Hanning: Ekki frágengið að Dagur fari til Japans Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. nóvember 2016 13:30 Dagur Sigurðsson og Bob Hanning. Vísir/Getty Tveir íslenskir erlendra landsliða gætu kvatt landslið sín á HM í Frakklandi eftir áramót - Dagur Sigurðsson og Guðmundur Guðmundsson. Danska handknattleikssambandið tilkynnti í dag að Guðmundur muni hætta sem þjálfari danska liðsins þegar samningur hans við sambandið rennur út í sumar. Sjá einnig: Guðmundur hættir að þjálfa danska landsliðið Síðustu daga og vikur hefur einnig verið fjallað um stöðu Dags Sigurðssonar, þjálfara Evrópumeistara Þýskalands. Sjálfur hefur Dagur sagt að hann sé að íhuga sína stöðu en að engin ákvörðun hefur verið tekin. Engu að síður fullyrða fjölmiðlar í Þýskalandi að það liggi fyrir að Dagur hætti með þýska liðið í sumar og að hann taki þá við landsliði Japan, sem verður gestgjafi á Ólympíuleikunum í Tókýó árið 2020. Báðir þjálfarar náðu frábærum árangri á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar. Guðmundur vann gull með Dönum og Dagur brons með Þjóðverjum. Sjá einnig: Segja Dag taka við japanska landsliðinu „Það er rangt að það sé ákveðið að hann fari til Japans,“ sagði Bob Hanning, varaforseti þýska handknattleikssambandsins, við fréttaveituna DPA í dag. Hanning viðurkennir þó að Japan komi til greina enda þekkir Dagur vel til þar í landi eftir að hafa verið spilandi þjálfari hjá Wakunaga Hiroshima frá 2000 til 2003. Dagur hefur einnig verið orðaður við stórliðin PSG í Frakklandi og Veszprem í Ungverjalandi. „Ég myndi fá þýsku úrvalsdeildina í lið með mér og berjast um að halda Degi ef hann færi til annað þeirra liða,“ sagði Hanning. „En þegar kemur að því lífsplönum Dags þá get ég ekkert gert við því. Ákvörðunin um Japan snýst á engan hátt um peninga,“ sagði hann enn fremur. Hanning hefur viðurkennt að þýska sambandið sé byrjað að líta í kringum sig á eftir mögulegum arftökum Dags en að þjálfarinn íslenski hafi til loka mánaðarins að ákveða hvort hann ætli að halda áfram til 2020 eða segja samningnum sínum upp í sumar. Handbolti Tengdar fréttir Þýskir fjölmiðlar: Dagur gæti hætt næsta sumar Viðræður um áframhaldandi samstarf fram yfir Ólympíuleikana 2020 eru í gangi. En Dagur gæti gengið frá borði næsta sumar. 26. október 2016 09:30 Sport1: Dagur gæti fengið 75 milljónir í árslaun hjá PSG Þýskir fjölmiðlar fullyrða að Dagur Sigurðsson geti tvöfaldað laun sín hjá franska stórliðinu PSG. 27. október 2016 12:00 Guðmundur hættir að þjálfa danska landsliðið Ólympíumeistarinn endurnýjar ekki samninginn við danska handknattleikssambandið. 8. nóvember 2016 10:20 Segja Dag taka við japanska landsliðinu Flytur heim til Íslands vegna fjölskylduaðstæðna og flýgur á milli. 8. nóvember 2016 08:00 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Tveir íslenskir erlendra landsliða gætu kvatt landslið sín á HM í Frakklandi eftir áramót - Dagur Sigurðsson og Guðmundur Guðmundsson. Danska handknattleikssambandið tilkynnti í dag að Guðmundur muni hætta sem þjálfari danska liðsins þegar samningur hans við sambandið rennur út í sumar. Sjá einnig: Guðmundur hættir að þjálfa danska landsliðið Síðustu daga og vikur hefur einnig verið fjallað um stöðu Dags Sigurðssonar, þjálfara Evrópumeistara Þýskalands. Sjálfur hefur Dagur sagt að hann sé að íhuga sína stöðu en að engin ákvörðun hefur verið tekin. Engu að síður fullyrða fjölmiðlar í Þýskalandi að það liggi fyrir að Dagur hætti með þýska liðið í sumar og að hann taki þá við landsliði Japan, sem verður gestgjafi á Ólympíuleikunum í Tókýó árið 2020. Báðir þjálfarar náðu frábærum árangri á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar. Guðmundur vann gull með Dönum og Dagur brons með Þjóðverjum. Sjá einnig: Segja Dag taka við japanska landsliðinu „Það er rangt að það sé ákveðið að hann fari til Japans,“ sagði Bob Hanning, varaforseti þýska handknattleikssambandsins, við fréttaveituna DPA í dag. Hanning viðurkennir þó að Japan komi til greina enda þekkir Dagur vel til þar í landi eftir að hafa verið spilandi þjálfari hjá Wakunaga Hiroshima frá 2000 til 2003. Dagur hefur einnig verið orðaður við stórliðin PSG í Frakklandi og Veszprem í Ungverjalandi. „Ég myndi fá þýsku úrvalsdeildina í lið með mér og berjast um að halda Degi ef hann færi til annað þeirra liða,“ sagði Hanning. „En þegar kemur að því lífsplönum Dags þá get ég ekkert gert við því. Ákvörðunin um Japan snýst á engan hátt um peninga,“ sagði hann enn fremur. Hanning hefur viðurkennt að þýska sambandið sé byrjað að líta í kringum sig á eftir mögulegum arftökum Dags en að þjálfarinn íslenski hafi til loka mánaðarins að ákveða hvort hann ætli að halda áfram til 2020 eða segja samningnum sínum upp í sumar.
Handbolti Tengdar fréttir Þýskir fjölmiðlar: Dagur gæti hætt næsta sumar Viðræður um áframhaldandi samstarf fram yfir Ólympíuleikana 2020 eru í gangi. En Dagur gæti gengið frá borði næsta sumar. 26. október 2016 09:30 Sport1: Dagur gæti fengið 75 milljónir í árslaun hjá PSG Þýskir fjölmiðlar fullyrða að Dagur Sigurðsson geti tvöfaldað laun sín hjá franska stórliðinu PSG. 27. október 2016 12:00 Guðmundur hættir að þjálfa danska landsliðið Ólympíumeistarinn endurnýjar ekki samninginn við danska handknattleikssambandið. 8. nóvember 2016 10:20 Segja Dag taka við japanska landsliðinu Flytur heim til Íslands vegna fjölskylduaðstæðna og flýgur á milli. 8. nóvember 2016 08:00 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Þýskir fjölmiðlar: Dagur gæti hætt næsta sumar Viðræður um áframhaldandi samstarf fram yfir Ólympíuleikana 2020 eru í gangi. En Dagur gæti gengið frá borði næsta sumar. 26. október 2016 09:30
Sport1: Dagur gæti fengið 75 milljónir í árslaun hjá PSG Þýskir fjölmiðlar fullyrða að Dagur Sigurðsson geti tvöfaldað laun sín hjá franska stórliðinu PSG. 27. október 2016 12:00
Guðmundur hættir að þjálfa danska landsliðið Ólympíumeistarinn endurnýjar ekki samninginn við danska handknattleikssambandið. 8. nóvember 2016 10:20
Segja Dag taka við japanska landsliðinu Flytur heim til Íslands vegna fjölskylduaðstæðna og flýgur á milli. 8. nóvember 2016 08:00