Enn mesta ríki heims Lars Christensen skrifar 9. nóvember 2016 09:00 Í dag getum við verið viss um að næstum helmingur allra bandarískra kjósenda sé mjög vonsvikinn eða jafnvel reiður og að hinn helmingurinn sé ekkert sérstaklega ánægður heldur, jafnvel þótt „hans“ frambjóðandi hafi unnið í gær. Staðreyndin er sú að bæði Hillary Clinton og Donald Trump hafa verið einstaklega óvinsælir frambjóðendur svo það er sama hvort þeirra hefur unnið í gær, það er ólíklegt að það hafi sameinað Bandaríkjamenn og fært þeim mikla hamingju. Svo það er auðvelt að örvænta. En ef við gleymum fjögurra ára kosningahringnum og horfum aðeins lengra fram á við, yfir næsta áratug eða tvo, þá er ástæða til að vera miklu bjartsýnni.Bandaríkin endurskapa sig alltafSíðan sjálfstæði var lýst yfir 1776 hafa Bandaríkin farið upp og niður efnahagslega, félagslega og pólitískt. Þau hafa lifað af blóðuga borgarastyrjöld og tvær heimsstyrjaldir, Watergate og 11. september. Þrátt fyrir allt þetta er bandaríska hagkerfið enn stærsta og farsælasta hagkerfi veraldarsögunnar. Ekkert annað land í heiminum hefur skapað meiri auð. Ekkert annað land hefur átt fleiri Nóbelsverðlaunahafa. Ekkert annað land í heiminum kemst nálægt þeim – sama hvaða efnahagslegu mælikvarða við notum. Það eru í raun litlar líkur á því að eitthvert annað hagkerfi í heiminum verði stærra en það bandaríska á okkar líftíma. Vissulega hefur Kína saxað hratt á forskotið síðustu þrjá áratugina, en mælt í Bandaríkjadölum er bandaríska hagkerfið enn næstum tvöfalt stærra en það kínverska og þótt Kína haldi í einhvern tíma áfram að vinna á eru miklar líkur á að Kína verði gamalt áður en landið verður ríkt. Þannig hefur Kína mjög sterkan lýðfræðilegan mótbyr – eins og við höfum séð í Japan síðustu 20 árin. Svo jafnvel þótt Bandaríkin hafi einnig lýðfræðilegan mótbyr þá endurskapar landið sig alltaf. Það heldur alltaf áfram að vaxa og þróast. Lítið bara á bandaríska verðbréfamarkaðinn. Sum stærstu fyrirtækin í Bandaríkjunum – fyrirtæki eins og Google, Apple og Uber – hafa verið sett á stofn á síðustu 1-2 áratugum. Og mörg þessara fyrirtækja hafa verið stofnuð af innflytjendum með litla eða enga menntun sem hafa komið til lands hinna frjálsu og heimkynna hinna hugdjörfu í leit að lífi, frelsi og hamingju. Og þetta er leyndarmálið á bak við árangurssögu bandaríska hagkerfisins – kapítalískt kerfi þar sem allir geta náð árangri – með mikilli vinnu og auðvitað talsverðri heppni. Staðreyndin er sú að það mikilvæga á bak við langtímavelgengni bandaríska hagkerfisins er ekki hvort forsetinn heitir Trump eða Clinton, heldur hið einstaka stofnanaskipulag sem tryggir réttarríkið og heldur aftur af pólitíkinni. Kerfi sem byggist í grundvallaratriðum á frjálsum markaði. Það eru vissulega margir gallar á bandaríska kerfinu og það má með réttu gagnrýna það fyrir marga hluti – bæði frá sjónarmiði sósíalista og frá sjónarhóli hins frjálsa markaðar. En spyrjið hvaða fátækling sem er í þróunarríkjum Afríku eða Asíu hvar hann vildi helst búa og flestir þeirra munu ekki hika við að segjast vilja búa í Bandaríkjum Norður-Ameríku frekar en nokkrum öðrum stað í heiminum. Og það er þess vegna sem Bandaríkjamenn ættu að fagna í dag – þeir eru enn öfundaðir af heiminum og þeir búa enn, líka eftir gærdaginn, í stórkostlegasta landi í heimi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Lars Christensen Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Í dag getum við verið viss um að næstum helmingur allra bandarískra kjósenda sé mjög vonsvikinn eða jafnvel reiður og að hinn helmingurinn sé ekkert sérstaklega ánægður heldur, jafnvel þótt „hans“ frambjóðandi hafi unnið í gær. Staðreyndin er sú að bæði Hillary Clinton og Donald Trump hafa verið einstaklega óvinsælir frambjóðendur svo það er sama hvort þeirra hefur unnið í gær, það er ólíklegt að það hafi sameinað Bandaríkjamenn og fært þeim mikla hamingju. Svo það er auðvelt að örvænta. En ef við gleymum fjögurra ára kosningahringnum og horfum aðeins lengra fram á við, yfir næsta áratug eða tvo, þá er ástæða til að vera miklu bjartsýnni.Bandaríkin endurskapa sig alltafSíðan sjálfstæði var lýst yfir 1776 hafa Bandaríkin farið upp og niður efnahagslega, félagslega og pólitískt. Þau hafa lifað af blóðuga borgarastyrjöld og tvær heimsstyrjaldir, Watergate og 11. september. Þrátt fyrir allt þetta er bandaríska hagkerfið enn stærsta og farsælasta hagkerfi veraldarsögunnar. Ekkert annað land í heiminum hefur skapað meiri auð. Ekkert annað land hefur átt fleiri Nóbelsverðlaunahafa. Ekkert annað land í heiminum kemst nálægt þeim – sama hvaða efnahagslegu mælikvarða við notum. Það eru í raun litlar líkur á því að eitthvert annað hagkerfi í heiminum verði stærra en það bandaríska á okkar líftíma. Vissulega hefur Kína saxað hratt á forskotið síðustu þrjá áratugina, en mælt í Bandaríkjadölum er bandaríska hagkerfið enn næstum tvöfalt stærra en það kínverska og þótt Kína haldi í einhvern tíma áfram að vinna á eru miklar líkur á að Kína verði gamalt áður en landið verður ríkt. Þannig hefur Kína mjög sterkan lýðfræðilegan mótbyr – eins og við höfum séð í Japan síðustu 20 árin. Svo jafnvel þótt Bandaríkin hafi einnig lýðfræðilegan mótbyr þá endurskapar landið sig alltaf. Það heldur alltaf áfram að vaxa og þróast. Lítið bara á bandaríska verðbréfamarkaðinn. Sum stærstu fyrirtækin í Bandaríkjunum – fyrirtæki eins og Google, Apple og Uber – hafa verið sett á stofn á síðustu 1-2 áratugum. Og mörg þessara fyrirtækja hafa verið stofnuð af innflytjendum með litla eða enga menntun sem hafa komið til lands hinna frjálsu og heimkynna hinna hugdjörfu í leit að lífi, frelsi og hamingju. Og þetta er leyndarmálið á bak við árangurssögu bandaríska hagkerfisins – kapítalískt kerfi þar sem allir geta náð árangri – með mikilli vinnu og auðvitað talsverðri heppni. Staðreyndin er sú að það mikilvæga á bak við langtímavelgengni bandaríska hagkerfisins er ekki hvort forsetinn heitir Trump eða Clinton, heldur hið einstaka stofnanaskipulag sem tryggir réttarríkið og heldur aftur af pólitíkinni. Kerfi sem byggist í grundvallaratriðum á frjálsum markaði. Það eru vissulega margir gallar á bandaríska kerfinu og það má með réttu gagnrýna það fyrir marga hluti – bæði frá sjónarmiði sósíalista og frá sjónarhóli hins frjálsa markaðar. En spyrjið hvaða fátækling sem er í þróunarríkjum Afríku eða Asíu hvar hann vildi helst búa og flestir þeirra munu ekki hika við að segjast vilja búa í Bandaríkjum Norður-Ameríku frekar en nokkrum öðrum stað í heiminum. Og það er þess vegna sem Bandaríkjamenn ættu að fagna í dag – þeir eru enn öfundaðir af heiminum og þeir búa enn, líka eftir gærdaginn, í stórkostlegasta landi í heimi.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun