Náðu ekki samkomulagi um fiskverð en viðræðurnar þokast áfram Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. nóvember 2016 21:35 Guðmundur Ragnarsson formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna. Vísir Ekki náðist samkomulag um fiskverð á fundi samninganefnda sjómanna og samninganefndar útgerðarmanna í dag en Guðmundur Ragnarsson formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna segir þó að fundurinn hafi gengið vel en honum lauk um sexleytið. Verðlagsmálin eru það eina sem rætt er nú og vilja menn klára það áður en næstu skref verða tekin. Sjómenn hafa boðað verkfall sem hefjast á klukkan 23 næstkomandi fimmtudag. „Menn eru allavega að tala saman og ég held að það sé hægt að segja það að menn séu að tala á sömu nótunum. Á meðan menn eru að ræða saman þá miðast þetta áfram en svo hittumst við aftur klukkan 16 á morgun. Menn ætla svona að vinna heimavinnu og fara yfir þetta og svo fæst vonandi einhver niðurstaða varðandi fiskverðið á morgun en þá er allt annað eftir,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Kjarasamningar sjómanna og útvegsmanna hafa verið lausir síðan í árslok 2010. Samninganefndir hafa fundað með reglulegu millibili frá árinu 2012, en viðræður hófust fyrir alvöru síðasta haust. Aðspurður kveðst Guðmundur bjartsýnn á að menn nái saman áður en verkfall skellur á. „Á meðan menn eru að tala í sömu áttina þá er eitthvað að gerast,“ segir hann. Sextán ár eru frá því að sjómenn fóru síðast í verkfall, en þá voru lög sett á verkfallið og gerðardómur fenginn til að leysa úr því. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Bjartsýnn á sátt um fiskverð Sjómenn leggja niður störf á fimmtudag, náist ekki samkomulag fyrir þann tíma. 7. nóvember 2016 10:26 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Ekki náðist samkomulag um fiskverð á fundi samninganefnda sjómanna og samninganefndar útgerðarmanna í dag en Guðmundur Ragnarsson formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna segir þó að fundurinn hafi gengið vel en honum lauk um sexleytið. Verðlagsmálin eru það eina sem rætt er nú og vilja menn klára það áður en næstu skref verða tekin. Sjómenn hafa boðað verkfall sem hefjast á klukkan 23 næstkomandi fimmtudag. „Menn eru allavega að tala saman og ég held að það sé hægt að segja það að menn séu að tala á sömu nótunum. Á meðan menn eru að ræða saman þá miðast þetta áfram en svo hittumst við aftur klukkan 16 á morgun. Menn ætla svona að vinna heimavinnu og fara yfir þetta og svo fæst vonandi einhver niðurstaða varðandi fiskverðið á morgun en þá er allt annað eftir,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Kjarasamningar sjómanna og útvegsmanna hafa verið lausir síðan í árslok 2010. Samninganefndir hafa fundað með reglulegu millibili frá árinu 2012, en viðræður hófust fyrir alvöru síðasta haust. Aðspurður kveðst Guðmundur bjartsýnn á að menn nái saman áður en verkfall skellur á. „Á meðan menn eru að tala í sömu áttina þá er eitthvað að gerast,“ segir hann. Sextán ár eru frá því að sjómenn fóru síðast í verkfall, en þá voru lög sett á verkfallið og gerðardómur fenginn til að leysa úr því.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Bjartsýnn á sátt um fiskverð Sjómenn leggja niður störf á fimmtudag, náist ekki samkomulag fyrir þann tíma. 7. nóvember 2016 10:26 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Bjartsýnn á sátt um fiskverð Sjómenn leggja niður störf á fimmtudag, náist ekki samkomulag fyrir þann tíma. 7. nóvember 2016 10:26