Viðskipti erlent

AT&T í viðræðum um að kaupa Time Warner á 9.200 milljarða

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Getty
Fjarskiptafyrirtækið AT&T stendur nú í viðræðum um að kaupa Time Warner á um 80 milljarða dala, eða um 9.200 milljarða króna. Meðal eigna TW eru sjónvarpsstöðvarnar HBO og CNN og kvikmyndafyrirtækið Warner Bros auk annarra eigna. Samkvæmt heimildum Wall Street Journal gæti kaupsamningur verið samþykktur strax um helgina.

Þetta gæti verið einn stærsti samruni undanfarinna ára samkvæmt Reuters fréttaveitunni.

Fjarskiptafyrirtæki snúa sér nú í auknum mæli að því að samtvinna vinnslu efnis og dreifingu þess. AT&T keypti í fyrra gervihnattaþjónustufyrirtækið DirectTV fyrir 48,5 milljarða dala.

Aðrir svipaðir samrunar eru samruni Comcast og NBC Universal árið 2011 og kaup Verizon á Yahoo og AOL í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×