Skyldi vera gaman að heita Saga? Já, amma átti hugmyndina af nafninu mínu.
Í hvaða skóla ertu og hver er uppáhaldsnámsgreinin þín?
Ég er í Langó, eins og ég kalla stundum Langholtsskóla, og held mest upp á heimilisfræði út af því að það er svo gaman að baka.
Hlakkar þú til þegar snjórinn kemur? Já, mjög mikið því þá get ég farið á skíði og leikið mér í snjónum með vinum mínum.
Tölvur eða bækur? Mér finnst tölvur skemmtilegri en ég er samt mjög dugleg að lesa.

Hver eru helstu áhugamálin þín? Fimleikar og dans. Ég er að keppa í fimleikum á Akureyri um helgina.
Hver er erfiðasta fimleikaæfing sem þú getur gert? Afturábak heljarstökk á slá.
Vá! En hvort finnst þér kettir eða hundar betri? Mér finnst bæði. Ég á kisu sem heitir Dimma og er æðisleg og mig langar líka í hund. Svo finnst mér líka gaman að fara á hestbak og vera með dýrunum í sveitinni.
Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór?
Mig langar að verða tannlæknir, leikari og fimleikakennari.
Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. október 2016.