„Það er sorglegt að þessar breytingar bitni á innlendri framleiðslu“ Birgir Olgeirsson skrifar 21. október 2016 13:49 Nýjar reglur um áfengiskaup sagðar bitna á innlendri framleiðslu. Mynd/Anton Breytingar á reglum um áfengiskaup ferðamanna í fríhöfninni í flugstöð Leifs Eiríkssonar bitna á innlendri framleiðslu. Þetta er mat forsvarsmanna Vífilfells og Ölgerðarinnar en rætt er við þá á vef Túrista þar sem fjallað er um áhrif þessara breytinga. Reglunum um áfengiskaup ferðamanna var breytt á þá leið í sumarbyrjun að nú geta ferðamenn á leið um fríhöfn flugstöðvar Leifs Eiríkssonar nýtt allan tollinn til kaupa á aðeins sterku áfengi, léttvíni eða bjór. Áður þurfti að blanda saman sortum í samræmi við fimm ólíka samsetningar þar sem mest var hægt að kaupa einn lítra af sterku áfengi en nú er hámarkið 1,5 lítrar, sá sem vill eingöngu vín getur nú tekið sex flöskur í stað fjögurra og er nú hægt að kaupa sex hálfs lítra kippur af áfengu öli en áður var hámarkið fjórar kippur. Túristi greinir frá því að sala á áfengi í Fríhöfninni hafi dregist saman í lítrum talið frá því þessar breytingar tóku gildi þar sem meira er keypt af víni í stað bjórs. Þetta þýðir að minna selst af bjór sem er framleiddur á Íslandi en meira selst af innfluttu víni. „Það er sorglegt að þessar breytingar bitni á innlendri framleiðslu en sala á innfluttu léttvíni aukist,“ segir Erla Jóna Einarsdóttir hjá Ölgerðinni við Túrista. „Þetta er auðvitað mjög óheppilegt þar sem bjórinn er að megninu til framleiddur á Íslandi á meðan stór hluti af sterka áfenginu og allt vínið er flutt inn,“ er haft eftir Hreiðari Þór Jónssyni hjá Vífilfelli á vef Túrista. Vínheildsalar eru hins vegar afar ánægðir með þessa breytingu, líkt og kemur fram í máli Sigurðar Hannessonar, hjá RJC, sem segist vera sáttur við þá reynslu sem komin er á nýju reglurnar því sala á léttvíni hefur aukist. Sjá nánar á vef Túrista hér. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Breytingar á reglum um áfengiskaup ferðamanna í fríhöfninni í flugstöð Leifs Eiríkssonar bitna á innlendri framleiðslu. Þetta er mat forsvarsmanna Vífilfells og Ölgerðarinnar en rætt er við þá á vef Túrista þar sem fjallað er um áhrif þessara breytinga. Reglunum um áfengiskaup ferðamanna var breytt á þá leið í sumarbyrjun að nú geta ferðamenn á leið um fríhöfn flugstöðvar Leifs Eiríkssonar nýtt allan tollinn til kaupa á aðeins sterku áfengi, léttvíni eða bjór. Áður þurfti að blanda saman sortum í samræmi við fimm ólíka samsetningar þar sem mest var hægt að kaupa einn lítra af sterku áfengi en nú er hámarkið 1,5 lítrar, sá sem vill eingöngu vín getur nú tekið sex flöskur í stað fjögurra og er nú hægt að kaupa sex hálfs lítra kippur af áfengu öli en áður var hámarkið fjórar kippur. Túristi greinir frá því að sala á áfengi í Fríhöfninni hafi dregist saman í lítrum talið frá því þessar breytingar tóku gildi þar sem meira er keypt af víni í stað bjórs. Þetta þýðir að minna selst af bjór sem er framleiddur á Íslandi en meira selst af innfluttu víni. „Það er sorglegt að þessar breytingar bitni á innlendri framleiðslu en sala á innfluttu léttvíni aukist,“ segir Erla Jóna Einarsdóttir hjá Ölgerðinni við Túrista. „Þetta er auðvitað mjög óheppilegt þar sem bjórinn er að megninu til framleiddur á Íslandi á meðan stór hluti af sterka áfenginu og allt vínið er flutt inn,“ er haft eftir Hreiðari Þór Jónssyni hjá Vífilfelli á vef Túrista. Vínheildsalar eru hins vegar afar ánægðir með þessa breytingu, líkt og kemur fram í máli Sigurðar Hannessonar, hjá RJC, sem segist vera sáttur við þá reynslu sem komin er á nýju reglurnar því sala á léttvíni hefur aukist. Sjá nánar á vef Túrista hér.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira