East Of my Youth frumsýnir nýtt myndband á Vísi Stefán Árni Pálsson skrifar 11. október 2016 13:30 Flott myndband hér á ferðinni. Hljómsveitin East Of my Youth frumsýnir í dag nýtt myndband við lagið Mother. Myndbandið er framleitt af Jónsson og Lemack og Landsbankanum. Síðustu ár hefur Landsbankinn valið þrjár íslenskar hljómsveitir sem koma fram á Iceland Airwaves til að kynna sérstaklega. Vök, Axel Flóven, Dj Flugvél og Geimskip eru dæmi um bönd sem hafa fengið tækifæri til að kynna sitt efni á þennan máta. East of my Youth kemur fram á hátíðinni í ár og spila sveitin samtals á átta tónleikum. Fyrsta smáskífa sveitarinnar kemur út í nóvember og fer hún þá í framhaldinu á tónleikaferðalag. „Við gáfum út Mother í vor sem singúl eftir að hafa „óvart” selt það í bandaríska unglingadramað Faking it sem er á MTV. Lagið var samið í Hvalfirðinum í bústað foreldra hennar Thelmu þar sem við tvær eyddum saman eins og gömul hjón að elda saman, sitja við arinninn og semja tónlist,“ segir Herdís Stefánsdóttir, sem er meðlimur í sveitinni. Með henni í hljómsveitinni er Thelma Marín Jónsdóttir. „Mother var svolítið inspírerað af kínverskum oriental playlista á youtube og fæddist á mjög skömmum tíma og í mikilli leikgleði.“ EOMY byrjaði að vinna af alvöru saman sumarið 2015 og síðan þá hefur ýmislegt á daga þeirra drifið. Sveitin hefur komið fram á Airwaves, Sónar Reykjavík og South by Southwest í Austin, Texas. Sónar Tónlist Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Hljómsveitin East Of my Youth frumsýnir í dag nýtt myndband við lagið Mother. Myndbandið er framleitt af Jónsson og Lemack og Landsbankanum. Síðustu ár hefur Landsbankinn valið þrjár íslenskar hljómsveitir sem koma fram á Iceland Airwaves til að kynna sérstaklega. Vök, Axel Flóven, Dj Flugvél og Geimskip eru dæmi um bönd sem hafa fengið tækifæri til að kynna sitt efni á þennan máta. East of my Youth kemur fram á hátíðinni í ár og spila sveitin samtals á átta tónleikum. Fyrsta smáskífa sveitarinnar kemur út í nóvember og fer hún þá í framhaldinu á tónleikaferðalag. „Við gáfum út Mother í vor sem singúl eftir að hafa „óvart” selt það í bandaríska unglingadramað Faking it sem er á MTV. Lagið var samið í Hvalfirðinum í bústað foreldra hennar Thelmu þar sem við tvær eyddum saman eins og gömul hjón að elda saman, sitja við arinninn og semja tónlist,“ segir Herdís Stefánsdóttir, sem er meðlimur í sveitinni. Með henni í hljómsveitinni er Thelma Marín Jónsdóttir. „Mother var svolítið inspírerað af kínverskum oriental playlista á youtube og fæddist á mjög skömmum tíma og í mikilli leikgleði.“ EOMY byrjaði að vinna af alvöru saman sumarið 2015 og síðan þá hefur ýmislegt á daga þeirra drifið. Sveitin hefur komið fram á Airwaves, Sónar Reykjavík og South by Southwest í Austin, Texas.
Sónar Tónlist Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“