Gunnar Nelson, markvörður Íslandsmeistara FH, fékk á sig sex mörk þegar Færeyjar töpuðu 6-0 á heimavelli á móti Evrópumeisturum Portúgals.
Christian Benteke er leikmaður Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni en hann lék áður með Liverpool. Benteke bætti met Davide Gualtieri frá 1993 um 0,2 sekúndur en enginn hefur skorað fyrr í landsleik í fótbolta en Belgíumaðurinn.Gualtieri skoraði gamla metmarkið fyrir San Marino á móti Englandi fyrir 23 árum síðan.
Grikkir eru einnig með fullt hús í H-riðlinum eftir 2-0 útisigur á Eistlandi í kvöld. Edin Dzeko skoraði bæði mörk Bosníumanna í 2-0 sigri á Kýpur en Bosnía er í þriðja sæti eftir Belgum og Grikkjum.
Portúgal tapaði fyrsta leik sínum á móti Sviss en hefur nú unnið tvo síðustu leiki sína með markatölunni 12-0. Svisslendingar unnu 2-1 útisigur á Andorra í kvöld og eru með fullt hús á toppi riðilsins.,
Úrslitin og markaskorarar í kvöld:
A-riðill
Hvíta Rússland -Lúxemborg 1-1
1-0 Pavel Savitski (80.), 1-1 Aurélien Joachim (85.)
Holland - Frakkland 0-1
0-1 Paul Pogba (30.)
Svíþjóð - Búlgaría 3-0
1-0 Ola Toivonen (39.), 2-0 Oscar Hiljemark (45.), 3-0 Victor Lindelöf (58.),
B-riðill
Færeyjar - Portúgal 0-6
0-1 André Silva (12.9, 0-2 André Silva (22.), 0-3 André Silva (37.), 0-4 Cristiano Ronaldo (65.), 0-5 João Moutinho (90.+1), 0-6 João Cancelo (90.+3)
Andorra - Sviss 1-2
0-1 Fabian Schär (19.), 0-2 Admir Mehmedi (77.), 1-2 Alexandre Martínez (90.).
Lettland - Ungverjaland 0-2
0-1 Ádám Gyurcsó (10.), 0-2 Ádám Szalai (77.)
H-riðill
Gíbraltar - Belgía 0-6
0-1 Christian Benteke (1.), 0-2 Axel Witsel (19.), 0-3 Christian Benteke (43.), 0-4 Dries Mertens (51.), 0-5 Christian Benteke (55.), 0-6 Eden Hazard (79.).
Eistland - Grikkland 0-2
0-1 Vasilis Torosidis (2.), 0-2 Kostas Stafylidis (61.)
Bosnía - Kýpur 2-0
1-0 Edin Dzeko (70.), 2-0 Edin Dzeko (80.).