Dagurinn hjá Bjartri einkenndist þó ekki einungis af stöðugu fjölmiðlaáreiti og kosningastússi. Björt Ólafsdóttir, þingmaður flokksins, hleypti til að mynda áhorfendum inn á heimili sitt þar sem börnin voru í fyrirrúmi. Þá mega frambjóðendur ekki gleyma að næra sig og það veit Óttarr Proppé formaður manna best.
Ævintýri Bjartrar framtíðar má sjá í spilaranum hér að ofan.
Á næstu dögum og vikum munu fulltrúar annarra flokka sjá um snappið og til þess að fylgjast með því sem á daga þeirra drífur þarf einfaldlega að bæta við stod2frettir á Snapchat. Þá getur fólk einnig bætt reikningunum við með því að kveikja á Snapchat og beina myndavélinni að gula merkinu hér að neðan.
