Innlent

Katrín Pálsdóttir er látin

Atli Ísleifsson skrifar
Katrín Pálsdóttir.
Katrín Pálsdóttir. Vísir/GVA
Katrín Pálsdóttir, fyrrverandi fréttamaður, er látin, 67 ára að aldri. Katrín lést eftir snarpa baráttu við krabbamein.

RÚV greinir frá þessu.

Katrín tók stúdentspróf frá Verslunarskóla Íslands, og lauk prófi frá Íþróttakennaraskólanum á Laugarvatni og BA-prófi í félagsvísindum frá Háskóla Íslands. Síðar lauk hún námi í rekstrar- og viðskiptafræðum og meistaraprófi í mannauðsstjórnun frá HÍ árið 2006.

„Katrín starfaði sem blaðamaður hjá Vísi og ritstýrði tískublaðinu Líf. Hún starfaði á Fréttastofu útvarpsins frá 1982 til 1987 og á Fréttastofu Sjónvarpsins frá árinu 1987-2007. Auk þess starfaði hún sem dagskrárstjóri Rásar 2.

Katrín var einn af stofnendum Félags fréttamanna og sat í stjórn félagsins. Katrín starfaði sem stundakennari við Háskóla Íslands, Háskólann á Bifröst og Háskólann í Reykjavík. Síðustu ár starfaði hún hjá Sölufélagi garðyrkjumanna samhliða kennslu og var formaður menningarnefndar Seltjarnarnessbæjar.

Katrín lætur eftir sig eiginmann og uppkominn son,“ segir í frétt RÚV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×