Amber Heard í fullum Justice League-skrúða á Ströndum Birgir Olgeirsson skrifar 12. október 2016 19:05 Amber Heard í gervi Meru við tökur á Justice League á Ströndum. Þeir sem þekkja ágætlega til á þessu svæði telja líklegt að myndin sé tekin í fjörunni í Gjögri á Ströndum. Vísir/Twitter Bandaríska kvikmyndaverið Warner Bros birti í dag mynd af leikkonunni Amber Heard í fullum skrúða sem Atlantis-búinn Mera á tökustað á Ströndum hér á Íslandi. Er myndin hluti af kynningarefni fyrir myndina Justice League sem er væntanleg í kvikmyndahús í nóvember á næsta ári en tökur á henni hafa staðið yfir í Djúpavík síðustu daga og munu standa yfir fram að mánaðamótum. Á meðal leikara sem eru á Íslandi vegna myndarinnar eru Ben Affleck, Jason Momoa og Willem Dafoe ásamt Amber Heard. Mera er afar stór sögupersóna í DC-heiminum en hún er eiginkona Arthur Curry/Aquaman sem leikinn er af Jason Momoa. Í Justice League munu Batman, Superman, Wonder Woman, The Flash, Aquaman og Cyborg taka höndum saman til að verja mannkynið gegn illmennum. Í stiklu fyrir myndina sem frumsýnd var í júlí síðastliðnum mátti sjá Ben Affleck í hlutverki Bruce Wayne, ávarpa þorpsbúa í ónefndu ölkelduhúsi þar sem hann segist vera að leita að manni sem kemur með háflóði og færir íbúum þorpsins fisk þegar hvað harðast er í ári. Í þessu atriði mátti sjá nokkra íslenska leikara, þar á meðal Ingvar E. Sigurðsson, Ágústu Evu Erlendsdóttur, Kristbjörgu Kjeld og Salóme Gunnarsdóttur. Var sú sena tekin upp í Lundúnum síðastliðið vor en Warner Bros. sendur flugvél eftir íslensku leikurunum til að flytja þá þangað frá Íslandi. Er Ingvar E. sagður hafa fengið nokkrar línur á móti Ben Affleck við tökur á atriðinu, en óvíst er hvort það muni rata í lokaútgáfu myndarinnar. Willem Dafoe leikur Nuidis Vulko sem er einn nánasti samstarfsmaður Arthur Curry/Aquaman en þeir eru báðir hluti af Atlantis-fólkinu sem lifir neðansjávar. Dafoe var hér á landi við tökur á myndinni í Djúpavík. Þá hafði tökulið myndarinnar breytt gömlu verksmiðjunni í Djúpavík í einskonar bar, samkomuhús eða ölkelduhús. Sjá nánar hér. Jason Momoa hefur einnig verið iðinn við að birta myndir af sér á Ströndum en á einni þeirra mátti sjá hann í samskonar klæðnaði og hann skartar í atriðinu sem sjá má í stiklunni. Sjá einnig: Momoa virðist ánægður með veruna á Íslandi Því má mögulega leiða líkur að því að tökurnar í Djúpavík snúist að stórum hluta um leit Bruce Wayne að Aquaman og samskipti þeirra á milli og líf Atlantis-búanna miðað við þá mynd sem birt var af Amber Heard í dag í fullum skrúða á Ströndum. BREAKING: Here is our first look of #AmberHeard as Mera in #JusticeLeague pic.twitter.com/AzkeaHSaLw— Justice League (@JL_Movie) October 12, 2016 Bíó og sjónvarp Íslandsvinir Kvikmyndagerð á Íslandi Árneshreppur Tengdar fréttir „Khal Drogo“ kominn til Íslands Tökur á Justice league fara fram á Ströndum á næstu dögum. 10. október 2016 14:00 Momoa virðist ánægður með veruna á Íslandi Leikari Aquaman og Khal Drogo er duglegur að birta myndir frá Íslandi. 12. október 2016 14:45 Ben Affleck ræðir um heimsóknina til Íslands í nýju viðtali Ætlar að horfa á endurkomu Tom Brady í Djúpuvík. 7. október 2016 12:31 Þrjár þyrlur og fimm einkaþotur á Ströndum vegna Justice League Stjörnufans í Djúpavík þar sem hótelstýran var með 200 manns í mat í dag. 10. október 2016 21:30 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Bandaríska kvikmyndaverið Warner Bros birti í dag mynd af leikkonunni Amber Heard í fullum skrúða sem Atlantis-búinn Mera á tökustað á Ströndum hér á Íslandi. Er myndin hluti af kynningarefni fyrir myndina Justice League sem er væntanleg í kvikmyndahús í nóvember á næsta ári en tökur á henni hafa staðið yfir í Djúpavík síðustu daga og munu standa yfir fram að mánaðamótum. Á meðal leikara sem eru á Íslandi vegna myndarinnar eru Ben Affleck, Jason Momoa og Willem Dafoe ásamt Amber Heard. Mera er afar stór sögupersóna í DC-heiminum en hún er eiginkona Arthur Curry/Aquaman sem leikinn er af Jason Momoa. Í Justice League munu Batman, Superman, Wonder Woman, The Flash, Aquaman og Cyborg taka höndum saman til að verja mannkynið gegn illmennum. Í stiklu fyrir myndina sem frumsýnd var í júlí síðastliðnum mátti sjá Ben Affleck í hlutverki Bruce Wayne, ávarpa þorpsbúa í ónefndu ölkelduhúsi þar sem hann segist vera að leita að manni sem kemur með háflóði og færir íbúum þorpsins fisk þegar hvað harðast er í ári. Í þessu atriði mátti sjá nokkra íslenska leikara, þar á meðal Ingvar E. Sigurðsson, Ágústu Evu Erlendsdóttur, Kristbjörgu Kjeld og Salóme Gunnarsdóttur. Var sú sena tekin upp í Lundúnum síðastliðið vor en Warner Bros. sendur flugvél eftir íslensku leikurunum til að flytja þá þangað frá Íslandi. Er Ingvar E. sagður hafa fengið nokkrar línur á móti Ben Affleck við tökur á atriðinu, en óvíst er hvort það muni rata í lokaútgáfu myndarinnar. Willem Dafoe leikur Nuidis Vulko sem er einn nánasti samstarfsmaður Arthur Curry/Aquaman en þeir eru báðir hluti af Atlantis-fólkinu sem lifir neðansjávar. Dafoe var hér á landi við tökur á myndinni í Djúpavík. Þá hafði tökulið myndarinnar breytt gömlu verksmiðjunni í Djúpavík í einskonar bar, samkomuhús eða ölkelduhús. Sjá nánar hér. Jason Momoa hefur einnig verið iðinn við að birta myndir af sér á Ströndum en á einni þeirra mátti sjá hann í samskonar klæðnaði og hann skartar í atriðinu sem sjá má í stiklunni. Sjá einnig: Momoa virðist ánægður með veruna á Íslandi Því má mögulega leiða líkur að því að tökurnar í Djúpavík snúist að stórum hluta um leit Bruce Wayne að Aquaman og samskipti þeirra á milli og líf Atlantis-búanna miðað við þá mynd sem birt var af Amber Heard í dag í fullum skrúða á Ströndum. BREAKING: Here is our first look of #AmberHeard as Mera in #JusticeLeague pic.twitter.com/AzkeaHSaLw— Justice League (@JL_Movie) October 12, 2016
Bíó og sjónvarp Íslandsvinir Kvikmyndagerð á Íslandi Árneshreppur Tengdar fréttir „Khal Drogo“ kominn til Íslands Tökur á Justice league fara fram á Ströndum á næstu dögum. 10. október 2016 14:00 Momoa virðist ánægður með veruna á Íslandi Leikari Aquaman og Khal Drogo er duglegur að birta myndir frá Íslandi. 12. október 2016 14:45 Ben Affleck ræðir um heimsóknina til Íslands í nýju viðtali Ætlar að horfa á endurkomu Tom Brady í Djúpuvík. 7. október 2016 12:31 Þrjár þyrlur og fimm einkaþotur á Ströndum vegna Justice League Stjörnufans í Djúpavík þar sem hótelstýran var með 200 manns í mat í dag. 10. október 2016 21:30 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
„Khal Drogo“ kominn til Íslands Tökur á Justice league fara fram á Ströndum á næstu dögum. 10. október 2016 14:00
Momoa virðist ánægður með veruna á Íslandi Leikari Aquaman og Khal Drogo er duglegur að birta myndir frá Íslandi. 12. október 2016 14:45
Ben Affleck ræðir um heimsóknina til Íslands í nýju viðtali Ætlar að horfa á endurkomu Tom Brady í Djúpuvík. 7. október 2016 12:31
Þrjár þyrlur og fimm einkaþotur á Ströndum vegna Justice League Stjörnufans í Djúpavík þar sem hótelstýran var með 200 manns í mat í dag. 10. október 2016 21:30