Ingó fer yfir pólitíkina: Telur að kosið verði aftur, vill sjá spítalann á Vífilsstöðum og kaus Ástþór Stefán Árni Pálsson skrifar 20. október 2016 11:15 Ingólfur þekkir stjórnmálin mjög vel á Íslandi. „Ég er svona að bíða eftir að einhver komi fram og segist ekki ætla lofa neinu, ekki alltaf vera að lofa einhverri endalausri þvælu,“ segir tónlistamaðurinn Ingólfur Þórarinsson sem er sérstakur pólitískur rýnir Brennslunnar á FM957. Hann var gestur þáttarins í morgun og fór þar yfir pólitíska landslagið á Íslandi í dag en núna eru aðeins 9 dagar til kosninga. Ingólfur fór meðal annars yfir fyrirkomulag vaxtabóta og líkti því við að ríkið myndi alltaf borga einstaklingi 15.000 krónur áður en hann færi inn í fatabúð. „Fólk tekur ennþá lánin frá bönkunum þá svo að þeir séu að rukka þessa vexti, og svo þarf ríkið að niðurgreiða þetta, meðan bankarnir græða og græða.“ Ingólfur kemur fram með skemmtilega kenningu og telur hann að það verði einfaldlega kosið aftur eftir komandi kosningar. „Ég hugsa að þetta verði nokkuð erfitt og framundan sé erfiðar stjórnarmyndunarviðræður. Núna er VG að mælast ágætlega og Viðreisn gæti komið sterkur inn. Ef þetta lendi í fjögurra flokka stjórn, þá verður samstarfið mjög erfitt,“ segir Ingó sem telur að í framhaldinu þyrfti þá að kjósa aftur. Popparinn fór vel í gegnum fyrirkomulagið á aflaheimildum við Íslandsstrendur og er hann greinilega vel inni í þeim málum. Ingólfur tjáði sig einnig um staðsetningu nýs spítala á höfuðborgarsvæðinu.Vill flytja spítalann „Ég myndi vilja sjá hann upp á Vífilsstöðum. Ég skil vel þau sjónarmið að fólk vilji hafa spítalann nálægt háskólanum en byggðin er orðin svo þétt þar í kring að ég sé það ekki alveg gerast.“ Hann segir að það eigi kannski ekkert mikið eftir að breytast ef Píratar verði stærsti flokkurinn og Smári McCarthy forsætisráðherra. „Það verða kannski einhverjar kerfisbreytingar og stjórnarskránni verður jafnvel breytt, en þá þarf auðvitað að kjósa aftur. Varðandi stjórnarskrána þá myndi ég vilja sjá breytingu þar á og sjá meira jafnvægi í öllum atkvæðum. Ég skil ekki alveg af hverju atkvæði einhvers gaurs á Sauðárkróki gildi tvö eða þrefalt á við mitt, þar sem ég bý hérna upp í Grafarholti. Þetta hvetur til byggðarstefnu, sem þýðir það að flokkarnir fara alltaf út á land og lofa öllu fögru þar.“ Í samtalinu kom fram að Ingólfur hafi kosið Ástþór Magnússon í síðustu forsetakosningum. „Ég vissi alveg að Guðni myndi vinna þetta og mér fannst Ástþór bara eiga skilið að fá nokkur atkvæði. Hann er alltaf niðurlægður í svona kosningum, en samt er hann með alveg ágætar hugmyndir. Hann er bara svo kolklikkaður.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Ingó. Kosningar 2016 Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Edrú í eitt ár Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Sjá meira
„Ég er svona að bíða eftir að einhver komi fram og segist ekki ætla lofa neinu, ekki alltaf vera að lofa einhverri endalausri þvælu,“ segir tónlistamaðurinn Ingólfur Þórarinsson sem er sérstakur pólitískur rýnir Brennslunnar á FM957. Hann var gestur þáttarins í morgun og fór þar yfir pólitíska landslagið á Íslandi í dag en núna eru aðeins 9 dagar til kosninga. Ingólfur fór meðal annars yfir fyrirkomulag vaxtabóta og líkti því við að ríkið myndi alltaf borga einstaklingi 15.000 krónur áður en hann færi inn í fatabúð. „Fólk tekur ennþá lánin frá bönkunum þá svo að þeir séu að rukka þessa vexti, og svo þarf ríkið að niðurgreiða þetta, meðan bankarnir græða og græða.“ Ingólfur kemur fram með skemmtilega kenningu og telur hann að það verði einfaldlega kosið aftur eftir komandi kosningar. „Ég hugsa að þetta verði nokkuð erfitt og framundan sé erfiðar stjórnarmyndunarviðræður. Núna er VG að mælast ágætlega og Viðreisn gæti komið sterkur inn. Ef þetta lendi í fjögurra flokka stjórn, þá verður samstarfið mjög erfitt,“ segir Ingó sem telur að í framhaldinu þyrfti þá að kjósa aftur. Popparinn fór vel í gegnum fyrirkomulagið á aflaheimildum við Íslandsstrendur og er hann greinilega vel inni í þeim málum. Ingólfur tjáði sig einnig um staðsetningu nýs spítala á höfuðborgarsvæðinu.Vill flytja spítalann „Ég myndi vilja sjá hann upp á Vífilsstöðum. Ég skil vel þau sjónarmið að fólk vilji hafa spítalann nálægt háskólanum en byggðin er orðin svo þétt þar í kring að ég sé það ekki alveg gerast.“ Hann segir að það eigi kannski ekkert mikið eftir að breytast ef Píratar verði stærsti flokkurinn og Smári McCarthy forsætisráðherra. „Það verða kannski einhverjar kerfisbreytingar og stjórnarskránni verður jafnvel breytt, en þá þarf auðvitað að kjósa aftur. Varðandi stjórnarskrána þá myndi ég vilja sjá breytingu þar á og sjá meira jafnvægi í öllum atkvæðum. Ég skil ekki alveg af hverju atkvæði einhvers gaurs á Sauðárkróki gildi tvö eða þrefalt á við mitt, þar sem ég bý hérna upp í Grafarholti. Þetta hvetur til byggðarstefnu, sem þýðir það að flokkarnir fara alltaf út á land og lofa öllu fögru þar.“ Í samtalinu kom fram að Ingólfur hafi kosið Ástþór Magnússon í síðustu forsetakosningum. „Ég vissi alveg að Guðni myndi vinna þetta og mér fannst Ástþór bara eiga skilið að fá nokkur atkvæði. Hann er alltaf niðurlægður í svona kosningum, en samt er hann með alveg ágætar hugmyndir. Hann er bara svo kolklikkaður.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Ingó.
Kosningar 2016 Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Edrú í eitt ár Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Sjá meira