Búið er að opna fyrir umferð um Þingvallaveg eftir bílslys sem þar varð fyrr í dag.
— LRH (@logreglan) October 25, 2016
Mikill viðbúnaður var vegna slyssins og var viðbragðsáætlun almannavarna virkjuð eftir tilkynningu klukkan 10:18 og mikill fjöldi sjúkrabíla, lögreglubíla, tækjabíla slökkviliðs og björgunarsveitarfólk sent á vettvang. Þá var viðbragðsáætlun Landspítalans einnig virkjuð en viðbúnaðarstig á spítalanum er ekki lengur í gildi.