Bliki spurði bestu fótboltakonu sögunnar: „Hvað í andskotanum er að þér?“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. október 2016 08:00 Marta átti erfitt uppdráttar gegn sterkri vörn Breiðabliks. vísir/getty Kvennalið Breiðabliks stóð sig frábærlega í Meistaradeild Evrópu í ár og gaf sænska stórliðinu Rosengård tvo alvöru leiki í 32 liða úrslitum keppninnar. Sænska liðið vann 1-0 í Kópavoginum en í gær skildu liðin jöfn, markalaus, á heimavelli Rosengård í Malmö í Svíþjóð en eitt mark frá Blikunum hefði komið leiknum í framlengingu. Rosengård er búið að vinna sænska meistaratitilin undanfarin fjögur ár en með liðinu spilar hin brasilíska Marta sem er talin besta fótboltakona allra tíma. Hún er sú sem oftast hefur verið valin besta fótboltakona heims, en sú brasilíska hirti þann titil fimm ár í röð frá 2006-2010. Birgit Prinz frá Þýskalandi kemur þar næst en hún var valin best þrisvar sinnum frá 2003-2005. Blikarnir spiluðu flottan varnarleik í gær og létu greinilega vita af sér í leiknum. Ingibjörg Sigurðardóttir, varnarmaður Breiðabliks, hellti sér yfir Mörtu í leiknum en frá því greinir hún á Twitter-síðu sinni. „Sagði „hvað í andskotanum er að þér“ við bestu fótboltakonu allra tíma áðan,“ skrifar Ingibjörg á Twitter en þó hún nefni engin nöfn má auðveldlega leiða að því líkum að hún sé að tala um Mörtu. Guðrún Arnardóttir, miðvörður Breiðabliks sem gat ekki verið með í leiknum í gær, var ánægð með samherja sinn og sagði hana drottningu á vellinum og undir það tók landsliðsframherjinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir. Mörtu tókst ekki að skora á móti Blikunum en markið sem á endanum kom Rosengård áfram skoraði sænski landsliðsframherjinn Lotta Schelin í Kópavoginum í fyrri leik liðanna.@ingibjorg25 enda ert þu the queen on field! Það er bara þannig— Guðrún Arnardóttir (@gudrunarnar) October 12, 2016 @ingibjorg25 queen Inga— Berglind Thorvaldsd. (@berglindbjorg10) October 12, 2016 Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Blikastúlkur náðu jafntefli í Svíþjóð en það var ekki nóg Breiðablik er úr leik í Meistaradeildar kvenna í fótbolta þrátt fyrir að hafa náð marklausu jafntefli í seinni leiknum á móti sænsku meisturunum í Rosengård í kvöld. 12. október 2016 18:55 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Sjá meira
Kvennalið Breiðabliks stóð sig frábærlega í Meistaradeild Evrópu í ár og gaf sænska stórliðinu Rosengård tvo alvöru leiki í 32 liða úrslitum keppninnar. Sænska liðið vann 1-0 í Kópavoginum en í gær skildu liðin jöfn, markalaus, á heimavelli Rosengård í Malmö í Svíþjóð en eitt mark frá Blikunum hefði komið leiknum í framlengingu. Rosengård er búið að vinna sænska meistaratitilin undanfarin fjögur ár en með liðinu spilar hin brasilíska Marta sem er talin besta fótboltakona allra tíma. Hún er sú sem oftast hefur verið valin besta fótboltakona heims, en sú brasilíska hirti þann titil fimm ár í röð frá 2006-2010. Birgit Prinz frá Þýskalandi kemur þar næst en hún var valin best þrisvar sinnum frá 2003-2005. Blikarnir spiluðu flottan varnarleik í gær og létu greinilega vita af sér í leiknum. Ingibjörg Sigurðardóttir, varnarmaður Breiðabliks, hellti sér yfir Mörtu í leiknum en frá því greinir hún á Twitter-síðu sinni. „Sagði „hvað í andskotanum er að þér“ við bestu fótboltakonu allra tíma áðan,“ skrifar Ingibjörg á Twitter en þó hún nefni engin nöfn má auðveldlega leiða að því líkum að hún sé að tala um Mörtu. Guðrún Arnardóttir, miðvörður Breiðabliks sem gat ekki verið með í leiknum í gær, var ánægð með samherja sinn og sagði hana drottningu á vellinum og undir það tók landsliðsframherjinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir. Mörtu tókst ekki að skora á móti Blikunum en markið sem á endanum kom Rosengård áfram skoraði sænski landsliðsframherjinn Lotta Schelin í Kópavoginum í fyrri leik liðanna.@ingibjorg25 enda ert þu the queen on field! Það er bara þannig— Guðrún Arnardóttir (@gudrunarnar) October 12, 2016 @ingibjorg25 queen Inga— Berglind Thorvaldsd. (@berglindbjorg10) October 12, 2016
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Blikastúlkur náðu jafntefli í Svíþjóð en það var ekki nóg Breiðablik er úr leik í Meistaradeildar kvenna í fótbolta þrátt fyrir að hafa náð marklausu jafntefli í seinni leiknum á móti sænsku meisturunum í Rosengård í kvöld. 12. október 2016 18:55 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Sjá meira
Blikastúlkur náðu jafntefli í Svíþjóð en það var ekki nóg Breiðablik er úr leik í Meistaradeildar kvenna í fótbolta þrátt fyrir að hafa náð marklausu jafntefli í seinni leiknum á móti sænsku meisturunum í Rosengård í kvöld. 12. október 2016 18:55