Attenborough segir Planet Earth 2 eiga sér enga hliðstæðu Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2016 19:47 Vísir/AFP Tíu árum eftir útgáfu náttúrulífsþáttanna Planet Earth er nú verið að gefa út Planet Earth 2. Þulur þáttanna, hinn margfrægi David Attenborough, segir að þættirnir eigi sér enga hliðstæðu. Ómögulegt hefði verið að ná þeim skotum sem verða í þáttunum fyrir tíu árum. Starfsmenn BBC fóru til 40 landa á þriggja ára tímabili til að ná myndefninu í PE2 og notuðust þeir við nýjustu tækni meðal annars í háhraða og háskerpu. Einnig var notast við nýjar fisléttar myndavélar og dróna. „Ég get sagt að tæknin og skotin eiga sér enga hliðstæðu. Það hefði ekki verið hægt að ná þessum skotum fyrir tíu árum,“ segir Attenborough við Guardian. Hann var spurður hvort hann væri bjartsýnn út í örlög plánetunnar en hann sagðist vita um fjölda ástæðna til að vera svartsýnn. Hins vegar hefði mannkyninu tekist að koma sér saman vegna skaðans á ósonlaginu og takast á við það vandamál. „Vandamálin sem við eigum við núna eru hins vegar umfangsmeiri og erfiðari en ósonvandinn var og vandinn hefur versnað vegna fólksfjölgunar. En við náðum saman þá og ég tel að séum nálægt því að ná saman aftur. Það er ekki eins og við vitum ekki hver vandinn er og að við búum ekki yfir leiðum til að takast á við hann.“ Þá var enginn annar en Hans Zimmer fenginn til að semja tónlistina fyrir þáttaröðina. Hann er hvað þekktastur fyrir tónlistina í Lion King, Gladiator, Interstellar, Dark Knight myndirnar og Pirates of the Carribean. Hann segist hafa litið á Planet Earth eins og dramaseríu. Þættirnir sex verða sýndir á sunnudögum á BBC1 og byrja þann 6. nóvember. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Enn lengri og stórfenglegri stikla Planet Earth Magnað efni. 16. október 2016 14:18 Stórfengleg stikla Planet Earth 2 Þættirnir Planet Earth með goðsögnina David Attenborough eru snúnir aftur. 11. október 2016 11:01 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Tíu árum eftir útgáfu náttúrulífsþáttanna Planet Earth er nú verið að gefa út Planet Earth 2. Þulur þáttanna, hinn margfrægi David Attenborough, segir að þættirnir eigi sér enga hliðstæðu. Ómögulegt hefði verið að ná þeim skotum sem verða í þáttunum fyrir tíu árum. Starfsmenn BBC fóru til 40 landa á þriggja ára tímabili til að ná myndefninu í PE2 og notuðust þeir við nýjustu tækni meðal annars í háhraða og háskerpu. Einnig var notast við nýjar fisléttar myndavélar og dróna. „Ég get sagt að tæknin og skotin eiga sér enga hliðstæðu. Það hefði ekki verið hægt að ná þessum skotum fyrir tíu árum,“ segir Attenborough við Guardian. Hann var spurður hvort hann væri bjartsýnn út í örlög plánetunnar en hann sagðist vita um fjölda ástæðna til að vera svartsýnn. Hins vegar hefði mannkyninu tekist að koma sér saman vegna skaðans á ósonlaginu og takast á við það vandamál. „Vandamálin sem við eigum við núna eru hins vegar umfangsmeiri og erfiðari en ósonvandinn var og vandinn hefur versnað vegna fólksfjölgunar. En við náðum saman þá og ég tel að séum nálægt því að ná saman aftur. Það er ekki eins og við vitum ekki hver vandinn er og að við búum ekki yfir leiðum til að takast á við hann.“ Þá var enginn annar en Hans Zimmer fenginn til að semja tónlistina fyrir þáttaröðina. Hann er hvað þekktastur fyrir tónlistina í Lion King, Gladiator, Interstellar, Dark Knight myndirnar og Pirates of the Carribean. Hann segist hafa litið á Planet Earth eins og dramaseríu. Þættirnir sex verða sýndir á sunnudögum á BBC1 og byrja þann 6. nóvember.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Enn lengri og stórfenglegri stikla Planet Earth Magnað efni. 16. október 2016 14:18 Stórfengleg stikla Planet Earth 2 Þættirnir Planet Earth með goðsögnina David Attenborough eru snúnir aftur. 11. október 2016 11:01 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Stórfengleg stikla Planet Earth 2 Þættirnir Planet Earth með goðsögnina David Attenborough eru snúnir aftur. 11. október 2016 11:01