Aserar enn ósigraðir og sjaldséð mark hjá San Marinó | Öll úrslit kvöldsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. október 2016 20:45 Aserbaíjdan náði í óvænt stig í Tékklandi í undankeppni HM og er enn taplaust eftir þrjá leiki. Danir töpuðu heima gegn Svartfellingum og Skotar steinlágu í Slóvakíu. Enn á ný kom Robert Lewandowski Pólverjum til bjargar. Spilað var í þremur riðlum í undankeppni Evrópuþjóðanna fyrir HM 2018 í Rússlandi í kvöld. Nokkuð var um óvænt úrslit og San Marino menn höfðu aldrei þessu vant tilefni til að fagna þótt þjóðin hefði steinlegið. Kvöld smáþjóðanna Í C-riðli unnu Þjóðverjar 2-0 sigur á Norður-Írlandi eins og Vísir hefur áður greint frá í kvöld. Stigalausir Norðmenn komust yfir gegn smáþjóðinni San Marinó en þöng sló á Ullevaal-leikvanginn í Ósló þegar gestirnir jöfnuðu metin. Mattia Stefanelli skoraði markið sjaldséða á 54. mínútu og ætlaði allt um koll að keyra hjá leikmönnum og þjálfurum gestaliðsins. Norðmenn björguðu sér þó fyrir rest með þremur mörkum og nældu í sín fyrstu stig í undankeppninni. Í Tékklandi sættust heimamenn og Aserar á skiptan hlut. Tékkar hafa enn ekki skoraði í leikjunum þremur og virðast í tómu basli. Gestirnir frá Aserbaídjan eru spútniklið undankeppninnar til þessa en liðið hefur sjö stig eftir þrjá leiki, hafa enn ekki tapað leik. Þjóðverjar hafa níu stig á toppi riðilsins, Aserar sjö stig, Norður-Írar fjögur, Norðmenn þrjú stig, Tékkar tvö og San Marinó ekkert, en hafa þó skorað mark. Basl á Dönum Í E-riðli gerðu Kasakar og Rúmenar markalaust jafntefli í Kasakstan en Pólverjar lentu í basli með Armena sem enn á ný grófu sína gröf sjálfir. Rautt spjald á 30. mínútu settu plön Armena úr jafnvægi en þetta er annar leikurinn í röð sem liðið fær rautt spjald í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir allt stefndi í 1-1 jafntefli þegar markamaskínan Robert Lewandowski kom boltanum í netið undir lokin og tryggði þeim pólsku mikilvægan sigur. Dönum gengur allt í óhag í undankeppninni og lágu 1-0 á heimavelli gegn Svartfellingum á Parken. Fatos Beciraj skoraði eina markið á 32. mínútu en vörn Dana hefði allt eins getað verið skipað leikmönnum úr utandeildinni, svo illa stóðu þeir að varnarleiknum í aðdraganda marksins. Svartfellingar hafa sjö stig á toppi riðilsins eins og Pólverjar en þeir fyrrnefndu hafa betri markatölu. Rúmenar hafa fimm stig en liðin eru öll taplaus. Danir hafa þrjú stig, Kasakar tvö og Armenar eru stigalausir. Skotar steinlágu í Slóvakíu Bleikklæddir Skotar sáu ekki til sólar í heimsókn sinni til Slóvakíu og töpuðu 3-0. Englendingar voru heppnir að ná í eitt stig í Ljubliana gegn Slóveníu og geta þakkað Joe Hart, markverði sínum, að leikurinn tapaðist ekki. Nánar um það hér. Þá unnu Litháar 2-0 sigur á Möltu með tveimur mörkum seint í leiknum, hið síðara úr vítaspyrnu. Englendingar eru á toppi riðilsins með sjö stig, Litháar og Slóvenar hafa fimm en allar þjóðirnar eru taplausar. Skotar hafa fjögur stig, Slóvakar þrjú og Malverjar eru stigalausir. Úrslit og markaskorarar í undankeppni HM 2018 í kvöld: C-riðill Þýskaland 2-0 Norður Írland 1-0 Julian Draxler (13.), 2-0 Sami Khedira (17.) Noregur 4-1 San Marinó 1-0 Sjálfsmark (11.), 1-1 Mattia Stefanelli (54.), 2-1 Adama Diomande (77.), 3-1 Martin Samuelsen (82.), 4-1 Joshua King (83.) Tékkland 0-0 Aserbaísjan E-riðill Kasakstan 0-0 Rúmenía Pólland 2-1 Armenía 1-0 Sjálfsmark (48.), 1-1 Marcos Pizzelli (50.), 2-1 Robert Lewandowski (90.) Danmörk 0-1 Svartfjallaland 0-1 Fatos Beciraj (32.) F-riðill Slóvakía 3-0 Skotland 1-0 Róbert Mak (18.), 2-0 Róbert Mak (56.), 3-0 Adam Nemec (68.) Slóvenía 0-0 England Litháen 2-0 Malta 1-0 Fiodor Cernych (76.), 2-0 Arvydas Novikovas (84.) HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Sjá meira
Aserbaíjdan náði í óvænt stig í Tékklandi í undankeppni HM og er enn taplaust eftir þrjá leiki. Danir töpuðu heima gegn Svartfellingum og Skotar steinlágu í Slóvakíu. Enn á ný kom Robert Lewandowski Pólverjum til bjargar. Spilað var í þremur riðlum í undankeppni Evrópuþjóðanna fyrir HM 2018 í Rússlandi í kvöld. Nokkuð var um óvænt úrslit og San Marino menn höfðu aldrei þessu vant tilefni til að fagna þótt þjóðin hefði steinlegið. Kvöld smáþjóðanna Í C-riðli unnu Þjóðverjar 2-0 sigur á Norður-Írlandi eins og Vísir hefur áður greint frá í kvöld. Stigalausir Norðmenn komust yfir gegn smáþjóðinni San Marinó en þöng sló á Ullevaal-leikvanginn í Ósló þegar gestirnir jöfnuðu metin. Mattia Stefanelli skoraði markið sjaldséða á 54. mínútu og ætlaði allt um koll að keyra hjá leikmönnum og þjálfurum gestaliðsins. Norðmenn björguðu sér þó fyrir rest með þremur mörkum og nældu í sín fyrstu stig í undankeppninni. Í Tékklandi sættust heimamenn og Aserar á skiptan hlut. Tékkar hafa enn ekki skoraði í leikjunum þremur og virðast í tómu basli. Gestirnir frá Aserbaídjan eru spútniklið undankeppninnar til þessa en liðið hefur sjö stig eftir þrjá leiki, hafa enn ekki tapað leik. Þjóðverjar hafa níu stig á toppi riðilsins, Aserar sjö stig, Norður-Írar fjögur, Norðmenn þrjú stig, Tékkar tvö og San Marinó ekkert, en hafa þó skorað mark. Basl á Dönum Í E-riðli gerðu Kasakar og Rúmenar markalaust jafntefli í Kasakstan en Pólverjar lentu í basli með Armena sem enn á ný grófu sína gröf sjálfir. Rautt spjald á 30. mínútu settu plön Armena úr jafnvægi en þetta er annar leikurinn í röð sem liðið fær rautt spjald í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir allt stefndi í 1-1 jafntefli þegar markamaskínan Robert Lewandowski kom boltanum í netið undir lokin og tryggði þeim pólsku mikilvægan sigur. Dönum gengur allt í óhag í undankeppninni og lágu 1-0 á heimavelli gegn Svartfellingum á Parken. Fatos Beciraj skoraði eina markið á 32. mínútu en vörn Dana hefði allt eins getað verið skipað leikmönnum úr utandeildinni, svo illa stóðu þeir að varnarleiknum í aðdraganda marksins. Svartfellingar hafa sjö stig á toppi riðilsins eins og Pólverjar en þeir fyrrnefndu hafa betri markatölu. Rúmenar hafa fimm stig en liðin eru öll taplaus. Danir hafa þrjú stig, Kasakar tvö og Armenar eru stigalausir. Skotar steinlágu í Slóvakíu Bleikklæddir Skotar sáu ekki til sólar í heimsókn sinni til Slóvakíu og töpuðu 3-0. Englendingar voru heppnir að ná í eitt stig í Ljubliana gegn Slóveníu og geta þakkað Joe Hart, markverði sínum, að leikurinn tapaðist ekki. Nánar um það hér. Þá unnu Litháar 2-0 sigur á Möltu með tveimur mörkum seint í leiknum, hið síðara úr vítaspyrnu. Englendingar eru á toppi riðilsins með sjö stig, Litháar og Slóvenar hafa fimm en allar þjóðirnar eru taplausar. Skotar hafa fjögur stig, Slóvakar þrjú og Malverjar eru stigalausir. Úrslit og markaskorarar í undankeppni HM 2018 í kvöld: C-riðill Þýskaland 2-0 Norður Írland 1-0 Julian Draxler (13.), 2-0 Sami Khedira (17.) Noregur 4-1 San Marinó 1-0 Sjálfsmark (11.), 1-1 Mattia Stefanelli (54.), 2-1 Adama Diomande (77.), 3-1 Martin Samuelsen (82.), 4-1 Joshua King (83.) Tékkland 0-0 Aserbaísjan E-riðill Kasakstan 0-0 Rúmenía Pólland 2-1 Armenía 1-0 Sjálfsmark (48.), 1-1 Marcos Pizzelli (50.), 2-1 Robert Lewandowski (90.) Danmörk 0-1 Svartfjallaland 0-1 Fatos Beciraj (32.) F-riðill Slóvakía 3-0 Skotland 1-0 Róbert Mak (18.), 2-0 Róbert Mak (56.), 3-0 Adam Nemec (68.) Slóvenía 0-0 England Litháen 2-0 Malta 1-0 Fiodor Cernych (76.), 2-0 Arvydas Novikovas (84.)
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Sjá meira