það hversu hátt, eða lágt, þak Dögun vill setja á vexti segir Ragnar að flokkurinn horfi til landanna í kringum okkur. „Það er einfaldlega galið að hér séu 7 prósent vextir á óverðtryggðum húsnæðislánum.“Kosningaspjall Vísis er hluti af ítarlegri umfjöllun fréttastofu 365 fyrir komandi alþingiskosningar, 29. október næstkomandi. Áhorfendum gefst kostur á að spyrja frambjóðendur spurninga í gegnum Facebook-síðu Vísis á meðan útsendingu stendur. Formaður Samfylkingarinnar verður til viðtals klukkan 13.30 á morgun.
Forsetakosningar 2016 video kassi Kosningar 2016 Kosningar 2016 video X16 Suðvestur Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent