Bygging gestastofu á Hakinu í þjóðgarðinum á Þingvöllum verður 20 prósent dýrari en kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir. Þetta kemur fram í fundargerð Þingvallanefndar frá 6. september sem birt var í gær.
Þrjú tilboð bárust í gestastofuna eftir útboð Ríkiskaupa. Lægsta tilboðið, frá Þarfaþingi, nam tæpum 447 milljónum króna. Kostnaðaráætlunin var 360 milljónir.
„Kostnaðaraukinn skýrist aðallega af því að vinnusvæðið er erfitt og jarðvinna er mikil,“ segir meðal annars í fundargerðinni en samþykkt var að taka tilboði Þarfaþings og leita til forsætisráðuneytisins og Alþingis um fjármögnun.
Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
