„Ekkert stress þó að Dagur hætti“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. nóvember 2016 13:00 Dagur Sigurðsson hættir líklega með þýska liðið. vísir/afp Það virðist alltaf líklegra að Dagur Sigurðsson hætti sem landsliðsþjálfari Þýskalands en þýska blaðið Bild sagði frá því í gær að Valsarinn væri búinn að ákveða að yfirgefa þýska liðið og að hann taki við Japan. Bob Hanning, varaforseti þýska handknattleikssambandsins, sagði í gær að það væri ekki rétt að Dagur væri búinn að ákveða að taka við japanska landsliðinu. Dagur er ekki enn búinn að gefa út að hann muni hætta með þýska liðið. Dagur þarf að ákveða sig á næstu vikum. „Það er engin sérstök dagsetning sem við erum með í huga en við viljum vita ákvörðun hans í nóvember. Ég og leikmennirnir vonum allir að hann verði áfram. Það yrði synd ef Dagur verður ekki þjálfari okkar áfram því hann er að standa sig svo vel,“ segir Hanning í viðtali við Handball-World. Dagur gerði Þýskaland að Evrópumeisturum í janúar og fékk svo brons á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar en íslenski þjálfarinn er í guðatölu í Þýskalandi eftir árangurinn. „Við munum sakna hans ef að hann hættir en við verðum áfram á meðal bestu liða,“ segir Andreas Wolff, markvörður Kiel og þýska landsliðsins og Hanning tekur undir orð markvarðarins. „Við þurfum ekkert að stressa okkur þó Dagur fari. Ég myndi sjá á eftir Degi því við værum að missa góðan þjálfara en þó Dagur fari breytir það ekki stöðu okkar eða markmiðum,“ segir Bob Hanning. Handbolti Tengdar fréttir Hanning: Ekki frágengið að Dagur fari til Japans Þýskir fjölmiðlar halda því fram að Dagur Sigurðsson verði næsti landsliðsþjálfari Japans. 8. nóvember 2016 13:30 Dagur um nýju bókina sína: Ekki hrein ævisaga en ekki íþróttabók heldur Þetta er stór dagur fyrir íslenska handboltaþjálfarann Dag Sigurðsson því nýja bókin hans kemur út í Þýskaland í dag. 2. nóvember 2016 10:30 Segja Dag taka við japanska landsliðinu Flytur heim til Íslands vegna fjölskylduaðstæðna og flýgur á milli. 8. nóvember 2016 08:00 Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Enski boltinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Meistararnir unnu annan leikinn í röð Enski boltinn Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Fleiri fréttir Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Sjá meira
Það virðist alltaf líklegra að Dagur Sigurðsson hætti sem landsliðsþjálfari Þýskalands en þýska blaðið Bild sagði frá því í gær að Valsarinn væri búinn að ákveða að yfirgefa þýska liðið og að hann taki við Japan. Bob Hanning, varaforseti þýska handknattleikssambandsins, sagði í gær að það væri ekki rétt að Dagur væri búinn að ákveða að taka við japanska landsliðinu. Dagur er ekki enn búinn að gefa út að hann muni hætta með þýska liðið. Dagur þarf að ákveða sig á næstu vikum. „Það er engin sérstök dagsetning sem við erum með í huga en við viljum vita ákvörðun hans í nóvember. Ég og leikmennirnir vonum allir að hann verði áfram. Það yrði synd ef Dagur verður ekki þjálfari okkar áfram því hann er að standa sig svo vel,“ segir Hanning í viðtali við Handball-World. Dagur gerði Þýskaland að Evrópumeisturum í janúar og fékk svo brons á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar en íslenski þjálfarinn er í guðatölu í Þýskalandi eftir árangurinn. „Við munum sakna hans ef að hann hættir en við verðum áfram á meðal bestu liða,“ segir Andreas Wolff, markvörður Kiel og þýska landsliðsins og Hanning tekur undir orð markvarðarins. „Við þurfum ekkert að stressa okkur þó Dagur fari. Ég myndi sjá á eftir Degi því við værum að missa góðan þjálfara en þó Dagur fari breytir það ekki stöðu okkar eða markmiðum,“ segir Bob Hanning.
Handbolti Tengdar fréttir Hanning: Ekki frágengið að Dagur fari til Japans Þýskir fjölmiðlar halda því fram að Dagur Sigurðsson verði næsti landsliðsþjálfari Japans. 8. nóvember 2016 13:30 Dagur um nýju bókina sína: Ekki hrein ævisaga en ekki íþróttabók heldur Þetta er stór dagur fyrir íslenska handboltaþjálfarann Dag Sigurðsson því nýja bókin hans kemur út í Þýskaland í dag. 2. nóvember 2016 10:30 Segja Dag taka við japanska landsliðinu Flytur heim til Íslands vegna fjölskylduaðstæðna og flýgur á milli. 8. nóvember 2016 08:00 Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Enski boltinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Meistararnir unnu annan leikinn í röð Enski boltinn Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Fleiri fréttir Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Sjá meira
Hanning: Ekki frágengið að Dagur fari til Japans Þýskir fjölmiðlar halda því fram að Dagur Sigurðsson verði næsti landsliðsþjálfari Japans. 8. nóvember 2016 13:30
Dagur um nýju bókina sína: Ekki hrein ævisaga en ekki íþróttabók heldur Þetta er stór dagur fyrir íslenska handboltaþjálfarann Dag Sigurðsson því nýja bókin hans kemur út í Þýskaland í dag. 2. nóvember 2016 10:30
Segja Dag taka við japanska landsliðinu Flytur heim til Íslands vegna fjölskylduaðstæðna og flýgur á milli. 8. nóvember 2016 08:00