Eiður ánægður með strákana en skýtur létt á Alfreð fyrir brasilíska hornfánadansinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. október 2016 09:45 Eiður Smári Guðjohnsen og Alfreð Finnbogason eru markaskorar. Og dansarar? vísir/getty Ísland vann Tyrkland, 2-0, í þriðja leik liðsins í undankeppni HM 2018 í fótbolta á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Liðið er ósigrað með sjö stig eftir þrjá leiki, jafnmörg stig og Króatía sem Ísland mætir næst í Zagreb. Fyrra mark Íslands í gær var sjálfsmark miðvarðarins Omers Toprak en það síðara falleg afgreiðsla Alfreðs Finnbogasonar eftir aðra stoðsendingu Kára Árnasonar í undankeppninni.Sjá einnig:Lars sendi Heimi sms strax eftir leik Alfreð er heldur betur að nýta tækifærið í fjarveru Kolbeins Sigþórssonar, en Alfreð er búinn að skora í öllum þremur leikjum Íslands í undankeppninni til þessa og í heildina þrjú mörk. Hann er næstmarkahæstur á eftir Thomas Müller og Mario Mandzukic en sá síðarnefndi setti þrennu í leik gegn Kósóvó.Strákarnir okkar réðu lögum og lofum í leiknum gegn Tyrklandi í gærkvöldi. Fyrri hálfleikurinn var sérstaklega góður en Ísland hefði getað skorað enn fleiri mörk. Strákarnir okkar stýrðu leiknum algjörlega. Eiður Smári Guðjohnsen hefur ekkert verið með íslenska landsliðinu í þessari undankeppni en hann spilaði síðast í 5-2 tapinu gegn Frakklandi í átta liða úrslitum EM í sumar. Hann var að horfa á leikinn í gær og var sáttur með sína stráka.Sjá einnig:„Hefðum ekki unnið Ísland þó við hefðum spilað til morguns“ Hann hrósaði íslenska liðinu fyrir frábæra spilamennsku og frábær mörk en skaut létt á Alfreð Finnbogason fyrir hornfánadansinn sem fylgdi fagninu eftir að hann skoraði annað mark Íslands. Eiður setti emoji af apanum fræga að halda fyrir augun þegar hann talaði um fagnið hjá Alfreð og merkti svo tístið með kassamerkinu #BrazilianAlfred. Alfreð, sem er nú búinn að skora tíu mörk í 39 landsleikjum, svaraði þeim markahæsta eftir leikinn og sagðist hafa lært af þeim besta. Líklega var Alfreð að tala um afgreiðsluna í markinu en ekki þennan annars skemmtilega dans. En hver veit? Frabaer fyrri halfleikur, frabaer mörk og eitt fagn....#ISLTUR #brazilianAlfred— Eidur Gudjohnsen (@Eidur22Official) October 9, 2016 Lærði af þeim besta https://t.co/mdanCTRgpk — Alfreð Finnbogason (@A_Finnbogason) October 9, 2016 HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Tyrkir fengu „mikilvæga kennslustund í fótbolta“ frá Íslandi Tyrkneskir fjölmiðlar heillast af íslenska landsliðinu sem er búið að pakka Tyrkjum saman tvisvar sinnum á tveimur árum. 10. október 2016 09:00 „Hefðum ekki unnið Ísland þó við hefðum spilað til morguns“ Fyrrverandi landsliðsmaður Tyrklands var hrifinn af spilamennsku Íslands en langt frá því að vera sáttur með sína menn. 10. október 2016 08:00 Tyrkir tættir í sundur í Dalnum Öflugt tyrkneskt lið reyndist engin fyrirstaða fyrir það íslenska í frábærum landsleik á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Ísland hélt hreinu í fyrsta sinn í mótsleik í ár og spilaði frábærlega, frá aftasta manni til þess fremsta. 10. október 2016 06:00 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Sjá meira
Ísland vann Tyrkland, 2-0, í þriðja leik liðsins í undankeppni HM 2018 í fótbolta á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Liðið er ósigrað með sjö stig eftir þrjá leiki, jafnmörg stig og Króatía sem Ísland mætir næst í Zagreb. Fyrra mark Íslands í gær var sjálfsmark miðvarðarins Omers Toprak en það síðara falleg afgreiðsla Alfreðs Finnbogasonar eftir aðra stoðsendingu Kára Árnasonar í undankeppninni.Sjá einnig:Lars sendi Heimi sms strax eftir leik Alfreð er heldur betur að nýta tækifærið í fjarveru Kolbeins Sigþórssonar, en Alfreð er búinn að skora í öllum þremur leikjum Íslands í undankeppninni til þessa og í heildina þrjú mörk. Hann er næstmarkahæstur á eftir Thomas Müller og Mario Mandzukic en sá síðarnefndi setti þrennu í leik gegn Kósóvó.Strákarnir okkar réðu lögum og lofum í leiknum gegn Tyrklandi í gærkvöldi. Fyrri hálfleikurinn var sérstaklega góður en Ísland hefði getað skorað enn fleiri mörk. Strákarnir okkar stýrðu leiknum algjörlega. Eiður Smári Guðjohnsen hefur ekkert verið með íslenska landsliðinu í þessari undankeppni en hann spilaði síðast í 5-2 tapinu gegn Frakklandi í átta liða úrslitum EM í sumar. Hann var að horfa á leikinn í gær og var sáttur með sína stráka.Sjá einnig:„Hefðum ekki unnið Ísland þó við hefðum spilað til morguns“ Hann hrósaði íslenska liðinu fyrir frábæra spilamennsku og frábær mörk en skaut létt á Alfreð Finnbogason fyrir hornfánadansinn sem fylgdi fagninu eftir að hann skoraði annað mark Íslands. Eiður setti emoji af apanum fræga að halda fyrir augun þegar hann talaði um fagnið hjá Alfreð og merkti svo tístið með kassamerkinu #BrazilianAlfred. Alfreð, sem er nú búinn að skora tíu mörk í 39 landsleikjum, svaraði þeim markahæsta eftir leikinn og sagðist hafa lært af þeim besta. Líklega var Alfreð að tala um afgreiðsluna í markinu en ekki þennan annars skemmtilega dans. En hver veit? Frabaer fyrri halfleikur, frabaer mörk og eitt fagn....#ISLTUR #brazilianAlfred— Eidur Gudjohnsen (@Eidur22Official) October 9, 2016 Lærði af þeim besta https://t.co/mdanCTRgpk — Alfreð Finnbogason (@A_Finnbogason) October 9, 2016
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Tyrkir fengu „mikilvæga kennslustund í fótbolta“ frá Íslandi Tyrkneskir fjölmiðlar heillast af íslenska landsliðinu sem er búið að pakka Tyrkjum saman tvisvar sinnum á tveimur árum. 10. október 2016 09:00 „Hefðum ekki unnið Ísland þó við hefðum spilað til morguns“ Fyrrverandi landsliðsmaður Tyrklands var hrifinn af spilamennsku Íslands en langt frá því að vera sáttur með sína menn. 10. október 2016 08:00 Tyrkir tættir í sundur í Dalnum Öflugt tyrkneskt lið reyndist engin fyrirstaða fyrir það íslenska í frábærum landsleik á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Ísland hélt hreinu í fyrsta sinn í mótsleik í ár og spilaði frábærlega, frá aftasta manni til þess fremsta. 10. október 2016 06:00 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Sjá meira
Tyrkir fengu „mikilvæga kennslustund í fótbolta“ frá Íslandi Tyrkneskir fjölmiðlar heillast af íslenska landsliðinu sem er búið að pakka Tyrkjum saman tvisvar sinnum á tveimur árum. 10. október 2016 09:00
„Hefðum ekki unnið Ísland þó við hefðum spilað til morguns“ Fyrrverandi landsliðsmaður Tyrklands var hrifinn af spilamennsku Íslands en langt frá því að vera sáttur með sína menn. 10. október 2016 08:00
Tyrkir tættir í sundur í Dalnum Öflugt tyrkneskt lið reyndist engin fyrirstaða fyrir það íslenska í frábærum landsleik á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Ísland hélt hreinu í fyrsta sinn í mótsleik í ár og spilaði frábærlega, frá aftasta manni til þess fremsta. 10. október 2016 06:00
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti