Munur á markaðsverði og skiptaverði mikill Sveinn Arnarsson skrifar 21. október 2016 07:00 Markaðsverð er talsvert hærra en skiptaverð Verðlagsstofu. Fréttablaðið/Sveinn Mikill verðmunur er á ýsu og þorski eftir því hvort fiskurinn er seldur beint inn í vinnslu eða fer á markað. Meðalverð á slægðum þorski í júlí var rúmar 212 krónur beint inn í vinnslu útgerðanna en meðalverð á markaði var 287 krónur. Einnig var meðalverðið á markaði hærra fyrir óslægðan þorsk. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir það mjög mikilvægt að útgerðir greiði markaðsverð fyrir fiskinn sem sjómenn komi með að landi. „Það í sjálfu sér skiptir ekki máli hver kaupir fiskinn og ekki forgangskrafa okkar að allur fiskur fari á markað, síður en svo. Það er hins vegar skýlaus krafa okkar að útgerðir borgi það verð sem markaðurinn er tilbúinn að greiða fyrir aflann. Þarna eru sjómenn ekki að fá réttan hlut og útgerðin græðir,“ segir Valmundur.Valmundur ValmundssonÚtgerðir kaupa fisk af eigin áhöfnum inn til vinnslustöðva sem eru í eigu útgerðanna. Kaupverðið á aflanum segir til um laun sjómanna eftir veiðitúrinn, það er að þeir fá hlut af þeim afla sem selst. Verðið er ákveðið af úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna. Munurinn á skiptaverði og markaðsverði óslægðs þorsks er aðeins 21 króna á hvert kíló. Þótt þar sé kannski um fáar krónur að ræða getur það numið milljörðum ef skiptaverðið færðist nær markaðsverði, sem myndi þýða hærri laun sjómanna, hærra útsvar fyrir sveitarfélög og meiri skatttekjur ríkisins. Sjómenn segja það forgangskröfu í samningagerð sinni við útgerðina að menn greiði rétt verð fyrir þann afla sem er veiddur. Sjómenn hafa verið með lausan samning frá árinu 2011 og eru orðnir langþreyttir á tregðu útgerðarmanna til að semja. Ef ekkert gerist mun íslenski flotinn leggjast allur við bryggju þann 10. nóvember næstkomandi. Valmundur segir það líka vera þannig að markaðurinn vinni oft sem milliliður og að sá afli sem fari á markað fari ekki sjálfkrafa á uppboð. „Svo má líka segja að markaðurinn sé pínulítið skakkur því aflinn þar er ekki boðinn upp heldur segjast menn oft bara vilja kaupa aflann úr þessu skipi á þessu verði án þess að skoða hvað markaðurinn er tilbúinn að greiða fyrir. Því er markaðsverð oft lægra en það ætti að vera,“ segir Valmundur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sjómenn og fiskvinnslur vilja markaðsverð á fiski Formaður Sjómannasambands Íslands vill að sjómenn útgerða sem reka eigin fiskvinnslu fái markaðsverð greitt fyrir aflann. Þeir fá nú greitt allt að helmingi lægra verð. Formaður SFÚ segir núverandi fyrirkomulag sovéskan búskap og að þa 20. október 2016 07:00 Forsætisráðherra metur arðsemi sjávarútvegs ofar frjálsri samkeppni Fimm af sjö fylgishæstu flokkunum í framboði vilja nota fiskmarkaðsverð sem skiptaverð bolfisksafla. Ríkisstjórnarflokkarnir eru því mótfallnir. Þetta kom fram á fundi Félags atvinnurekenda og SFÚ um samkeppnismál í sjávarútvegi. 13. október 2016 07:00 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Mikill verðmunur er á ýsu og þorski eftir því hvort fiskurinn er seldur beint inn í vinnslu eða fer á markað. Meðalverð á slægðum þorski í júlí var rúmar 212 krónur beint inn í vinnslu útgerðanna en meðalverð á markaði var 287 krónur. Einnig var meðalverðið á markaði hærra fyrir óslægðan þorsk. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir það mjög mikilvægt að útgerðir greiði markaðsverð fyrir fiskinn sem sjómenn komi með að landi. „Það í sjálfu sér skiptir ekki máli hver kaupir fiskinn og ekki forgangskrafa okkar að allur fiskur fari á markað, síður en svo. Það er hins vegar skýlaus krafa okkar að útgerðir borgi það verð sem markaðurinn er tilbúinn að greiða fyrir aflann. Þarna eru sjómenn ekki að fá réttan hlut og útgerðin græðir,“ segir Valmundur.Valmundur ValmundssonÚtgerðir kaupa fisk af eigin áhöfnum inn til vinnslustöðva sem eru í eigu útgerðanna. Kaupverðið á aflanum segir til um laun sjómanna eftir veiðitúrinn, það er að þeir fá hlut af þeim afla sem selst. Verðið er ákveðið af úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna. Munurinn á skiptaverði og markaðsverði óslægðs þorsks er aðeins 21 króna á hvert kíló. Þótt þar sé kannski um fáar krónur að ræða getur það numið milljörðum ef skiptaverðið færðist nær markaðsverði, sem myndi þýða hærri laun sjómanna, hærra útsvar fyrir sveitarfélög og meiri skatttekjur ríkisins. Sjómenn segja það forgangskröfu í samningagerð sinni við útgerðina að menn greiði rétt verð fyrir þann afla sem er veiddur. Sjómenn hafa verið með lausan samning frá árinu 2011 og eru orðnir langþreyttir á tregðu útgerðarmanna til að semja. Ef ekkert gerist mun íslenski flotinn leggjast allur við bryggju þann 10. nóvember næstkomandi. Valmundur segir það líka vera þannig að markaðurinn vinni oft sem milliliður og að sá afli sem fari á markað fari ekki sjálfkrafa á uppboð. „Svo má líka segja að markaðurinn sé pínulítið skakkur því aflinn þar er ekki boðinn upp heldur segjast menn oft bara vilja kaupa aflann úr þessu skipi á þessu verði án þess að skoða hvað markaðurinn er tilbúinn að greiða fyrir. Því er markaðsverð oft lægra en það ætti að vera,“ segir Valmundur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sjómenn og fiskvinnslur vilja markaðsverð á fiski Formaður Sjómannasambands Íslands vill að sjómenn útgerða sem reka eigin fiskvinnslu fái markaðsverð greitt fyrir aflann. Þeir fá nú greitt allt að helmingi lægra verð. Formaður SFÚ segir núverandi fyrirkomulag sovéskan búskap og að þa 20. október 2016 07:00 Forsætisráðherra metur arðsemi sjávarútvegs ofar frjálsri samkeppni Fimm af sjö fylgishæstu flokkunum í framboði vilja nota fiskmarkaðsverð sem skiptaverð bolfisksafla. Ríkisstjórnarflokkarnir eru því mótfallnir. Þetta kom fram á fundi Félags atvinnurekenda og SFÚ um samkeppnismál í sjávarútvegi. 13. október 2016 07:00 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Sjómenn og fiskvinnslur vilja markaðsverð á fiski Formaður Sjómannasambands Íslands vill að sjómenn útgerða sem reka eigin fiskvinnslu fái markaðsverð greitt fyrir aflann. Þeir fá nú greitt allt að helmingi lægra verð. Formaður SFÚ segir núverandi fyrirkomulag sovéskan búskap og að þa 20. október 2016 07:00
Forsætisráðherra metur arðsemi sjávarútvegs ofar frjálsri samkeppni Fimm af sjö fylgishæstu flokkunum í framboði vilja nota fiskmarkaðsverð sem skiptaverð bolfisksafla. Ríkisstjórnarflokkarnir eru því mótfallnir. Þetta kom fram á fundi Félags atvinnurekenda og SFÚ um samkeppnismál í sjávarútvegi. 13. október 2016 07:00