Ástandið sé óbærilegt fyrir íbúa og rútubílstjóra Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. október 2016 20:00 Ástandið í miðbænum er óbærilegt bæði fyrir íbúa og rútubílstjóra að sögn Hjálmars Sveinssonar, formanns umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Hópferðabílstjórar hafa orðið fyrir aðkasti að undanförnu af hálfu nágranna hótela í miðborginni. Skipaður hefur verið starfshópur til að bregðast við málinu. Í takt við fjölgun ferðamanna hér á landi hefur rútuumferð í miðbænum aukist. Ferðamönnum er skutlað eða þeir sóttir á hótel á svæðinu. Íbúar í miðbænum er margir hverjir þreyttir á ástandinu. Að undanförnu hafa rútubílstjórar fundið fyrir mikilli óánægju og í hópnum Rútu- og hópbifreiða áhugamenn á Facebook hefur skapast umræða um málið en einn bílstjórinn lýsti því að hann hefði orðið fyrir aðkasti á dögunum af hálfu nágranna fyrir utan hótel Skugga á Hverfisgötu. „Við álítum það að ástandið eins og það er sé óbærilegt fyrir íbúanna og það er auðvitað líka óbærilegt fyrir bílstjóranna að þurfa að starfa við þessi skilyrði,“ segir Hjálmar og bætir við að á næstu dögum og vikum verði rætt við alla helstu hagsmunaaðila með það í huga að bæta ástandið en stofnaður hefur verið starfshópur um akstur með ferðamenn í miðborginni. Hjálmar segir borgina fá mikið af kvörtunum vegna málsins. „Og það er auðvitað óbærilegt. Þetta er táknmynd þess að ferðaþjónustan eins og hún er að þróast sé að ýta íbúum burt út úr borginni,“ segir Hjálmar. Óskar Jens Stefánsson, formaður félags rútubílstjóra, talar um leiðindaástand. Hann segir að bílstjórum finnist mörgum hverjum leiðinlegt að lenda í reiðum nágrönnum. Bílstjórar segist ekki skilja hvernig leyfi fáist fyrir nýjum hótelum án þess að hægt sé að ferma eða afferma rútubíla. „Við höfum engin önnur úrræði en að fara að þessum nýju stöðum. Það eru leiðinlegar uppákomur þegar fólk kemur og skammast í okkur með hávaða og látum. Við reynum að afsaka þetta við útlendingana eins og við getum,“ segir Óskar Jens. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Sjá meira
Ástandið í miðbænum er óbærilegt bæði fyrir íbúa og rútubílstjóra að sögn Hjálmars Sveinssonar, formanns umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Hópferðabílstjórar hafa orðið fyrir aðkasti að undanförnu af hálfu nágranna hótela í miðborginni. Skipaður hefur verið starfshópur til að bregðast við málinu. Í takt við fjölgun ferðamanna hér á landi hefur rútuumferð í miðbænum aukist. Ferðamönnum er skutlað eða þeir sóttir á hótel á svæðinu. Íbúar í miðbænum er margir hverjir þreyttir á ástandinu. Að undanförnu hafa rútubílstjórar fundið fyrir mikilli óánægju og í hópnum Rútu- og hópbifreiða áhugamenn á Facebook hefur skapast umræða um málið en einn bílstjórinn lýsti því að hann hefði orðið fyrir aðkasti á dögunum af hálfu nágranna fyrir utan hótel Skugga á Hverfisgötu. „Við álítum það að ástandið eins og það er sé óbærilegt fyrir íbúanna og það er auðvitað líka óbærilegt fyrir bílstjóranna að þurfa að starfa við þessi skilyrði,“ segir Hjálmar og bætir við að á næstu dögum og vikum verði rætt við alla helstu hagsmunaaðila með það í huga að bæta ástandið en stofnaður hefur verið starfshópur um akstur með ferðamenn í miðborginni. Hjálmar segir borgina fá mikið af kvörtunum vegna málsins. „Og það er auðvitað óbærilegt. Þetta er táknmynd þess að ferðaþjónustan eins og hún er að þróast sé að ýta íbúum burt út úr borginni,“ segir Hjálmar. Óskar Jens Stefánsson, formaður félags rútubílstjóra, talar um leiðindaástand. Hann segir að bílstjórum finnist mörgum hverjum leiðinlegt að lenda í reiðum nágrönnum. Bílstjórar segist ekki skilja hvernig leyfi fáist fyrir nýjum hótelum án þess að hægt sé að ferma eða afferma rútubíla. „Við höfum engin önnur úrræði en að fara að þessum nýju stöðum. Það eru leiðinlegar uppákomur þegar fólk kemur og skammast í okkur með hávaða og látum. Við reynum að afsaka þetta við útlendingana eins og við getum,“ segir Óskar Jens.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Sjá meira