Enn mesta ríki heims Lars Christensen skrifar 9. nóvember 2016 09:00 Í dag getum við verið viss um að næstum helmingur allra bandarískra kjósenda sé mjög vonsvikinn eða jafnvel reiður og að hinn helmingurinn sé ekkert sérstaklega ánægður heldur, jafnvel þótt „hans“ frambjóðandi hafi unnið í gær. Staðreyndin er sú að bæði Hillary Clinton og Donald Trump hafa verið einstaklega óvinsælir frambjóðendur svo það er sama hvort þeirra hefur unnið í gær, það er ólíklegt að það hafi sameinað Bandaríkjamenn og fært þeim mikla hamingju. Svo það er auðvelt að örvænta. En ef við gleymum fjögurra ára kosningahringnum og horfum aðeins lengra fram á við, yfir næsta áratug eða tvo, þá er ástæða til að vera miklu bjartsýnni.Bandaríkin endurskapa sig alltafSíðan sjálfstæði var lýst yfir 1776 hafa Bandaríkin farið upp og niður efnahagslega, félagslega og pólitískt. Þau hafa lifað af blóðuga borgarastyrjöld og tvær heimsstyrjaldir, Watergate og 11. september. Þrátt fyrir allt þetta er bandaríska hagkerfið enn stærsta og farsælasta hagkerfi veraldarsögunnar. Ekkert annað land í heiminum hefur skapað meiri auð. Ekkert annað land hefur átt fleiri Nóbelsverðlaunahafa. Ekkert annað land í heiminum kemst nálægt þeim – sama hvaða efnahagslegu mælikvarða við notum. Það eru í raun litlar líkur á því að eitthvert annað hagkerfi í heiminum verði stærra en það bandaríska á okkar líftíma. Vissulega hefur Kína saxað hratt á forskotið síðustu þrjá áratugina, en mælt í Bandaríkjadölum er bandaríska hagkerfið enn næstum tvöfalt stærra en það kínverska og þótt Kína haldi í einhvern tíma áfram að vinna á eru miklar líkur á að Kína verði gamalt áður en landið verður ríkt. Þannig hefur Kína mjög sterkan lýðfræðilegan mótbyr – eins og við höfum séð í Japan síðustu 20 árin. Svo jafnvel þótt Bandaríkin hafi einnig lýðfræðilegan mótbyr þá endurskapar landið sig alltaf. Það heldur alltaf áfram að vaxa og þróast. Lítið bara á bandaríska verðbréfamarkaðinn. Sum stærstu fyrirtækin í Bandaríkjunum – fyrirtæki eins og Google, Apple og Uber – hafa verið sett á stofn á síðustu 1-2 áratugum. Og mörg þessara fyrirtækja hafa verið stofnuð af innflytjendum með litla eða enga menntun sem hafa komið til lands hinna frjálsu og heimkynna hinna hugdjörfu í leit að lífi, frelsi og hamingju. Og þetta er leyndarmálið á bak við árangurssögu bandaríska hagkerfisins – kapítalískt kerfi þar sem allir geta náð árangri – með mikilli vinnu og auðvitað talsverðri heppni. Staðreyndin er sú að það mikilvæga á bak við langtímavelgengni bandaríska hagkerfisins er ekki hvort forsetinn heitir Trump eða Clinton, heldur hið einstaka stofnanaskipulag sem tryggir réttarríkið og heldur aftur af pólitíkinni. Kerfi sem byggist í grundvallaratriðum á frjálsum markaði. Það eru vissulega margir gallar á bandaríska kerfinu og það má með réttu gagnrýna það fyrir marga hluti – bæði frá sjónarmiði sósíalista og frá sjónarhóli hins frjálsa markaðar. En spyrjið hvaða fátækling sem er í þróunarríkjum Afríku eða Asíu hvar hann vildi helst búa og flestir þeirra munu ekki hika við að segjast vilja búa í Bandaríkjum Norður-Ameríku frekar en nokkrum öðrum stað í heiminum. Og það er þess vegna sem Bandaríkjamenn ættu að fagna í dag – þeir eru enn öfundaðir af heiminum og þeir búa enn, líka eftir gærdaginn, í stórkostlegasta landi í heimi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Lars Christensen Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Í dag getum við verið viss um að næstum helmingur allra bandarískra kjósenda sé mjög vonsvikinn eða jafnvel reiður og að hinn helmingurinn sé ekkert sérstaklega ánægður heldur, jafnvel þótt „hans“ frambjóðandi hafi unnið í gær. Staðreyndin er sú að bæði Hillary Clinton og Donald Trump hafa verið einstaklega óvinsælir frambjóðendur svo það er sama hvort þeirra hefur unnið í gær, það er ólíklegt að það hafi sameinað Bandaríkjamenn og fært þeim mikla hamingju. Svo það er auðvelt að örvænta. En ef við gleymum fjögurra ára kosningahringnum og horfum aðeins lengra fram á við, yfir næsta áratug eða tvo, þá er ástæða til að vera miklu bjartsýnni.Bandaríkin endurskapa sig alltafSíðan sjálfstæði var lýst yfir 1776 hafa Bandaríkin farið upp og niður efnahagslega, félagslega og pólitískt. Þau hafa lifað af blóðuga borgarastyrjöld og tvær heimsstyrjaldir, Watergate og 11. september. Þrátt fyrir allt þetta er bandaríska hagkerfið enn stærsta og farsælasta hagkerfi veraldarsögunnar. Ekkert annað land í heiminum hefur skapað meiri auð. Ekkert annað land hefur átt fleiri Nóbelsverðlaunahafa. Ekkert annað land í heiminum kemst nálægt þeim – sama hvaða efnahagslegu mælikvarða við notum. Það eru í raun litlar líkur á því að eitthvert annað hagkerfi í heiminum verði stærra en það bandaríska á okkar líftíma. Vissulega hefur Kína saxað hratt á forskotið síðustu þrjá áratugina, en mælt í Bandaríkjadölum er bandaríska hagkerfið enn næstum tvöfalt stærra en það kínverska og þótt Kína haldi í einhvern tíma áfram að vinna á eru miklar líkur á að Kína verði gamalt áður en landið verður ríkt. Þannig hefur Kína mjög sterkan lýðfræðilegan mótbyr – eins og við höfum séð í Japan síðustu 20 árin. Svo jafnvel þótt Bandaríkin hafi einnig lýðfræðilegan mótbyr þá endurskapar landið sig alltaf. Það heldur alltaf áfram að vaxa og þróast. Lítið bara á bandaríska verðbréfamarkaðinn. Sum stærstu fyrirtækin í Bandaríkjunum – fyrirtæki eins og Google, Apple og Uber – hafa verið sett á stofn á síðustu 1-2 áratugum. Og mörg þessara fyrirtækja hafa verið stofnuð af innflytjendum með litla eða enga menntun sem hafa komið til lands hinna frjálsu og heimkynna hinna hugdjörfu í leit að lífi, frelsi og hamingju. Og þetta er leyndarmálið á bak við árangurssögu bandaríska hagkerfisins – kapítalískt kerfi þar sem allir geta náð árangri – með mikilli vinnu og auðvitað talsverðri heppni. Staðreyndin er sú að það mikilvæga á bak við langtímavelgengni bandaríska hagkerfisins er ekki hvort forsetinn heitir Trump eða Clinton, heldur hið einstaka stofnanaskipulag sem tryggir réttarríkið og heldur aftur af pólitíkinni. Kerfi sem byggist í grundvallaratriðum á frjálsum markaði. Það eru vissulega margir gallar á bandaríska kerfinu og það má með réttu gagnrýna það fyrir marga hluti – bæði frá sjónarmiði sósíalista og frá sjónarhóli hins frjálsa markaðar. En spyrjið hvaða fátækling sem er í þróunarríkjum Afríku eða Asíu hvar hann vildi helst búa og flestir þeirra munu ekki hika við að segjast vilja búa í Bandaríkjum Norður-Ameríku frekar en nokkrum öðrum stað í heiminum. Og það er þess vegna sem Bandaríkjamenn ættu að fagna í dag – þeir eru enn öfundaðir af heiminum og þeir búa enn, líka eftir gærdaginn, í stórkostlegasta landi í heimi.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun