Ronaldo sendi færeyskri fegurðardís skilaboð en hún kallar hann grenjuskjóðu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. október 2016 12:45 Sitt sýnist eflaust hverjum hvort hjónasvipur sé með þeim Aimi og Cristiano. „Hann skrifaði allt mögulegt,“ segir færeyska stelpan Aimi Helbo sem fékk óvænt skilaboð frá portúgalska knattspyrnusnillingnum Cristiano Ronaldo í fyrradag. Ronaldo var í Þórshöfn ásamt landsliði Portúgala sem tóku frændur okkar í Færeyjum í kennslustund í gærkvöldi. Lokatölurnar urðu 6-0 og skoraði Ronaldo eitt marka gestanna. „Ég veit ekki hvers vegna hann skrifaði mér,“ segir Aimi í viðtali við færeyska miðilinn Kringvarp Föroya í dag. Skilaboðin bárust fyrir hádegi á sunnudag. Aimi birti hluta af skilaboðunum á Facebook-síðu sinni. Eftir því sem Vísir kemst næst hafði Ronaldo samband við fleiri en eina af hinu kyninu á Instagram á meðan á heimsókninni til Færeyja stóð.Sjá einnig:Laumaði sér inn á völlinn og fékk bolamynd með Ronaldo Fyrstu skilaboðin voru einföld, eins og sjá má hér að neðan. Ronaldo sagði hæ og spurði, eftir að Aimi hafði svarað honum, hvort hún væri frá Færeyjum. Knattspyrnukappinn sendi Aimi mynd af hótelherbergi sínu og var sú færeyska fljót að átta sig á því á hvaða hóteli hann gisti. Ronaldo varð svo fyrir vonbrigðum þegar í ljós kom að nýja vinkonan var ekki í Færeyjum eftir allt saman, heldur í Danmörku.Skilaboðin sem Aimi birti má sjá hér að neðan. Sá hluti skilaboðanna sem fór á milli Aimi og Ronaldo sem sú fyrrnefnda birti á Facebook-síðu sinni. Ronaldo dó þó ekki ráðalaus og bauð Aimi að kíkja í heimsókn til sín í Madrid, þar sem Ronaldo spilar með stórliðinu Real Madrid. Hún segist þó ekki viss um hvort hún ætli að þekkjast boðið. „Ég veit ekki hvort ég þori því.“ Ronaldo hafði orð á því að það væri kalt í Færeyjum en annars leyst honum vel á aðstæður. Aimi segir Ronaldo auðvitað frábæran knattspyrnumann en segist alls ekki vera í aðdáendahópnum. Þá hafði hún á orði að hann væri heldur mikil grenjuskjóða. Vísar Aimi þar til þess að Ronaldo hefur löngum þótt hneigður til þess að láta sig falla á knattspyrnuvellinum við minnsta tilefni. Færeyski útvarpsmaðurinn spurði Aimi hvort henni þætti eðlilegt að birta samskipti við Ronaldo opinberlega, eins og hún gerði að hluta á Facebook. Aimi svaraði því til að Ronaldo væri opinber persóna en hún reiknaði þó ekki með að birta frekari samskipti þeirra, verði þau einhver. Hægt er að hlusta á allt viðtalið við Aimi á KVF.FO. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Benteke skoraði eftir átta sekúndur og Gunnar Nielsen fékk á sig sex mörk | Úrslit kvöldsins | Sjáðu mörkin Christian Benteke setti nýtt met í kvöld þegar hann skoraði eftir aðeins 8,1 sekúndu í leik Belgíu og Gíbraltar í undankeppni HM 2018. Níu leikir fór fram í undankeppninni í kvöld. 10. október 2016 13:56 Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Sjá meira
„Hann skrifaði allt mögulegt,“ segir færeyska stelpan Aimi Helbo sem fékk óvænt skilaboð frá portúgalska knattspyrnusnillingnum Cristiano Ronaldo í fyrradag. Ronaldo var í Þórshöfn ásamt landsliði Portúgala sem tóku frændur okkar í Færeyjum í kennslustund í gærkvöldi. Lokatölurnar urðu 6-0 og skoraði Ronaldo eitt marka gestanna. „Ég veit ekki hvers vegna hann skrifaði mér,“ segir Aimi í viðtali við færeyska miðilinn Kringvarp Föroya í dag. Skilaboðin bárust fyrir hádegi á sunnudag. Aimi birti hluta af skilaboðunum á Facebook-síðu sinni. Eftir því sem Vísir kemst næst hafði Ronaldo samband við fleiri en eina af hinu kyninu á Instagram á meðan á heimsókninni til Færeyja stóð.Sjá einnig:Laumaði sér inn á völlinn og fékk bolamynd með Ronaldo Fyrstu skilaboðin voru einföld, eins og sjá má hér að neðan. Ronaldo sagði hæ og spurði, eftir að Aimi hafði svarað honum, hvort hún væri frá Færeyjum. Knattspyrnukappinn sendi Aimi mynd af hótelherbergi sínu og var sú færeyska fljót að átta sig á því á hvaða hóteli hann gisti. Ronaldo varð svo fyrir vonbrigðum þegar í ljós kom að nýja vinkonan var ekki í Færeyjum eftir allt saman, heldur í Danmörku.Skilaboðin sem Aimi birti má sjá hér að neðan. Sá hluti skilaboðanna sem fór á milli Aimi og Ronaldo sem sú fyrrnefnda birti á Facebook-síðu sinni. Ronaldo dó þó ekki ráðalaus og bauð Aimi að kíkja í heimsókn til sín í Madrid, þar sem Ronaldo spilar með stórliðinu Real Madrid. Hún segist þó ekki viss um hvort hún ætli að þekkjast boðið. „Ég veit ekki hvort ég þori því.“ Ronaldo hafði orð á því að það væri kalt í Færeyjum en annars leyst honum vel á aðstæður. Aimi segir Ronaldo auðvitað frábæran knattspyrnumann en segist alls ekki vera í aðdáendahópnum. Þá hafði hún á orði að hann væri heldur mikil grenjuskjóða. Vísar Aimi þar til þess að Ronaldo hefur löngum þótt hneigður til þess að láta sig falla á knattspyrnuvellinum við minnsta tilefni. Færeyski útvarpsmaðurinn spurði Aimi hvort henni þætti eðlilegt að birta samskipti við Ronaldo opinberlega, eins og hún gerði að hluta á Facebook. Aimi svaraði því til að Ronaldo væri opinber persóna en hún reiknaði þó ekki með að birta frekari samskipti þeirra, verði þau einhver. Hægt er að hlusta á allt viðtalið við Aimi á KVF.FO. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Benteke skoraði eftir átta sekúndur og Gunnar Nielsen fékk á sig sex mörk | Úrslit kvöldsins | Sjáðu mörkin Christian Benteke setti nýtt met í kvöld þegar hann skoraði eftir aðeins 8,1 sekúndu í leik Belgíu og Gíbraltar í undankeppni HM 2018. Níu leikir fór fram í undankeppninni í kvöld. 10. október 2016 13:56 Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Sjá meira
Benteke skoraði eftir átta sekúndur og Gunnar Nielsen fékk á sig sex mörk | Úrslit kvöldsins | Sjáðu mörkin Christian Benteke setti nýtt met í kvöld þegar hann skoraði eftir aðeins 8,1 sekúndu í leik Belgíu og Gíbraltar í undankeppni HM 2018. Níu leikir fór fram í undankeppninni í kvöld. 10. október 2016 13:56