Verkföll minnka framleiðslu hjá Hyundai Finnur Thorlacius skrifar 13. október 2016 07:00 Úr verksmiðju Hyundai. Mynd/Hyundai Tíð verkföll í samsetningarverksmiðjum Hyundai-bílaframleiðandans í Kóreu eru farin að bíta hressilega í budduna hjá fyrirtækinu. Þessi verkföll hafa náð til 50.000 verkamanna í verksmiðjum Hyundai og orsakað tapaða framleiðslu á 132.000 bílum að virði 300 milljarða króna. Verkfallsaðgerðirnar eru tilkomnar vegna launadeilu milli stjórnenda Hyundai og verkamanna í verksmiðjum þeirra og hafa viðræður staðið yfir megnið af árinu. Eru þessi verkföll þau umfangsmestu sem Hyundai hefur þurft að glíma við í annars skrautlegri verkfallssögu sinni, en á síðustu 29 árum hafa aðeins liðið fjögur ár án verkfalla í verksmiðjum þess. Stjórnvöld í Suður-Kóreu hafa hótað að hafa afskipti af þessum verkföllum ef þau halda áfram og telja að verkamenn fari fram á of rausnarlega hækkun þrátt fyrir að laun þeirra séu góð. Stéttarfélag verkamanna hefur margsinnis gengið út af samningafundum og hefur það langt í frá glatt forsvarsmenn Hyundai og stjórnvöld landsins. Viðræður standa yfir og var haft eftir samningamanni stéttarfélags starfsmanna að góðar líkur væru á að félagið skrifi undir nýjan samning á allra næstu dögum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Tíð verkföll í samsetningarverksmiðjum Hyundai-bílaframleiðandans í Kóreu eru farin að bíta hressilega í budduna hjá fyrirtækinu. Þessi verkföll hafa náð til 50.000 verkamanna í verksmiðjum Hyundai og orsakað tapaða framleiðslu á 132.000 bílum að virði 300 milljarða króna. Verkfallsaðgerðirnar eru tilkomnar vegna launadeilu milli stjórnenda Hyundai og verkamanna í verksmiðjum þeirra og hafa viðræður staðið yfir megnið af árinu. Eru þessi verkföll þau umfangsmestu sem Hyundai hefur þurft að glíma við í annars skrautlegri verkfallssögu sinni, en á síðustu 29 árum hafa aðeins liðið fjögur ár án verkfalla í verksmiðjum þess. Stjórnvöld í Suður-Kóreu hafa hótað að hafa afskipti af þessum verkföllum ef þau halda áfram og telja að verkamenn fari fram á of rausnarlega hækkun þrátt fyrir að laun þeirra séu góð. Stéttarfélag verkamanna hefur margsinnis gengið út af samningafundum og hefur það langt í frá glatt forsvarsmenn Hyundai og stjórnvöld landsins. Viðræður standa yfir og var haft eftir samningamanni stéttarfélags starfsmanna að góðar líkur væru á að félagið skrifi undir nýjan samning á allra næstu dögum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent