Getur enn fengið gullskóinn í Svíþjóð þrátt fyrir að spila núna í allt öðru landi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2016 09:00 Viðar Örn Kjartansson. Vísir/Getty Viðar Örn Kjartansson hefur verið leikmaður ísraelska liðsins Maccabi Tel Aviv síðan í lok ágúst en getur engu að síður kallað sig sænskan meistara. Viðar Örn skoraði 14 mörk í 19 leikjum með Malmö FF í sænsku úrvalsdeildinni áður en hann var seldur til Tel Aviv. Malmö-liðið var á toppnum þegar Viðar fór og í vikunni tókst Kára Árnasyni og félögum sínum að landa sænska meistaratitlinum. „Já, það gleymist kannski aðeins að ég hafi orðið meistari og ég myndi segja að ég eigi einhvern þátt í meistaratitlinum,“ sagði Viðar Örn Kjartansson í samtali við Guðmund Hilmarsson í Morgunblaðinu í dag. „Það er gaman að hafa átt þátt í meistaratitlinum. Malmö er að mínu viti langsterkasta liðið í deildinni og verðskuldar titilinn," bætti Viðar við. Hann fær gullmedalíuna þegar landsliðið hittist næst en Kári Árnason ætlar að koma með hana með sér. Það sem er kannski enn athyglisverðara er að Viðar Örn er ennþá markahæsti leikmaður sænsku deildarinnar þótt að hann sé ekki búinn að spila í deildinni síðan í ágústmánuði. Viðar var með fjögurra marka forystu á markalistanum eftir að hafa tryggt Malmö FF 1-0 sigur á GIF Sundsvall í lokaleiknum sínum 28. ágúst. Viktor Prodell var þá í öðru sæti með tíu mörk og hann er enn í öðru sæti en nú kominn með 13 mörk. Viktor Prodell hefur skorað einu marki minna en Viðar alveg eins og John Owoeri hjá BK Häcken. „Það yrði ansi gaman ef það gerðist. Þegar ég fór í ágúst þá óraði mig ekki fyrir því að ég gæti endað sem markahæsti leikmaður deildarinnar en nú er ágætis möguleiki á því. Það yrði hreint ekki leiðinlegt að fá gullskó í annað skiptið á þremur árum," sagði Viðar í viðtalinu en hann varð markakóngur með Valerenga í norsku deildinni sumarið 2014 þegar hann skoraði 25 mörk í 29 leikjum. „Núna er maður kannski aðeins farinn að hugsa um tvö til þrjú dauðafæri sem maður brenndi af og að hafa ekki verið á markaskónum til að byrja með," sagði Viðar. Hann skoraði ekki í sex fyrstu deildarleikjum sínum með Malmö en fór svo í gang og skoraði 14 mörk í síðustu 13 leikjunum. Tvær umferðir eru eftir í sænsku úrvalsdeildinni og augu Íslendinga verða þar á næstu mönnum á eftir Viðari á markalistanum. Það verður spennandi að sjá hvort að honum takist að halda toppsætinu og vinna gullskóinn í Svíþjóð. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Leik lokið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Leik lokið: ÍA - Afturelding 1-0 | Stutt frumraun Mosfellinga í Bestu-deildinni staðreynd Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Fleiri fréttir FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Man. United - Brighton | Rauðu djöflarnir í leit að þriðja deildarsigrinum í röð Leik lokið: ÍA - Afturelding 1-0 | Stutt frumraun Mosfellinga í Bestu-deildinni staðreynd Leik lokið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Víkingur - Valur | Verðlaun afhent í Víkinni Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Chelsea - Sunderland | Jöfn að stigum og geta stokkið upp í annað sætið Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Sjá meira
Viðar Örn Kjartansson hefur verið leikmaður ísraelska liðsins Maccabi Tel Aviv síðan í lok ágúst en getur engu að síður kallað sig sænskan meistara. Viðar Örn skoraði 14 mörk í 19 leikjum með Malmö FF í sænsku úrvalsdeildinni áður en hann var seldur til Tel Aviv. Malmö-liðið var á toppnum þegar Viðar fór og í vikunni tókst Kára Árnasyni og félögum sínum að landa sænska meistaratitlinum. „Já, það gleymist kannski aðeins að ég hafi orðið meistari og ég myndi segja að ég eigi einhvern þátt í meistaratitlinum,“ sagði Viðar Örn Kjartansson í samtali við Guðmund Hilmarsson í Morgunblaðinu í dag. „Það er gaman að hafa átt þátt í meistaratitlinum. Malmö er að mínu viti langsterkasta liðið í deildinni og verðskuldar titilinn," bætti Viðar við. Hann fær gullmedalíuna þegar landsliðið hittist næst en Kári Árnason ætlar að koma með hana með sér. Það sem er kannski enn athyglisverðara er að Viðar Örn er ennþá markahæsti leikmaður sænsku deildarinnar þótt að hann sé ekki búinn að spila í deildinni síðan í ágústmánuði. Viðar var með fjögurra marka forystu á markalistanum eftir að hafa tryggt Malmö FF 1-0 sigur á GIF Sundsvall í lokaleiknum sínum 28. ágúst. Viktor Prodell var þá í öðru sæti með tíu mörk og hann er enn í öðru sæti en nú kominn með 13 mörk. Viktor Prodell hefur skorað einu marki minna en Viðar alveg eins og John Owoeri hjá BK Häcken. „Það yrði ansi gaman ef það gerðist. Þegar ég fór í ágúst þá óraði mig ekki fyrir því að ég gæti endað sem markahæsti leikmaður deildarinnar en nú er ágætis möguleiki á því. Það yrði hreint ekki leiðinlegt að fá gullskó í annað skiptið á þremur árum," sagði Viðar í viðtalinu en hann varð markakóngur með Valerenga í norsku deildinni sumarið 2014 þegar hann skoraði 25 mörk í 29 leikjum. „Núna er maður kannski aðeins farinn að hugsa um tvö til þrjú dauðafæri sem maður brenndi af og að hafa ekki verið á markaskónum til að byrja með," sagði Viðar. Hann skoraði ekki í sex fyrstu deildarleikjum sínum með Malmö en fór svo í gang og skoraði 14 mörk í síðustu 13 leikjunum. Tvær umferðir eru eftir í sænsku úrvalsdeildinni og augu Íslendinga verða þar á næstu mönnum á eftir Viðari á markalistanum. Það verður spennandi að sjá hvort að honum takist að halda toppsætinu og vinna gullskóinn í Svíþjóð.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Leik lokið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Leik lokið: ÍA - Afturelding 1-0 | Stutt frumraun Mosfellinga í Bestu-deildinni staðreynd Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Fleiri fréttir FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Man. United - Brighton | Rauðu djöflarnir í leit að þriðja deildarsigrinum í röð Leik lokið: ÍA - Afturelding 1-0 | Stutt frumraun Mosfellinga í Bestu-deildinni staðreynd Leik lokið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Víkingur - Valur | Verðlaun afhent í Víkinni Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Chelsea - Sunderland | Jöfn að stigum og geta stokkið upp í annað sætið Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Sjá meira
Leik lokið: ÍA - Afturelding 1-0 | Stutt frumraun Mosfellinga í Bestu-deildinni staðreynd Íslenski boltinn
Leik lokið: ÍA - Afturelding 1-0 | Stutt frumraun Mosfellinga í Bestu-deildinni staðreynd Íslenski boltinn