Sjáðu fyrsta brotið úr Hjartasteini: Örlagarík þroskasaga um sterka vináttu tveggja drengja Stefán Árni Pálsson skrifar 13. október 2016 16:30 Aðalleikarar kvikmyndarinnar eru ungir íslenskir leikarar. Kvikmyndin Hjartasteinn, fyrsta mynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar í fullri lengd, hefur farið sigurför um kvikmyndahátíðir að undanförnu og hefur hún allstaðar fengið frábærar viðtökur. Myndin fjallar um tvo vini sem alast upp út á landi. Annar er yfir sig ástfanginn af ungri stúlku í nágrenninu en hinn fer að uppgötva að tilfinningar hans til vinar síns eru dýpri en hann áttaði sig á í fyrstu. Guðmundur hefur áður gert stuttmyndir sem hafa ferðast um yfir 200 hátíðir víðsvegar um heiminn og unnið til yfir 50 alþjóðlegra verðlauna, ber þar hæst að nefna myndina Hvalfjörður sem vann til verðlauna í aðalkeppninni í kvikmyndahátíðinni í Cannes 2013 og var einnig tilnefnd til Evrópsku Kvikmyndaverðlaunanna. Hjartasteinn gerist yfir sumar í litlu sjávarþorpi á Íslandi. Þetta er örlagarík þroskasaga sem fjallar um sterka vináttu tveggja drengja sem eru að taka sín fyrstu skref inní unglingsárin og uppgötva ástina. Tökur fóru fram haustið 2015 í Borgarfirði eystri, Seyðisfirði, Vopnafirði og Dyrhólaey. Með helstu hlutverk fara ungstirnin Baldur Einarsson, Blær Hinriksson, Diljá Valsdóttir, Katla Njálsdóttir, Jónína Þórdís Karlsdóttir, Rán Ragnarsdóttir, Daniel Hans Erlendsson, Theodór Pálsson og Sveinn Sigurbjörnsson ásamt þeim þaulreyndu Nínu Dögg Filippusdóttur, Sveini Ólafi Gunnarssyni, Nönnu Kristínu Magnúsdóttur, Søren Malling og Gunnari Jónssyni. Framleiðendur Hjartasteins eru Anton Máni Svansson og Guðmundur Arnar Guðmundsson fyrir Join Motion Pictures og Lise Orheim Stender og Jesper Morthorst fyrir hið danska framleiðslufyrirtæki SF Studios Production. Vísir frumsýnir í dag fyrstu stikluna úr myndinni og má með sanni segja að um sé að ræða tilfinningaríka kvikmynd sem ætti að heilla. Hér að neðan má sjá fyrsta brotið úr myndinni. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fengu standandi lófaklapp á frumsýningu Hjartasteins í Feneyjum: Allir krakkaleikarnir viðstaddir Um er að ræða fyrstu íslensku kvikmyndina sem keppir til verðlauna á einni allra virtustu og elstu kvikmyndahátíð heims. 1. september 2016 16:30 Hjartasteinn vann til verðlauna í Feneyjum Kvikmyndin vann sömu verðlaun og The Danish Girl gerði á sínum tíma. 10. september 2016 22:18 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Kvikmyndin Hjartasteinn, fyrsta mynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar í fullri lengd, hefur farið sigurför um kvikmyndahátíðir að undanförnu og hefur hún allstaðar fengið frábærar viðtökur. Myndin fjallar um tvo vini sem alast upp út á landi. Annar er yfir sig ástfanginn af ungri stúlku í nágrenninu en hinn fer að uppgötva að tilfinningar hans til vinar síns eru dýpri en hann áttaði sig á í fyrstu. Guðmundur hefur áður gert stuttmyndir sem hafa ferðast um yfir 200 hátíðir víðsvegar um heiminn og unnið til yfir 50 alþjóðlegra verðlauna, ber þar hæst að nefna myndina Hvalfjörður sem vann til verðlauna í aðalkeppninni í kvikmyndahátíðinni í Cannes 2013 og var einnig tilnefnd til Evrópsku Kvikmyndaverðlaunanna. Hjartasteinn gerist yfir sumar í litlu sjávarþorpi á Íslandi. Þetta er örlagarík þroskasaga sem fjallar um sterka vináttu tveggja drengja sem eru að taka sín fyrstu skref inní unglingsárin og uppgötva ástina. Tökur fóru fram haustið 2015 í Borgarfirði eystri, Seyðisfirði, Vopnafirði og Dyrhólaey. Með helstu hlutverk fara ungstirnin Baldur Einarsson, Blær Hinriksson, Diljá Valsdóttir, Katla Njálsdóttir, Jónína Þórdís Karlsdóttir, Rán Ragnarsdóttir, Daniel Hans Erlendsson, Theodór Pálsson og Sveinn Sigurbjörnsson ásamt þeim þaulreyndu Nínu Dögg Filippusdóttur, Sveini Ólafi Gunnarssyni, Nönnu Kristínu Magnúsdóttur, Søren Malling og Gunnari Jónssyni. Framleiðendur Hjartasteins eru Anton Máni Svansson og Guðmundur Arnar Guðmundsson fyrir Join Motion Pictures og Lise Orheim Stender og Jesper Morthorst fyrir hið danska framleiðslufyrirtæki SF Studios Production. Vísir frumsýnir í dag fyrstu stikluna úr myndinni og má með sanni segja að um sé að ræða tilfinningaríka kvikmynd sem ætti að heilla. Hér að neðan má sjá fyrsta brotið úr myndinni.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fengu standandi lófaklapp á frumsýningu Hjartasteins í Feneyjum: Allir krakkaleikarnir viðstaddir Um er að ræða fyrstu íslensku kvikmyndina sem keppir til verðlauna á einni allra virtustu og elstu kvikmyndahátíð heims. 1. september 2016 16:30 Hjartasteinn vann til verðlauna í Feneyjum Kvikmyndin vann sömu verðlaun og The Danish Girl gerði á sínum tíma. 10. september 2016 22:18 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Fengu standandi lófaklapp á frumsýningu Hjartasteins í Feneyjum: Allir krakkaleikarnir viðstaddir Um er að ræða fyrstu íslensku kvikmyndina sem keppir til verðlauna á einni allra virtustu og elstu kvikmyndahátíð heims. 1. september 2016 16:30
Hjartasteinn vann til verðlauna í Feneyjum Kvikmyndin vann sömu verðlaun og The Danish Girl gerði á sínum tíma. 10. september 2016 22:18